Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 12:30 Dæmi er um að einstaklingur hafi greitt hátt á þriðju milljón króna í ofgreiðslu á vöxtum og kostnaði til smálánafyrirtækis. Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. Neytendastofa birti í gær ákvörðun sína í máli gegn eCommerce sem rekur fimm smálanafyrirtæki hér á landi. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum. Fyrirtækið hafi brotið gegn lögum með innheimtu kostnaðar af lánum og með ófullnægjandi upplýsingum í eyðublaði og lánssamningum.Breki Karlsson segir að það komi í ljós á næstu dögum hvort farið verði í hópmálssókn gegn smálánafyrirtækjum. Á annað hundrað manns hefur leitað til Neytendasamtakanna vegna ofgreiðslu vaxta hjá smálánafyrirtækjum og segir Breki Karlsson formaður þeirra að yfirgnæfandi meirihluti eigi við einhvern vanda að stríða.Viðkvæmasti hópur samfélagsins tekur frekar smálán „Það má kannski segja að um þriðjungur sé að glíma við einhvers konar fíknisjúkdóma, þriðjungur stríði við andlega sjúkdóma og þriðjungur sé hreinlega fátækt fólk. Tíu prósent er fólk sem er að fikta og hættir svo,“ segir Breki. Hann segir að reynsla Neytendasamtakanna sé að þessir einstaklingar séu ekki tilbúnir að fara í einkaréttarmál gegn smálánafyrirtækjunum. „Þetta er yfirleitt fólk sem ekki getur eða hefur burði til að bera hönd yfir höfuð sér og á sér fáa málssvara. Þess vegna erum við einmitt að skoða einmitt núna að fara í hópmálsókn og erum að safna gögnum til kanna hvort það sé skynsamleg leið og það skýrist vonandi á næstu dögum,“ segir Breki.Fólk á skýlausan rétt til endurgreiðslu Breki segir að með ákvörðun Neytendastofa sé komin grundvöllur fyrir slíkri málsókn. „Við teljum að fólk eigi skýlausan rétt til að fá ofgreiddar kröfur endurgreiddar.“ Í gær sögum við frá einstaklingi sem hafði greitt ríflega 460 þúsund krónur í vexti og kostnað af 105 smálánum uppá samtals 1,9 milljón króna sem veitt voru á tíu mánaða tímabili. Breki segir algengt að fólk hafi greitt hundruði þúsunda í okurvexti af þessum lánum. „Því miður þá hefur þessi hópur greitt alltof mikið miðað við íslensk lög og verstu dæmin eru um fólk sem hefur greitt hátt á þriðju milljón í ofgreiðslu fyrir þessi lán,“ segir Breki. Neytendur Smálán Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. Neytendastofa birti í gær ákvörðun sína í máli gegn eCommerce sem rekur fimm smálanafyrirtæki hér á landi. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum. Fyrirtækið hafi brotið gegn lögum með innheimtu kostnaðar af lánum og með ófullnægjandi upplýsingum í eyðublaði og lánssamningum.Breki Karlsson segir að það komi í ljós á næstu dögum hvort farið verði í hópmálssókn gegn smálánafyrirtækjum. Á annað hundrað manns hefur leitað til Neytendasamtakanna vegna ofgreiðslu vaxta hjá smálánafyrirtækjum og segir Breki Karlsson formaður þeirra að yfirgnæfandi meirihluti eigi við einhvern vanda að stríða.Viðkvæmasti hópur samfélagsins tekur frekar smálán „Það má kannski segja að um þriðjungur sé að glíma við einhvers konar fíknisjúkdóma, þriðjungur stríði við andlega sjúkdóma og þriðjungur sé hreinlega fátækt fólk. Tíu prósent er fólk sem er að fikta og hættir svo,“ segir Breki. Hann segir að reynsla Neytendasamtakanna sé að þessir einstaklingar séu ekki tilbúnir að fara í einkaréttarmál gegn smálánafyrirtækjunum. „Þetta er yfirleitt fólk sem ekki getur eða hefur burði til að bera hönd yfir höfuð sér og á sér fáa málssvara. Þess vegna erum við einmitt að skoða einmitt núna að fara í hópmálsókn og erum að safna gögnum til kanna hvort það sé skynsamleg leið og það skýrist vonandi á næstu dögum,“ segir Breki.Fólk á skýlausan rétt til endurgreiðslu Breki segir að með ákvörðun Neytendastofa sé komin grundvöllur fyrir slíkri málsókn. „Við teljum að fólk eigi skýlausan rétt til að fá ofgreiddar kröfur endurgreiddar.“ Í gær sögum við frá einstaklingi sem hafði greitt ríflega 460 þúsund krónur í vexti og kostnað af 105 smálánum uppá samtals 1,9 milljón króna sem veitt voru á tíu mánaða tímabili. Breki segir algengt að fólk hafi greitt hundruði þúsunda í okurvexti af þessum lánum. „Því miður þá hefur þessi hópur greitt alltof mikið miðað við íslensk lög og verstu dæmin eru um fólk sem hefur greitt hátt á þriðju milljón í ofgreiðslu fyrir þessi lán,“ segir Breki.
Neytendur Smálán Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira