Ben Stiller elskar Ísland Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. janúar 2014 11:30 Ben Stiller hélt flotta ræðu við upphaf forsýningarinnar sem fram fór í Smárabíó þann 12. desember síðastliðinn. Það má með sanni segja að kvikmyndin The Secret Life of Walter Mitty sé ein stærsta kvikmynd sem tekin hefur verið upp hér á landi. Fréttablaðið náði tali af leikstjóra og aðalleikara myndarinnar, Ben Stiller, sem fór heldur betur fögrum orðum um land okkar og þjóð. „Ég elska Ísland og hlakka mikið til að koma þangað aftur. Mér þótti mjög leiðinlegt að geta ekki verið viðstaddur forsýninguna,“ segir Stiller en hann kom hingað til lands nokkrum sinnum en dvaldi þó lengst í um níu til tíu vikur þegar tökur voru í gangi. Fjöldi íslenskra leikara koma fram í myndinni en með stærsta hlutverkið fer Ólafur Darri Ólafsson.„Hann er frábær leikari, röddin hans er náttúrulega einstök eins og kemur vel fram í myndinni. Darri túlkaði hlutverkið sitt frábærlega,“ útskýrir Stiller sem er greinilega ánægður með framlag Íslendinganna í myndinni. Fjölmargir leikarar komu til skoðunar í hin ýmsu hlutverk í myndinni og komu margir leikarar í áheyrnarprufur. Myndin var unnin í samstarfi við íslenska framleiðslufyrirtækið Truenorth. Að leikstýra og leika aðalhlutverkið í svona stórri mynd hlýtur að taka sinn toll. „Þetta er mikil áskorun en maður undirbýr sig bara sérstaklega vel. Maður vill geta verið á tveimur stöðum í einu en það er erfitt,“ bætir Stiller við og segist eiga í erfiðleikum með gera upp á milli hvort sé skemmtilegra. Hann leikstýrði og lék aðalhlutverkið einnig í myndum á borð við Zoolander og Tropic Thunder. Í myndinni sýnir Stiller listir sínar á hjólabretti. „Ég var mikið á hjólabretti þegar ég var yngri í New York þannig að ég er ágætur á hjólabrettið.“ Ben Stiller taldi upp margt sem honum fannst standa upp úr í ferð sinni til Íslands, en eitt að því sem að honum þótti standa upp úr var köfun í Silfru á Þingvöllum.Lunkinn á brettinu Ben æfði sig mikið á hjólabretti þegar hann var yngri. nordicphotos/getty„Það var ótrúlega gaman að að kafa, ofboðslega margt fallegt að sjá,“ segir Stiller og bætir við að honum hafi þótt norðurljósin mjög flott. Þá fannst honum einnig Grundarfjörður og Seyðisfjörður eftirminnilegir staðir. Hann fékk að kynnast ýmsri veðráttu á meðan hann dvaldi á Íslandi. „Við þurftum að stoppa tökur einn dag út af miklum stormi sem kom þegar við vorum á Höfn í Hornafirði en það var samt fallegt.“ Fjölskylda Stillers kom einnig hingað til lands. „Fjölskyldan mín heillaðist af landinu eins og ég.“ Undanfarið hefur hann verið á miklu ferðalagi um Evrópu við að kynna myndina en er nú að vinna í Night At The Museum 3. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Það má með sanni segja að kvikmyndin The Secret Life of Walter Mitty sé ein stærsta kvikmynd sem tekin hefur verið upp hér á landi. Fréttablaðið náði tali af leikstjóra og aðalleikara myndarinnar, Ben Stiller, sem fór heldur betur fögrum orðum um land okkar og þjóð. „Ég elska Ísland og hlakka mikið til að koma þangað aftur. Mér þótti mjög leiðinlegt að geta ekki verið viðstaddur forsýninguna,“ segir Stiller en hann kom hingað til lands nokkrum sinnum en dvaldi þó lengst í um níu til tíu vikur þegar tökur voru í gangi. Fjöldi íslenskra leikara koma fram í myndinni en með stærsta hlutverkið fer Ólafur Darri Ólafsson.„Hann er frábær leikari, röddin hans er náttúrulega einstök eins og kemur vel fram í myndinni. Darri túlkaði hlutverkið sitt frábærlega,“ útskýrir Stiller sem er greinilega ánægður með framlag Íslendinganna í myndinni. Fjölmargir leikarar komu til skoðunar í hin ýmsu hlutverk í myndinni og komu margir leikarar í áheyrnarprufur. Myndin var unnin í samstarfi við íslenska framleiðslufyrirtækið Truenorth. Að leikstýra og leika aðalhlutverkið í svona stórri mynd hlýtur að taka sinn toll. „Þetta er mikil áskorun en maður undirbýr sig bara sérstaklega vel. Maður vill geta verið á tveimur stöðum í einu en það er erfitt,“ bætir Stiller við og segist eiga í erfiðleikum með gera upp á milli hvort sé skemmtilegra. Hann leikstýrði og lék aðalhlutverkið einnig í myndum á borð við Zoolander og Tropic Thunder. Í myndinni sýnir Stiller listir sínar á hjólabretti. „Ég var mikið á hjólabretti þegar ég var yngri í New York þannig að ég er ágætur á hjólabrettið.“ Ben Stiller taldi upp margt sem honum fannst standa upp úr í ferð sinni til Íslands, en eitt að því sem að honum þótti standa upp úr var köfun í Silfru á Þingvöllum.Lunkinn á brettinu Ben æfði sig mikið á hjólabretti þegar hann var yngri. nordicphotos/getty„Það var ótrúlega gaman að að kafa, ofboðslega margt fallegt að sjá,“ segir Stiller og bætir við að honum hafi þótt norðurljósin mjög flott. Þá fannst honum einnig Grundarfjörður og Seyðisfjörður eftirminnilegir staðir. Hann fékk að kynnast ýmsri veðráttu á meðan hann dvaldi á Íslandi. „Við þurftum að stoppa tökur einn dag út af miklum stormi sem kom þegar við vorum á Höfn í Hornafirði en það var samt fallegt.“ Fjölskylda Stillers kom einnig hingað til lands. „Fjölskyldan mín heillaðist af landinu eins og ég.“ Undanfarið hefur hann verið á miklu ferðalagi um Evrópu við að kynna myndina en er nú að vinna í Night At The Museum 3.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira