Launastefnu lífskjarasamninga „kerfisbundið hafnað“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 17:48 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur, án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að lífskjarasamningunum. Forsætisráðherra segir forsendur samninganna ekki vera brostnar. Þetta kom fram í máli Þorsteins í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en hann beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann sagði athyglisvert að fylgjast með þeirri kjaradeilu sem nú ríki á opinberum vinnumarkaði. Svo virðist að mati Þorsteins að launastefnunni sem mörkuð hafi verið með lífskjarasamningnum hafi verið kerfisbundið hafnað. „Það er kannski enn athyglisverðara að henni er hafnað af verkalýðsfélögum sem stóðu að lífskjarasamningunum á sínum tíma,“ sagði Þorsteinn. Hann beindi orðum sínum ekki beint að neinu tilteknu stéttafélagi en ætla má að þar vísi hann t.a.m. til verkfallsaðgerða Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Vitnaði hann jafnframt til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá því að lífskjarasamningarnir voru undirritaðir þar sem hafi komið fram að forsenda fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé „að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að bættu samspili hagstjórnar og kjarasamninga og nýjum vinnubrögðum á vinnumarkaði.“ Taldi Þorsteinn því ástæðu til að spyrja hvort forsætisráðherra sæi fyrir sér að þessar forsendur muni halda ef sú launastefna sem þar var mörkuð verði brotin af þeim sömu stéttarfélögum og að lífskjarasamningunum stóðu. Hagsmunir ólíkra stéttarfélaga mismunandi Katrín Jakobsdóttir ítrekaði það sem hún hafði sagt í fyrra svari sínu við fyrirspurn Loga Einarssonar, sem einnig hafði spurt um stöðu mála á vinnumarkaði og aðkomu stjórnvalda, um að lífskjarasamningarnir verði leiðarljós stjórnvalda í yfirstandandi kjaraviðræðum. „En það er hins vegar ljóst að hagsmunir ólíkra stéttarfélaga eru að sjálfsögðu mismunandi,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/vilhelm Lífskjarasamningarnir hafi verið mikilvægt skref í því að ná stöðugleika á vinnumarkaði. Það sé aftur á móti vandmeðfarið þegar uppi séu þær aðstæður sem nú eru í efnahagslífinu. „Ég held um leið að það sé algjörlega lífsnauðsynlegt að við komum málefnum vinnumarkaðarins í það horf sem mér fannst við ná mjög mikilvægum áfanga í með lífskjarasamningunum,“ sagði Katrín ennfremur. Forsendur ekki brostnar Þorsteinn ítrekaði spurningu sína í síðari ræðu. „Hvernig getur það staðist að stéttarfélög sem lögðu upp með kjarasamning fyrir ári, með stöðugleikann að grundvelli, með skýrar kröfur til stjórnvalda um mjög umfangsmikla aðkomu að þeim kjarasamningum, geti svo með verkfallsaðgerðum reynt að brjóta markmið samningsins á bak aftur án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að þeim sama kjarasamningi?“ spurði Þorsteinn. Forsætisráðherra svaraði því neitandi að forsendur væru brostnar. „stjórnvöld munu standa við þær aðgerðir sem við boðuðum við undirritun lífskjarasamninga. Ég vona að sjálfsögðu að lausn finnist á þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir og sömuleiðis er unnið að því hörðum höndum að finna lendingu í samningum við opinbera starfsmenn en ekkert hefur gerst sem hefur breytt því að stjórnvöld muni standa við þær aðgerðir sem við boðuðum í tengslum við undirritun lífskjarasamninga,“ sagði Katrín. Þess má geta að atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hófst meðal félagsmanna BSRB í dag. Alþingi Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Einn alvarlega slasaður vegna bílslyssins Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur, án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að lífskjarasamningunum. Forsætisráðherra segir forsendur samninganna ekki vera brostnar. Þetta kom fram í máli Þorsteins í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en hann beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann sagði athyglisvert að fylgjast með þeirri kjaradeilu sem nú ríki á opinberum vinnumarkaði. Svo virðist að mati Þorsteins að launastefnunni sem mörkuð hafi verið með lífskjarasamningnum hafi verið kerfisbundið hafnað. „Það er kannski enn athyglisverðara að henni er hafnað af verkalýðsfélögum sem stóðu að lífskjarasamningunum á sínum tíma,“ sagði Þorsteinn. Hann beindi orðum sínum ekki beint að neinu tilteknu stéttafélagi en ætla má að þar vísi hann t.a.m. til verkfallsaðgerða Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Vitnaði hann jafnframt til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá því að lífskjarasamningarnir voru undirritaðir þar sem hafi komið fram að forsenda fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé „að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að bættu samspili hagstjórnar og kjarasamninga og nýjum vinnubrögðum á vinnumarkaði.“ Taldi Þorsteinn því ástæðu til að spyrja hvort forsætisráðherra sæi fyrir sér að þessar forsendur muni halda ef sú launastefna sem þar var mörkuð verði brotin af þeim sömu stéttarfélögum og að lífskjarasamningunum stóðu. Hagsmunir ólíkra stéttarfélaga mismunandi Katrín Jakobsdóttir ítrekaði það sem hún hafði sagt í fyrra svari sínu við fyrirspurn Loga Einarssonar, sem einnig hafði spurt um stöðu mála á vinnumarkaði og aðkomu stjórnvalda, um að lífskjarasamningarnir verði leiðarljós stjórnvalda í yfirstandandi kjaraviðræðum. „En það er hins vegar ljóst að hagsmunir ólíkra stéttarfélaga eru að sjálfsögðu mismunandi,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/vilhelm Lífskjarasamningarnir hafi verið mikilvægt skref í því að ná stöðugleika á vinnumarkaði. Það sé aftur á móti vandmeðfarið þegar uppi séu þær aðstæður sem nú eru í efnahagslífinu. „Ég held um leið að það sé algjörlega lífsnauðsynlegt að við komum málefnum vinnumarkaðarins í það horf sem mér fannst við ná mjög mikilvægum áfanga í með lífskjarasamningunum,“ sagði Katrín ennfremur. Forsendur ekki brostnar Þorsteinn ítrekaði spurningu sína í síðari ræðu. „Hvernig getur það staðist að stéttarfélög sem lögðu upp með kjarasamning fyrir ári, með stöðugleikann að grundvelli, með skýrar kröfur til stjórnvalda um mjög umfangsmikla aðkomu að þeim kjarasamningum, geti svo með verkfallsaðgerðum reynt að brjóta markmið samningsins á bak aftur án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að þeim sama kjarasamningi?“ spurði Þorsteinn. Forsætisráðherra svaraði því neitandi að forsendur væru brostnar. „stjórnvöld munu standa við þær aðgerðir sem við boðuðum við undirritun lífskjarasamninga. Ég vona að sjálfsögðu að lausn finnist á þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir og sömuleiðis er unnið að því hörðum höndum að finna lendingu í samningum við opinbera starfsmenn en ekkert hefur gerst sem hefur breytt því að stjórnvöld muni standa við þær aðgerðir sem við boðuðum í tengslum við undirritun lífskjarasamninga,“ sagði Katrín. Þess má geta að atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hófst meðal félagsmanna BSRB í dag.
Alþingi Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Einn alvarlega slasaður vegna bílslyssins Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Sjá meira