Áhrifavaldur hafður að háði og spotti fyrir myndatöku á slysavettvangi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 16:23 Á ljósmyndunum sést Mitchell sárþjáð liggjandi í götunni þar sem vinur hennar hlúir að henni. Við hlið þeirra sést vatnsflaska frá fyrirtækinu Smartwater. Instagram Tiffany Mitchell, áhrifavaldur á Instagram, var í mótorhjólatúr með vinum sínum í Nashville í Bandaríkjunum þegar hún missti óvænt stjórn á mótorhjólinu, kastaðist af því og slasaðist. Slysið varð fyrir þremur vikum síðan en hún sagði að hjálmurinn hefði komið í veg fyrir slæmt höfuðhögg. Mitchell birti nokkrar ljósmyndir af sjálfri sér á slysavettvangi ásamt pistli um slysið. Á ljósmyndunum sést Mitchell sárþjáð liggjandi í götunni þar sem vinur hennar hlúir að henni. Við hliðina á þeim sést vatnsflaska frá fyrirtækinu Smartwater. Fylgjendur Mitchell eru alls 211.000 talsins. Þrátt fyrir að flestir hafi brugðist áhyggjufullir við og óskað henni skjóts bata þá vöktu ljósmyndirnar grunsemdir annarra. Ýmsir netverjar tóku þó að gruna hana um græsku og furðuðu sig á því að það fyrsta sem Mitchell hefði dottið í hug að gera eftir mótorhjólaslysið væri að láta mynda sig. Þá var hún einnig sökuð um dulda auglýsingu fyrir Smart Water.Buzzfeed bar ásakanirnar undir Mitchell sem sagðist aldrei nokkurn tíman geta notað svona persónulega sögu í auglýsingaherferð. „Ekkert í tengslum við þetta var sviðsett. Ég er mjög leið að heyra að sumt fólk sé að taka því þannig. Því það er einfaldlega ekki tilfellið,“ bætti Mitchell við áður en hún bað fréttamiðilinn um að hætta við að birta fréttina því hún myndi hafa neikvæð áhrif. Mitchell hefur nú tekið myndirnar út. Hún kveðst ekki hafa vitað af myndatökunni þar til hún var útskrifuð af sjúkrahúsinu. „Ég vissi ekki að hún hefði tekið þær en hún sýndi mér þær seinna og ég var svo þakklát að hún hefði náð að fanga svona magnþrungið augnablik í lífi mínu,“ segir Mitchell. Samfélagsmiðlar Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Tiffany Mitchell, áhrifavaldur á Instagram, var í mótorhjólatúr með vinum sínum í Nashville í Bandaríkjunum þegar hún missti óvænt stjórn á mótorhjólinu, kastaðist af því og slasaðist. Slysið varð fyrir þremur vikum síðan en hún sagði að hjálmurinn hefði komið í veg fyrir slæmt höfuðhögg. Mitchell birti nokkrar ljósmyndir af sjálfri sér á slysavettvangi ásamt pistli um slysið. Á ljósmyndunum sést Mitchell sárþjáð liggjandi í götunni þar sem vinur hennar hlúir að henni. Við hliðina á þeim sést vatnsflaska frá fyrirtækinu Smartwater. Fylgjendur Mitchell eru alls 211.000 talsins. Þrátt fyrir að flestir hafi brugðist áhyggjufullir við og óskað henni skjóts bata þá vöktu ljósmyndirnar grunsemdir annarra. Ýmsir netverjar tóku þó að gruna hana um græsku og furðuðu sig á því að það fyrsta sem Mitchell hefði dottið í hug að gera eftir mótorhjólaslysið væri að láta mynda sig. Þá var hún einnig sökuð um dulda auglýsingu fyrir Smart Water.Buzzfeed bar ásakanirnar undir Mitchell sem sagðist aldrei nokkurn tíman geta notað svona persónulega sögu í auglýsingaherferð. „Ekkert í tengslum við þetta var sviðsett. Ég er mjög leið að heyra að sumt fólk sé að taka því þannig. Því það er einfaldlega ekki tilfellið,“ bætti Mitchell við áður en hún bað fréttamiðilinn um að hætta við að birta fréttina því hún myndi hafa neikvæð áhrif. Mitchell hefur nú tekið myndirnar út. Hún kveðst ekki hafa vitað af myndatökunni þar til hún var útskrifuð af sjúkrahúsinu. „Ég vissi ekki að hún hefði tekið þær en hún sýndi mér þær seinna og ég var svo þakklát að hún hefði náð að fanga svona magnþrungið augnablik í lífi mínu,“ segir Mitchell.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira