Morgunblaðið fækkar fréttariturum 13. október 2005 14:24 Morgunblaðið hefur fækkað fréttariturum sínum á landsbyggðinni og er ekki lengur landsbyggðarblað að mati fyrrverandi fréttaritara þess í Litlu-Ávík á Ströndum. Í síðustu viku sendi Morgunblaðið hluta fréttaritara sinna á landsbyggðinni bréf þar sem tilkynnt er að blaðið telji ekki þörf á þjónustu þeirra í framtíðinni. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta í dag. Í bréfi Morgunblaðsins til fréttaritaranna segir að endurskoðun á fréttaritarakerfi blaðsins hafi staðið yfir um skeið og ástæðan sé m.a. sú að umbylting hafi orðið í öllum samskiptum, fjarskiptum, samgöngum og fjölmiðlun hvers konar sem geri það að verkum að ekki sé eins mikil þörf á þéttriðnu fréttaritarakerfi og var í eina tíð. „Mörg sveitarfélög eru farin að halda úti ágætum vefjum með staðbundnum fréttum. Víða eru komin héraðsfréttablöð eða héraðsfréttavefjir, nema hvort tveggja sé, sem sinna staðbundnum fréttum og þá er orðin spurning hversu brýn ástæða er að leggja áherslu á slíkar þröngar staðbundnar fréttir í dagblaði á landsvísu“, segir m.a. í bréfi Morgunblaðsins. Björn Vignir Sigurpálsson, fréttaritstjóri Morgunblaðsins, segir í samtali við vef Bæjarins besta að ákveðið hafi verið að fækka fréttariturum blaðsins um 20-30 en þeir verði áfram 50-60 talsins. Aðspurður um hvort ráðstöfunin rýri ekki þjónustu blaðsins á landsbyggðinni segir Björn Vignir svo ekki vera. „Með þessari ráðstöfun erum við að grisja í okkar hópi og við munum treysta á þá sem hafa verið ötulastir að senda okkur fréttir og þeir munu því spanna stærra svæði en áður.“ Jón G. Guðjónsson í Litlu-Ávík í Strandasýslu er einn þeirra fréttaritara sem nú hafa hætt störfum fyrir Morgunblaðið. Hann hefur verið fréttaritari síðan 1996 og segist Jón vera mjög leiður yfir þessari ákvörðun Morgunblaðsins. „Með þessari ákvörðun er blaðið að senda skýr skilaboð í hinar dreifðu byggðir. Blaðið vill ekki taka þátt í lífsbaráttu fólksins á þessum stöðum. Morgunblaðið er ekki landsbyggðarblað eftir þessa ákvörðun og það þykir mér afskaplega leitt. Auðvitað er minna að frétta héðan en í stærri bæjum. Ég hef sent að jafnaði 25-30 fréttir á ári og það hefur verið aðall blaðsins að þjóna öllum byggðarlögum. Svo virðist ekki eiga að vera í framtíðinni og það er mjög leiðinlegt“, segir Jón G. Guðjónsson í samtali við vef Bæjarins besta - bb.is Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Morgunblaðið hefur fækkað fréttariturum sínum á landsbyggðinni og er ekki lengur landsbyggðarblað að mati fyrrverandi fréttaritara þess í Litlu-Ávík á Ströndum. Í síðustu viku sendi Morgunblaðið hluta fréttaritara sinna á landsbyggðinni bréf þar sem tilkynnt er að blaðið telji ekki þörf á þjónustu þeirra í framtíðinni. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta í dag. Í bréfi Morgunblaðsins til fréttaritaranna segir að endurskoðun á fréttaritarakerfi blaðsins hafi staðið yfir um skeið og ástæðan sé m.a. sú að umbylting hafi orðið í öllum samskiptum, fjarskiptum, samgöngum og fjölmiðlun hvers konar sem geri það að verkum að ekki sé eins mikil þörf á þéttriðnu fréttaritarakerfi og var í eina tíð. „Mörg sveitarfélög eru farin að halda úti ágætum vefjum með staðbundnum fréttum. Víða eru komin héraðsfréttablöð eða héraðsfréttavefjir, nema hvort tveggja sé, sem sinna staðbundnum fréttum og þá er orðin spurning hversu brýn ástæða er að leggja áherslu á slíkar þröngar staðbundnar fréttir í dagblaði á landsvísu“, segir m.a. í bréfi Morgunblaðsins. Björn Vignir Sigurpálsson, fréttaritstjóri Morgunblaðsins, segir í samtali við vef Bæjarins besta að ákveðið hafi verið að fækka fréttariturum blaðsins um 20-30 en þeir verði áfram 50-60 talsins. Aðspurður um hvort ráðstöfunin rýri ekki þjónustu blaðsins á landsbyggðinni segir Björn Vignir svo ekki vera. „Með þessari ráðstöfun erum við að grisja í okkar hópi og við munum treysta á þá sem hafa verið ötulastir að senda okkur fréttir og þeir munu því spanna stærra svæði en áður.“ Jón G. Guðjónsson í Litlu-Ávík í Strandasýslu er einn þeirra fréttaritara sem nú hafa hætt störfum fyrir Morgunblaðið. Hann hefur verið fréttaritari síðan 1996 og segist Jón vera mjög leiður yfir þessari ákvörðun Morgunblaðsins. „Með þessari ákvörðun er blaðið að senda skýr skilaboð í hinar dreifðu byggðir. Blaðið vill ekki taka þátt í lífsbaráttu fólksins á þessum stöðum. Morgunblaðið er ekki landsbyggðarblað eftir þessa ákvörðun og það þykir mér afskaplega leitt. Auðvitað er minna að frétta héðan en í stærri bæjum. Ég hef sent að jafnaði 25-30 fréttir á ári og það hefur verið aðall blaðsins að þjóna öllum byggðarlögum. Svo virðist ekki eiga að vera í framtíðinni og það er mjög leiðinlegt“, segir Jón G. Guðjónsson í samtali við vef Bæjarins besta - bb.is
Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði