Skilur sátt við störf sín hjá dómsmálaráðuneytinu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 14. mars 2019 13:42 Sigríður Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, segist skilja sátt við sín störf hjá dómsmálaráðuneytinu. Vísir/Egill Sigríður Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, segist skilja sátt við sín störf hjá dómsmálaráðuneytinu. Fréttamaður okkar náði tali af Sigríði fyrir utan Stjórnarráð Íslands þegar hún hafi nýlokið sínum síðasta ríkisstjórnarfundi að minnsta kosti í bili. Sigríður segir að fundurinn hefði verið ánægjulegur í alla staði. Hún segist ekki vita hvort hún muni snúa aftur í embætti dómsmálaráðherra. „Ég veit ekkert um það. Nú hef ég stigið til hliðar eða hætt hvernig sem menn vilja orða það - í bili - til að skapa ákveðinn vinnufrið og ég vonast til að menn fái hann og þar á meðal ég líka,“ segir Sigríður. Aðspurð hvort hún muni mæta á þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið boðað til vegna málsins og er á dagskrá klukkan 14:30 svarar Sigríður því til: „Að sjálfsögðu. Ég er fyrsti þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður. Það væri undarlegt ef ég myndi ekki mæta.“ Sigríður segir að ekkert hafi verið rætt um hver muni taka við sem dómsmálaráðherra á ríkisstjórnarfundinum. Þetta hafi verið afar hefðbundinn ríkisstjórnarfundur en jafnframt hennar síðasti að minnsta kosti í bili. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur boðað þingflokk Sjálfstæðisflokksins til fundar í Alþingishúsinu klukkan 14:30 í dag til að ræða stöðuna sem komin er upp eftir að Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segist ekki vera búinn að ákveða hver taki við af Sigríði Ríkisstjórnarfundi lauk í Stjórnarráðshúsinu núna rétt fyrir klukkan 12. 14. mars 2019 12:05 Bjarni boðar þingflokkinn til fundar Hittast klukkan 14:30 í þinghúsinu í dag. 14. mars 2019 13:17 Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili. 14. mars 2019 09:11 Mest lesið Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Smáeldar víða í gámum og tunnum Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, segist skilja sátt við sín störf hjá dómsmálaráðuneytinu. Fréttamaður okkar náði tali af Sigríði fyrir utan Stjórnarráð Íslands þegar hún hafi nýlokið sínum síðasta ríkisstjórnarfundi að minnsta kosti í bili. Sigríður segir að fundurinn hefði verið ánægjulegur í alla staði. Hún segist ekki vita hvort hún muni snúa aftur í embætti dómsmálaráðherra. „Ég veit ekkert um það. Nú hef ég stigið til hliðar eða hætt hvernig sem menn vilja orða það - í bili - til að skapa ákveðinn vinnufrið og ég vonast til að menn fái hann og þar á meðal ég líka,“ segir Sigríður. Aðspurð hvort hún muni mæta á þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið boðað til vegna málsins og er á dagskrá klukkan 14:30 svarar Sigríður því til: „Að sjálfsögðu. Ég er fyrsti þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður. Það væri undarlegt ef ég myndi ekki mæta.“ Sigríður segir að ekkert hafi verið rætt um hver muni taka við sem dómsmálaráðherra á ríkisstjórnarfundinum. Þetta hafi verið afar hefðbundinn ríkisstjórnarfundur en jafnframt hennar síðasti að minnsta kosti í bili. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur boðað þingflokk Sjálfstæðisflokksins til fundar í Alþingishúsinu klukkan 14:30 í dag til að ræða stöðuna sem komin er upp eftir að Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segist ekki vera búinn að ákveða hver taki við af Sigríði Ríkisstjórnarfundi lauk í Stjórnarráðshúsinu núna rétt fyrir klukkan 12. 14. mars 2019 12:05 Bjarni boðar þingflokkinn til fundar Hittast klukkan 14:30 í þinghúsinu í dag. 14. mars 2019 13:17 Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili. 14. mars 2019 09:11 Mest lesið Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Smáeldar víða í gámum og tunnum Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Segist ekki vera búinn að ákveða hver taki við af Sigríði Ríkisstjórnarfundi lauk í Stjórnarráðshúsinu núna rétt fyrir klukkan 12. 14. mars 2019 12:05
Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili. 14. mars 2019 09:11