Sigga Maija, sem er rekstrarstjóri hjá Bíó Paradís á Hverfisgötunni, birti myndina á Facebook og hefur vakið nokkra athygli enda ekki daglegt brauð að ský með þessa lögun sjást á lofti yfir Reykjavík.
Vakthafandi veðurfræðingur segir í svari við fyrirspurn Vísis að um sé að ræða svokölluð vindskafin netjuský sem eru í um tveggja til sex kílómetra hæð. Þau myndast yfir og við fjöll þegar hvasst er. Nánari upplýsingar má lesa á vef Veðurstofunnar.
Margrét Weisshappel, grafískur hönnuður, náði svipuðum myndum í morgunsárið á leið til vinnu úti á Granda.
