Innlent

Viðvaranir hundsaðar

Eldvarnareftirlitið hafði gert athugasemdir við mikinn dekkjahaug á athafnasvæði Hringrásar og talið að af honum stafaði eldhætta. Eftirlitið skrifaði harðort bréf í júní og krafðist þess að dekkjahaugurinn yrði fjarlægður. Það kom fram í bréfinu að ef kviknaði í gæti þurft að rýma íbúða- og atvinnuhúsnæði á stóru svæði, eins og raun varð svo á. Bréfinu var svarað í lok september og lofað að grípa til aðgerða innan nokkura vikna. Við það var ekki staðið. Hundruð tonna af hjólbörðum brunnu í nótt en þá átti að kurla niður og urða. Fyrirtæki með mengandi starfsemi líkt og endurvinnslustöð Hringrásar eru háð starfsleyfi og rann leyfi fyrirtækisins út í september. Unnið var að endurnýjun leyfisins í samráði við Reykjavíkurborg en gerðar höfðu verið ýmsar kröfur um úrbætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×