Sérstakur saksóknari kærir tvo starfsmenn sína til ríkissaksóknara Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. maí 2012 16:38 Ólafur Hauksson er sérstakur saksóknari. Tveir lögreglumenn, fyrrum starfsmenn embættis sérstaks saksóknara, hafa verið kærðir til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu. Mennirnir, sem létu af störfum um síðustu áramót, eru kærðir fyrir að hafa látið þriðja aðila í té upplýsingar úr rannsókn máls sem þeir unnu að á sama tíma og þeir störfuðu fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt heimildum Vísis snertir þetta málefni Milestone, sem áður var í eigu Karls Wernerssonar, en það fyrirtæki hefur verið til rannsóknar undanfarna mánuði. „Mennirnir komu til embættisins sem lánsmenn frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu árið 2009 og unnu að rannsókn tiltekins máls þar til þeir hófu störf sem sjálfstæðir rannsakendur um síðustu áramót. Grunsemdir um brot mannanna tveggja vöknuðu eftir að þeir höfðu látið af störfum hjá sérstökum saksóknara. Skoðun embættisins leiddi síðan til kæru til embættis ríkissaksóknara sem fer nú með rannsókn málsins í samræmi við lögreglulög. Þótt brotið sem tvímenningarnir eru kærðir fyrir sé litið alvarlegum augum hefur það ekki víðtæk áhrif á starfsemi embættisins þar sem þeir unnu að rannsókn á grundvelli tiltekinnar kæru. Þeim verjendum sem hlut eiga að máli hefur verið tilkynnt um grun um meint brot fyrrum lögreglumanna við embættið og um rannsókn ríkissaksóknara," segir Ólafur Þór Hauksson í tilkynningu. Hann segir jafnframt að vegna rannsóknarhagsmuna mun sérstakur saksóknari ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira
Tveir lögreglumenn, fyrrum starfsmenn embættis sérstaks saksóknara, hafa verið kærðir til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu. Mennirnir, sem létu af störfum um síðustu áramót, eru kærðir fyrir að hafa látið þriðja aðila í té upplýsingar úr rannsókn máls sem þeir unnu að á sama tíma og þeir störfuðu fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt heimildum Vísis snertir þetta málefni Milestone, sem áður var í eigu Karls Wernerssonar, en það fyrirtæki hefur verið til rannsóknar undanfarna mánuði. „Mennirnir komu til embættisins sem lánsmenn frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu árið 2009 og unnu að rannsókn tiltekins máls þar til þeir hófu störf sem sjálfstæðir rannsakendur um síðustu áramót. Grunsemdir um brot mannanna tveggja vöknuðu eftir að þeir höfðu látið af störfum hjá sérstökum saksóknara. Skoðun embættisins leiddi síðan til kæru til embættis ríkissaksóknara sem fer nú með rannsókn málsins í samræmi við lögreglulög. Þótt brotið sem tvímenningarnir eru kærðir fyrir sé litið alvarlegum augum hefur það ekki víðtæk áhrif á starfsemi embættisins þar sem þeir unnu að rannsókn á grundvelli tiltekinnar kæru. Þeim verjendum sem hlut eiga að máli hefur verið tilkynnt um grun um meint brot fyrrum lögreglumanna við embættið og um rannsókn ríkissaksóknara," segir Ólafur Þór Hauksson í tilkynningu. Hann segir jafnframt að vegna rannsóknarhagsmuna mun sérstakur saksóknari ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.
Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira