Innlent

Karlmaður handtekinn eftir að hafa ógnað starfsfólki BSÍ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ógnaði starfsfólki er það ætlaði að vísa honum út.
Ógnaði starfsfólki er það ætlaði að vísa honum út. visir/anton
Karlmaður í annarlegu ástandi var í dag handtekinn við BSÍ þar sem hann ógnaði starfsfólki er það ætlaði að vísa honum út.

Hann gistir nú fangageymslu þar til af honum rennur víman.

Rétt fyrir klukkan tvö í dag var maður handtekinn vegna húsbrots en hann var í annarlegu ástandi og gistir nú fangageymslu þar til hann verður hæfur til yfirheyrslu.

Í morgun var síðan ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur og var hann sviptur ökuréttindum í framhaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×