Þýskir útgefendur slógust um Skapara Guðrúnar Evu 10. desember 2008 07:45 Fjárfestir í reiðhjóli. Guðrún sagðist ætla að fjárfesta í nýju reiðhjóli af þessu tilefni en því gamla var stolið fyrir nokkrum dögum. „Þetta er einhver harðvítugasti slagur sem við höfum orðið vitni að um íslenska bók," segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu. Bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Skaparinn, var slegin hæstbjóðanda á mánudaginn eftir mikinn slag þýskra útgefanda. Jóhann Páll upplýsir að þrjú stór og virt forlög hafi sýnt bókinni mikinn áhuga og lagt fram tilboð. „Og þegar þannig er þá er bara haldið uppboð. Menn fengu frest til hádegis á föstudag til að skila inn tilboði og því besta var einfaldlega tekið." Sá sem hreppti hnossið var bdb-forlagið sem er að hluta til í eigu Random House en Jóhann Páll skaut á að bókin yrði gefin út 2010. Meðal rithöfunda sem gefa út í Þýskalandi undir merkjum þess má nefna nóbelsverðlaunahafann J.M.G Le Clézio og Haruki Murakami. Höfundarlaun Guðrúnar Evu eru rúmlega fimm milljónir króna. Jóhann tengir þennan áhuga ekki við efnahagsástandið heldur bendir einfaldlega á að það sé mikill áhugi á Íslandi og íslenskum bókmenntum í Þýskalandi. „Þetta hefur náttúrulega aðallega gilt um krimmana og það hefur ekki verið sama eftirspurn eftir annars konar bókmenntum. Útgefendurnir mátu það hins vegar þannig að bók Guðrúnar væri hágæðabókmenntir samfara því að vera söluvænleg og ætti í raun skilið að seljast í gámavís." Jóhann viðurkenndi jafnframt að það hefði ekki spillt fyrir að Guðrún Eva væri sjálf mjög söluvæn. „Það er draumur sérhvers útgefanda að sameina sölubók og „góða bók" og bdb-forlaginu þykir Skaparinn falla fyllilega undir þau skilyrði." Guðrún Eva var að vonum ákaflega ánægð með tíðindin en þetta verður í fyrsta skipti sem bók úr hennar smiðju er gefin út á þýska tungu. Hún sagðist af þessu tilefni ætla að fjárfesta í nýju reiðhjóli enda hefði því gamla verið stolið fyrir nokkrum dögum. „Ég er náttúrulega alveg ótrúlega sátt með þetta. Ég gerði mér auðvitað vonir um að hún færi eitthvað á flakk út fyrir landsteinana en að slagurinn yrði svona harður var ekki eitthvað sem ég hafði búist við," segir Guðrún sem getur ekki annað en verið glöð með afraksturinn í jólabókaflóðinu, stór útgáfusamningur og tilnefning til hinna íslensku bókmenntaverðlauna. - freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta er einhver harðvítugasti slagur sem við höfum orðið vitni að um íslenska bók," segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu. Bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Skaparinn, var slegin hæstbjóðanda á mánudaginn eftir mikinn slag þýskra útgefanda. Jóhann Páll upplýsir að þrjú stór og virt forlög hafi sýnt bókinni mikinn áhuga og lagt fram tilboð. „Og þegar þannig er þá er bara haldið uppboð. Menn fengu frest til hádegis á föstudag til að skila inn tilboði og því besta var einfaldlega tekið." Sá sem hreppti hnossið var bdb-forlagið sem er að hluta til í eigu Random House en Jóhann Páll skaut á að bókin yrði gefin út 2010. Meðal rithöfunda sem gefa út í Þýskalandi undir merkjum þess má nefna nóbelsverðlaunahafann J.M.G Le Clézio og Haruki Murakami. Höfundarlaun Guðrúnar Evu eru rúmlega fimm milljónir króna. Jóhann tengir þennan áhuga ekki við efnahagsástandið heldur bendir einfaldlega á að það sé mikill áhugi á Íslandi og íslenskum bókmenntum í Þýskalandi. „Þetta hefur náttúrulega aðallega gilt um krimmana og það hefur ekki verið sama eftirspurn eftir annars konar bókmenntum. Útgefendurnir mátu það hins vegar þannig að bók Guðrúnar væri hágæðabókmenntir samfara því að vera söluvænleg og ætti í raun skilið að seljast í gámavís." Jóhann viðurkenndi jafnframt að það hefði ekki spillt fyrir að Guðrún Eva væri sjálf mjög söluvæn. „Það er draumur sérhvers útgefanda að sameina sölubók og „góða bók" og bdb-forlaginu þykir Skaparinn falla fyllilega undir þau skilyrði." Guðrún Eva var að vonum ákaflega ánægð með tíðindin en þetta verður í fyrsta skipti sem bók úr hennar smiðju er gefin út á þýska tungu. Hún sagðist af þessu tilefni ætla að fjárfesta í nýju reiðhjóli enda hefði því gamla verið stolið fyrir nokkrum dögum. „Ég er náttúrulega alveg ótrúlega sátt með þetta. Ég gerði mér auðvitað vonir um að hún færi eitthvað á flakk út fyrir landsteinana en að slagurinn yrði svona harður var ekki eitthvað sem ég hafði búist við," segir Guðrún sem getur ekki annað en verið glöð með afraksturinn í jólabókaflóðinu, stór útgáfusamningur og tilnefning til hinna íslensku bókmenntaverðlauna. - freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira