Viðeigandi að þinga í Höfða 13. október 2005 15:02 Í dag lýkur tveggja daga stefnumótunarfundi bandarísk- evrópsku stofnunarinnar East-West Institute í Höfða í Reykjavík, en fundurinn hófst í gærmorgun. East-West Institute er sjálfstæð stofnun og var sett á laggirnar árið 1981. Hún hefur síðan beitt sér í helstu deilumálum heimsins á hverjum tíma og er ein stærsta stofnun sinnar tegundar. Fundurinn er haldinn hér á landi fyrir milligöngu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. John E. Mroz er stofnandi og forseti stofnunarinnar. Hann segir að á fundinum munu fulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands stilla saman strengi eftir nýafstaðin leiðtogakjör í Rússlandi, Bandaríkjunum og Evrópusambandinu og meta stöðu alþjóðamála í ljósi hryðjuverkaógnar. Þá verði einnig tekin fyrir umhverfismál, sambúð Rússlands við Evrópusambandið og aðstæður sem skapast hafa í Mið-Austurlöndum við fráfall Arafats, en Mroz hefur dvalið í Ramallah og Tel Aviv síðastliðna viku og rætt við ráðamenn þar. Mroz segir viðeigandi að fundurinn sé haldinn í Höfða. „Árið 1986 leituðu bandarísk stjórnvöld til okkar og báðu okkur um að kanna hvaða breytingar kynnu að fylgja Gorbatsjov sem var þá nýkominn til valda.Í fyrsta skipti skipuðum við sérstaka nefnd sem vann skýrslu um málið og var niðurstaðan sú að Gorbatsjov vildi koma á breytingum. Seinna um árið funduðu hann og Reagan hér í Höfða.“ Mroz segir að Vladimir Pútin Rússlandsforseti hafi einnig leitað til EWI þegar George Bush komst fyrst til valda. „ Stefna Bush gagnvart Rússlandi var óljós til að byrja með og rússnesk stjórnvöld leituðu til okkar og báðu okkur um að kanna hvernig Bandaríkin hygðust haga samskiptum sínum við þau.“ Í hádeginu í dag heldur Mroz, ásamt þremur öðrum forystumönnum EWI, erindi við Háskóla Íslands þar sem málefni Mið-Austurlanda verða rædd, en Mroz telur að betri aðstæður en oft áður hafi skapast til að koma á varanlegum friði milli Ísraels- og Palestínumanna. Fréttir Innlent Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Í dag lýkur tveggja daga stefnumótunarfundi bandarísk- evrópsku stofnunarinnar East-West Institute í Höfða í Reykjavík, en fundurinn hófst í gærmorgun. East-West Institute er sjálfstæð stofnun og var sett á laggirnar árið 1981. Hún hefur síðan beitt sér í helstu deilumálum heimsins á hverjum tíma og er ein stærsta stofnun sinnar tegundar. Fundurinn er haldinn hér á landi fyrir milligöngu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. John E. Mroz er stofnandi og forseti stofnunarinnar. Hann segir að á fundinum munu fulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands stilla saman strengi eftir nýafstaðin leiðtogakjör í Rússlandi, Bandaríkjunum og Evrópusambandinu og meta stöðu alþjóðamála í ljósi hryðjuverkaógnar. Þá verði einnig tekin fyrir umhverfismál, sambúð Rússlands við Evrópusambandið og aðstæður sem skapast hafa í Mið-Austurlöndum við fráfall Arafats, en Mroz hefur dvalið í Ramallah og Tel Aviv síðastliðna viku og rætt við ráðamenn þar. Mroz segir viðeigandi að fundurinn sé haldinn í Höfða. „Árið 1986 leituðu bandarísk stjórnvöld til okkar og báðu okkur um að kanna hvaða breytingar kynnu að fylgja Gorbatsjov sem var þá nýkominn til valda.Í fyrsta skipti skipuðum við sérstaka nefnd sem vann skýrslu um málið og var niðurstaðan sú að Gorbatsjov vildi koma á breytingum. Seinna um árið funduðu hann og Reagan hér í Höfða.“ Mroz segir að Vladimir Pútin Rússlandsforseti hafi einnig leitað til EWI þegar George Bush komst fyrst til valda. „ Stefna Bush gagnvart Rússlandi var óljós til að byrja með og rússnesk stjórnvöld leituðu til okkar og báðu okkur um að kanna hvernig Bandaríkin hygðust haga samskiptum sínum við þau.“ Í hádeginu í dag heldur Mroz, ásamt þremur öðrum forystumönnum EWI, erindi við Háskóla Íslands þar sem málefni Mið-Austurlanda verða rædd, en Mroz telur að betri aðstæður en oft áður hafi skapast til að koma á varanlegum friði milli Ísraels- og Palestínumanna.
Fréttir Innlent Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira