Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. október 2019 19:15 Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. Spice er fíkniefni þar sem vímugjafinn í kannabisplöntunni er efnafræðilega búin til og er mun sterkara en efnið úr plöntunni sjálfri. Spice hefur leitt til dauða í fjölmörgum tilvikum erlendis. Nafnið er til komið vegna þess að það líkist oft kryddi eða það er blandað í krydd. Það getur þó verið í nánast hvaða formi sem er Fangaverðir á Litla-Hrauni fóru að finna efnið í miklum mæli árið 2017. Áður var afar sjaldgjæft að efnið fyndist í fangelsinu. Karlmaður á fimmtugsaldri, vistmaður á Litla-Hrauni, fannst látinn í klefa sínum í lok ágúst og liggja niðurstöður krufningarinnar nú fyrir. „Það er óvenju hátt magn af hinu svokallað Spice í hinum látna. Það er ekki hægt að rekja það að það sé orsökin á andlátinu en sé ekkert annað til staðar má ætla að það gæti hafa átt þátt í því að hann lést,“ segir Rúnar Steingrímsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það getur verið mjög erfitt að finna Spice þar sem það getur haft mismunandi lögun og lit og þá er erfitt að notast við hefðbundnar aðferðir við að finna það. Í samtali við fréttastofu segist Páll Winkel hafa áhyggjur af neyslu efnisins í fangelsinu. Reglulega komi upp mál þar sem fangar séu í mjög slæmu ástandi eftir neyslu sem hafi í för með sér mikið álag fyrir starfsmenn og aðra fanga. Mikilvægt sé að bjóða upp á markvissari meðferð til að draga úr eftirspurn. Spice var sett í regluerð um ávana- og fíkniefni haustið 2018 en í dag eru fimm afleiður efnisins ólöglegar hér á landi. „Þá höfum við á þessu ári gefið út tíu ákærur vegna þessa ólöglegu afleiða. það eru náttúrulega afleiður sem ekki eru á þessum lista og ein af þeim afleiðum fundust til dæmis í hinum látna,“ segir Rúnar. Oft sé erfitt fyrir lögreglu að eiga við fíknefnið „Ef lögreglan fær í hendurnar Spice þá er ekki víst að það sé ólöglegt. Það getur verið efni sem ekki er á listinnum en með sömu áhrif,“ segir Rúnar. Auðvelt virðist vera að búa til nýjar afleiður af efninu sem séu löglegar. „Til þess að vera eins og virðist vera þá í kapphlaupi við það sem er löglegt,“ segir Rúnar. Árborg Fangelsismál Fíkn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. Spice er fíkniefni þar sem vímugjafinn í kannabisplöntunni er efnafræðilega búin til og er mun sterkara en efnið úr plöntunni sjálfri. Spice hefur leitt til dauða í fjölmörgum tilvikum erlendis. Nafnið er til komið vegna þess að það líkist oft kryddi eða það er blandað í krydd. Það getur þó verið í nánast hvaða formi sem er Fangaverðir á Litla-Hrauni fóru að finna efnið í miklum mæli árið 2017. Áður var afar sjaldgjæft að efnið fyndist í fangelsinu. Karlmaður á fimmtugsaldri, vistmaður á Litla-Hrauni, fannst látinn í klefa sínum í lok ágúst og liggja niðurstöður krufningarinnar nú fyrir. „Það er óvenju hátt magn af hinu svokallað Spice í hinum látna. Það er ekki hægt að rekja það að það sé orsökin á andlátinu en sé ekkert annað til staðar má ætla að það gæti hafa átt þátt í því að hann lést,“ segir Rúnar Steingrímsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það getur verið mjög erfitt að finna Spice þar sem það getur haft mismunandi lögun og lit og þá er erfitt að notast við hefðbundnar aðferðir við að finna það. Í samtali við fréttastofu segist Páll Winkel hafa áhyggjur af neyslu efnisins í fangelsinu. Reglulega komi upp mál þar sem fangar séu í mjög slæmu ástandi eftir neyslu sem hafi í för með sér mikið álag fyrir starfsmenn og aðra fanga. Mikilvægt sé að bjóða upp á markvissari meðferð til að draga úr eftirspurn. Spice var sett í regluerð um ávana- og fíkniefni haustið 2018 en í dag eru fimm afleiður efnisins ólöglegar hér á landi. „Þá höfum við á þessu ári gefið út tíu ákærur vegna þessa ólöglegu afleiða. það eru náttúrulega afleiður sem ekki eru á þessum lista og ein af þeim afleiðum fundust til dæmis í hinum látna,“ segir Rúnar. Oft sé erfitt fyrir lögreglu að eiga við fíknefnið „Ef lögreglan fær í hendurnar Spice þá er ekki víst að það sé ólöglegt. Það getur verið efni sem ekki er á listinnum en með sömu áhrif,“ segir Rúnar. Auðvelt virðist vera að búa til nýjar afleiður af efninu sem séu löglegar. „Til þess að vera eins og virðist vera þá í kapphlaupi við það sem er löglegt,“ segir Rúnar.
Árborg Fangelsismál Fíkn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira