Morgunblaðið fækkar fréttariturum 13. október 2005 14:24 Morgunblaðið hefur fækkað fréttariturum sínum á landsbyggðinni og er ekki lengur landsbyggðarblað að mati fyrrverandi fréttaritara þess í Litlu-Ávík á Ströndum. Í síðustu viku sendi Morgunblaðið hluta fréttaritara sinna á landsbyggðinni bréf þar sem tilkynnt er að blaðið telji ekki þörf á þjónustu þeirra í framtíðinni. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta í dag. Í bréfi Morgunblaðsins til fréttaritaranna segir að endurskoðun á fréttaritarakerfi blaðsins hafi staðið yfir um skeið og ástæðan sé m.a. sú að umbylting hafi orðið í öllum samskiptum, fjarskiptum, samgöngum og fjölmiðlun hvers konar sem geri það að verkum að ekki sé eins mikil þörf á þéttriðnu fréttaritarakerfi og var í eina tíð. „Mörg sveitarfélög eru farin að halda úti ágætum vefjum með staðbundnum fréttum. Víða eru komin héraðsfréttablöð eða héraðsfréttavefjir, nema hvort tveggja sé, sem sinna staðbundnum fréttum og þá er orðin spurning hversu brýn ástæða er að leggja áherslu á slíkar þröngar staðbundnar fréttir í dagblaði á landsvísu“, segir m.a. í bréfi Morgunblaðsins. Björn Vignir Sigurpálsson, fréttaritstjóri Morgunblaðsins, segir í samtali við vef Bæjarins besta að ákveðið hafi verið að fækka fréttariturum blaðsins um 20-30 en þeir verði áfram 50-60 talsins. Aðspurður um hvort ráðstöfunin rýri ekki þjónustu blaðsins á landsbyggðinni segir Björn Vignir svo ekki vera. „Með þessari ráðstöfun erum við að grisja í okkar hópi og við munum treysta á þá sem hafa verið ötulastir að senda okkur fréttir og þeir munu því spanna stærra svæði en áður.“ Jón G. Guðjónsson í Litlu-Ávík í Strandasýslu er einn þeirra fréttaritara sem nú hafa hætt störfum fyrir Morgunblaðið. Hann hefur verið fréttaritari síðan 1996 og segist Jón vera mjög leiður yfir þessari ákvörðun Morgunblaðsins. „Með þessari ákvörðun er blaðið að senda skýr skilaboð í hinar dreifðu byggðir. Blaðið vill ekki taka þátt í lífsbaráttu fólksins á þessum stöðum. Morgunblaðið er ekki landsbyggðarblað eftir þessa ákvörðun og það þykir mér afskaplega leitt. Auðvitað er minna að frétta héðan en í stærri bæjum. Ég hef sent að jafnaði 25-30 fréttir á ári og það hefur verið aðall blaðsins að þjóna öllum byggðarlögum. Svo virðist ekki eiga að vera í framtíðinni og það er mjög leiðinlegt“, segir Jón G. Guðjónsson í samtali við vef Bæjarins besta - bb.is Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Morgunblaðið hefur fækkað fréttariturum sínum á landsbyggðinni og er ekki lengur landsbyggðarblað að mati fyrrverandi fréttaritara þess í Litlu-Ávík á Ströndum. Í síðustu viku sendi Morgunblaðið hluta fréttaritara sinna á landsbyggðinni bréf þar sem tilkynnt er að blaðið telji ekki þörf á þjónustu þeirra í framtíðinni. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta í dag. Í bréfi Morgunblaðsins til fréttaritaranna segir að endurskoðun á fréttaritarakerfi blaðsins hafi staðið yfir um skeið og ástæðan sé m.a. sú að umbylting hafi orðið í öllum samskiptum, fjarskiptum, samgöngum og fjölmiðlun hvers konar sem geri það að verkum að ekki sé eins mikil þörf á þéttriðnu fréttaritarakerfi og var í eina tíð. „Mörg sveitarfélög eru farin að halda úti ágætum vefjum með staðbundnum fréttum. Víða eru komin héraðsfréttablöð eða héraðsfréttavefjir, nema hvort tveggja sé, sem sinna staðbundnum fréttum og þá er orðin spurning hversu brýn ástæða er að leggja áherslu á slíkar þröngar staðbundnar fréttir í dagblaði á landsvísu“, segir m.a. í bréfi Morgunblaðsins. Björn Vignir Sigurpálsson, fréttaritstjóri Morgunblaðsins, segir í samtali við vef Bæjarins besta að ákveðið hafi verið að fækka fréttariturum blaðsins um 20-30 en þeir verði áfram 50-60 talsins. Aðspurður um hvort ráðstöfunin rýri ekki þjónustu blaðsins á landsbyggðinni segir Björn Vignir svo ekki vera. „Með þessari ráðstöfun erum við að grisja í okkar hópi og við munum treysta á þá sem hafa verið ötulastir að senda okkur fréttir og þeir munu því spanna stærra svæði en áður.“ Jón G. Guðjónsson í Litlu-Ávík í Strandasýslu er einn þeirra fréttaritara sem nú hafa hætt störfum fyrir Morgunblaðið. Hann hefur verið fréttaritari síðan 1996 og segist Jón vera mjög leiður yfir þessari ákvörðun Morgunblaðsins. „Með þessari ákvörðun er blaðið að senda skýr skilaboð í hinar dreifðu byggðir. Blaðið vill ekki taka þátt í lífsbaráttu fólksins á þessum stöðum. Morgunblaðið er ekki landsbyggðarblað eftir þessa ákvörðun og það þykir mér afskaplega leitt. Auðvitað er minna að frétta héðan en í stærri bæjum. Ég hef sent að jafnaði 25-30 fréttir á ári og það hefur verið aðall blaðsins að þjóna öllum byggðarlögum. Svo virðist ekki eiga að vera í framtíðinni og það er mjög leiðinlegt“, segir Jón G. Guðjónsson í samtali við vef Bæjarins besta - bb.is
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira