Setja alla orkuna í næsta verkfall ef málið tapast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. mars 2019 15:03 Sólveig Anna Jónsdóttir við kosningaskutlu Eflingar í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. Efling ætli að halda áfram með sína dagskrá á föstudaginn í Gamla bíó þó Félagsdómur dæmi atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun þann dag ólöglega. Von er á niðurstöðu á morgun. Samtök atvinnulífsins höfðuðu mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu í síðustu viku þar sem þess er krafist að verkfall sem á að hefjast á föstudaginn verði dæmt ólögmætt. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ef dómurinn kveði á um að atkvæðagreiðslan hafi verið ólögleg muni félagið halda áfram með boðaða dagskrá í Gamla bíó á föstudaginn og nota daginn daginn til að hafa samband við félagsmenn. „Þetta verkfall var náttúrulega boðað til að eiga sér stað á þessum merka baráttudegi láglaunakvenna. Mér finnst líklegt að ef dómur fellur okkur í óhag þá höldum við bara áfram með undirbúning að öðrum verkföllum sem eru í uppsiglingu. Við setjum bara alla orkuna okkar þangað,“ segir Sólveig Anna. Efling sendi tilkynningu frá sér í gær þar sem kom fram að félagsmenn hefði haft samband og tilkynnt um að atvinnurekendur á félagsvæði Eflingar hefðu haft óðelileg afskipti af þátttöku félagsmanna um verkfallsboðun. Sólveig segir að þetta snúist fyrst og fremst um hræðsluáróður. „Þetta er sem sagt töluverður hópur frá nokkrum fyrirtækjum sem hafa haft samband við okkur. Þar sem því hefur verið lýst hvernig yfirmenn að okkar mati eru að reyna að hafa óeðlileg áhrif á hvernig fólk greiðir í þessari verkfallskosningu. Við sáum það í síðustu viku að þar var verið að reyna að koma í veg fyrir að fólk greiddi atkvæði en þetta snýst um það að hræðsluáróðri sé beitt í þeim tilgangi að hafa áhrif á hvernig fólk greiðir í kosningunum.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmSamtök atvinnulífsins sendu jafnframt frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að atvinnurekendum væri skylt að upplýsa starfsmenn um stöðu og horfur í atvinnumálum í fyrirtækjum þar sem starfa 50 eða fleiri. Hins vegar væri þeim óheimilt að hóta starfsmönnum uppsögn tækju þeir þátt í atkvæðagreiðslu. „Það er mikilvægt að árétta fyrir öllum hvort sem það eru atvinnurekendur eða verkalýðishreyfingin að það er mikilvægt á þessum tímum að gæta hófs í yfirlýsingum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. „Ég myndi segja að þarna væri sannarlega farið út fyrir velsæmismörk. Það er eitt að upplýsa um stöðu fyrirtækisins en annað að fara fram með hræðsluáróður í þeim markvissa tilgangi að grafa undan þeim eðlilega rétti að taka þátt í atkvæðagreiðslu sem þessari,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að haldið sé utan um allar ábendingar sem berast, þær séu teknar alvarlega. Framkvæmdastjóri Eflingar Viðar Þorsteinsson hafi haft samband við forsvarsmenn þessara fyrirtækja og útskýrt málið fyrir þeim. „Við erum á fullu í að undirbúa föstudaginn. Við höldum honum markvisst áfram. Aðgerðaráætlun felst í að ef Félagsdómur dæmir atkvæðagreiðsluna ólöglega munum við engu að síður halda okkar fund í Gamla bió á föstudaginn og nota þennan dag til að halda áfram og setja okkur í samband við félagsmenn okkar.“ Kjaramál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Sjá meira
Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. Efling ætli að halda áfram með sína dagskrá á föstudaginn í Gamla bíó þó Félagsdómur dæmi atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun þann dag ólöglega. Von er á niðurstöðu á morgun. Samtök atvinnulífsins höfðuðu mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu í síðustu viku þar sem þess er krafist að verkfall sem á að hefjast á föstudaginn verði dæmt ólögmætt. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ef dómurinn kveði á um að atkvæðagreiðslan hafi verið ólögleg muni félagið halda áfram með boðaða dagskrá í Gamla bíó á föstudaginn og nota daginn daginn til að hafa samband við félagsmenn. „Þetta verkfall var náttúrulega boðað til að eiga sér stað á þessum merka baráttudegi láglaunakvenna. Mér finnst líklegt að ef dómur fellur okkur í óhag þá höldum við bara áfram með undirbúning að öðrum verkföllum sem eru í uppsiglingu. Við setjum bara alla orkuna okkar þangað,“ segir Sólveig Anna. Efling sendi tilkynningu frá sér í gær þar sem kom fram að félagsmenn hefði haft samband og tilkynnt um að atvinnurekendur á félagsvæði Eflingar hefðu haft óðelileg afskipti af þátttöku félagsmanna um verkfallsboðun. Sólveig segir að þetta snúist fyrst og fremst um hræðsluáróður. „Þetta er sem sagt töluverður hópur frá nokkrum fyrirtækjum sem hafa haft samband við okkur. Þar sem því hefur verið lýst hvernig yfirmenn að okkar mati eru að reyna að hafa óeðlileg áhrif á hvernig fólk greiðir í þessari verkfallskosningu. Við sáum það í síðustu viku að þar var verið að reyna að koma í veg fyrir að fólk greiddi atkvæði en þetta snýst um það að hræðsluáróðri sé beitt í þeim tilgangi að hafa áhrif á hvernig fólk greiðir í kosningunum.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmSamtök atvinnulífsins sendu jafnframt frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að atvinnurekendum væri skylt að upplýsa starfsmenn um stöðu og horfur í atvinnumálum í fyrirtækjum þar sem starfa 50 eða fleiri. Hins vegar væri þeim óheimilt að hóta starfsmönnum uppsögn tækju þeir þátt í atkvæðagreiðslu. „Það er mikilvægt að árétta fyrir öllum hvort sem það eru atvinnurekendur eða verkalýðishreyfingin að það er mikilvægt á þessum tímum að gæta hófs í yfirlýsingum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. „Ég myndi segja að þarna væri sannarlega farið út fyrir velsæmismörk. Það er eitt að upplýsa um stöðu fyrirtækisins en annað að fara fram með hræðsluáróður í þeim markvissa tilgangi að grafa undan þeim eðlilega rétti að taka þátt í atkvæðagreiðslu sem þessari,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að haldið sé utan um allar ábendingar sem berast, þær séu teknar alvarlega. Framkvæmdastjóri Eflingar Viðar Þorsteinsson hafi haft samband við forsvarsmenn þessara fyrirtækja og útskýrt málið fyrir þeim. „Við erum á fullu í að undirbúa föstudaginn. Við höldum honum markvisst áfram. Aðgerðaráætlun felst í að ef Félagsdómur dæmir atkvæðagreiðsluna ólöglega munum við engu að síður halda okkar fund í Gamla bió á föstudaginn og nota þennan dag til að halda áfram og setja okkur í samband við félagsmenn okkar.“
Kjaramál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Sjá meira