Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2019 09:13 Þrjár konur hafa unnið keppnina fyrir Íslands hönd. Mynd/Ásta Kristjánsdóttir Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. Keppnin verður haldin í London í desember þar sem þátttakendur frá 130 löndum keppa um hinn virta titil Ungfrú Heimur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miss World Iceland sem Linda Pétursdóttir er í forsvari fyrir. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar. Linda og Kolfinna eru þessa dagana á fullu í þeirri undirbúningsvinnu sem svona keppni kallar á og verður spennandi að sjá hvernig Kolfinnu gengur í keppninni.Sjá einnig:Fer eiginlega aldrei hjá sér Opnunarhátíð Miss World verður haldin í London þar sem hver keppandi tekur þátt í röð hraðagreina sem tryggja sigurvegurum sæti í 30 efstu sætunum. Meðal keppnisgreina má nefna margmiðlun, íþróttir, hæfileikakeppni, módelkeppni, útsláttarkeppni og kynningu á góðgerðaverkefnum innan Beauty With A Purpose. Meðan á keppninni stendur munu keppendur ferðast um öll frægustu kennileiti borgarinnar og njóta ríkulegrar menningarverðmæta hennar og arfleifðar. Julia Morley, eigandi og forstjóri Miss World, lætur vel að London og segir: Kolfinna tekur þátt í keppninni í London í desember.Mynd/Ásta Kristjánsdóttir„London er stórkostlegasta borg i heimi til að heimsækja. Þar voru fyrstu spor keppninnar stigin árið 1951 sem hluti af Þjóðarhátíð Bretlands og í ár ætlum við að halda bestu sýningu allra tíma. Árlega koma saman konur hvaðanæva úr heiminum sem eiga það sameiginlegt að hafa sama markmið. Margar þeirra eru að heimsækja London í fyrsta sinn og þær eru allar ákaflega spenntar. Þær geta ekki beðið eftir að deila hefðum sínum, tónlistarsmekk og matarvenjum og greina frá þeim góðgerðaverkefnum sem þær eru að vinna að í gegnum Beauty With A Purpose.“Sýnd í 150 löndum Alþjóðlegu góðgerðarsamtökin Beauty With A Purpose eru gríðarlega mikilvægur partur af Miss World keppninni. Þessi alþjóðlegi vettvangur hvetur þúsundir ungra kvenna til dáða og eflir þær til að nota hæfileika sína til að vekja athygli á og safna fé til hjálpar mannúðarmála sem hafa varanleg og áþreifanleg áhrif á fátæka, veika og aðra sem minna mega sín. Samtökin hafa safnað yfir 1 milljarði punda (UK) og styrkt bágstödd börn um allan heim. Lokakeppnin verður hún sýnd í yfir 150 löndum þar sem áhorfendur geta fylgst með því þegar ríkjandi ungfrú heimur, Vanessa Ponce de León, krýnir arftaka sinn í sextugustu og níundu Miss World keppninni í London. Ísland hefur átt góðu gengi að fagna í Miss World en við höfum þrisvar sinnum unnið keppnina. 1985 - Hólmfríður Karlsdóttir 1988 - Linda Pétursdóttir 2005 - Unnur Birna Vilhjálmsdóttir Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið FM Belfast bætir við aukatónleikum Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira
Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. Keppnin verður haldin í London í desember þar sem þátttakendur frá 130 löndum keppa um hinn virta titil Ungfrú Heimur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miss World Iceland sem Linda Pétursdóttir er í forsvari fyrir. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar. Linda og Kolfinna eru þessa dagana á fullu í þeirri undirbúningsvinnu sem svona keppni kallar á og verður spennandi að sjá hvernig Kolfinnu gengur í keppninni.Sjá einnig:Fer eiginlega aldrei hjá sér Opnunarhátíð Miss World verður haldin í London þar sem hver keppandi tekur þátt í röð hraðagreina sem tryggja sigurvegurum sæti í 30 efstu sætunum. Meðal keppnisgreina má nefna margmiðlun, íþróttir, hæfileikakeppni, módelkeppni, útsláttarkeppni og kynningu á góðgerðaverkefnum innan Beauty With A Purpose. Meðan á keppninni stendur munu keppendur ferðast um öll frægustu kennileiti borgarinnar og njóta ríkulegrar menningarverðmæta hennar og arfleifðar. Julia Morley, eigandi og forstjóri Miss World, lætur vel að London og segir: Kolfinna tekur þátt í keppninni í London í desember.Mynd/Ásta Kristjánsdóttir„London er stórkostlegasta borg i heimi til að heimsækja. Þar voru fyrstu spor keppninnar stigin árið 1951 sem hluti af Þjóðarhátíð Bretlands og í ár ætlum við að halda bestu sýningu allra tíma. Árlega koma saman konur hvaðanæva úr heiminum sem eiga það sameiginlegt að hafa sama markmið. Margar þeirra eru að heimsækja London í fyrsta sinn og þær eru allar ákaflega spenntar. Þær geta ekki beðið eftir að deila hefðum sínum, tónlistarsmekk og matarvenjum og greina frá þeim góðgerðaverkefnum sem þær eru að vinna að í gegnum Beauty With A Purpose.“Sýnd í 150 löndum Alþjóðlegu góðgerðarsamtökin Beauty With A Purpose eru gríðarlega mikilvægur partur af Miss World keppninni. Þessi alþjóðlegi vettvangur hvetur þúsundir ungra kvenna til dáða og eflir þær til að nota hæfileika sína til að vekja athygli á og safna fé til hjálpar mannúðarmála sem hafa varanleg og áþreifanleg áhrif á fátæka, veika og aðra sem minna mega sín. Samtökin hafa safnað yfir 1 milljarði punda (UK) og styrkt bágstödd börn um allan heim. Lokakeppnin verður hún sýnd í yfir 150 löndum þar sem áhorfendur geta fylgst með því þegar ríkjandi ungfrú heimur, Vanessa Ponce de León, krýnir arftaka sinn í sextugustu og níundu Miss World keppninni í London. Ísland hefur átt góðu gengi að fagna í Miss World en við höfum þrisvar sinnum unnið keppnina. 1985 - Hólmfríður Karlsdóttir 1988 - Linda Pétursdóttir 2005 - Unnur Birna Vilhjálmsdóttir
Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið FM Belfast bætir við aukatónleikum Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira