Ed Sheeran lyfti sér upp með Hafþóri Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 20:40 Vel virðist fara á með félögunum, ef marka má Instagram-færslur þeirra í kvöld. Instagram/@teddysphotos Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. Sheeran og Fjallið birtu báðir myndefni frá fundinum á Instagram-reikningum sínum nú í kvöld. „Þegar maður er á Íslandi,“ skrifar Sheeran í sinni færslu en meðfylgjandi er mynd af Fjallinu þar sem hann lyftir söngvaranum yfir höfði sér. View this post on InstagramWhen in Iceland @thorbjornsson A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Aug 11, 2019 at 1:02pm PDT Hafþór bætir um betur og birtir myndband af atvikinu á Instagram-síðu sinni. „Hann bað um það. Sem betur fer missti ég hann ekki, hann þarf að mæta í vinnuna í kvöld!!“ skrifar Hafþór, og vísar þar til tónleika Sheerans á Laugardalsvelli í kvöld. Fyrri tónleikar Sheerans í Reykjavík fóru fram við mikinn fögnuð þrjátíu þúsund tónleikagesta í gærkvöldi. View this post on InstagramHe asked for it. Luckily I didn’t drop him... He has to work tonight!! @teddysphotos A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Aug 11, 2019 at 1:08pm PDT Vel virðist fara á með Hafþóri og Sheeran en ljóst er að sá fyrrnefndi er einn af fáum sem hefur fengið að hitta söngvarann á Íslandi yfir helgina. Þess má geta að báðir hafa kapparnir komið fram í hinum geisivinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones, Hafþór sem hinn ógurlegi Gregor Clegane, „Fjallið“, og Sheeran í heldur umdeildu gestahlutverki í fyrsta þætti sjöundu þáttaraðarinnar. Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00 Opnuðu búðina sérstaklega fyrir Sheeran Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt í veglega verslunarferð í miðbæ Reykjavíkur í dag. 11. ágúst 2019 17:41 Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Sjá meira
Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. Sheeran og Fjallið birtu báðir myndefni frá fundinum á Instagram-reikningum sínum nú í kvöld. „Þegar maður er á Íslandi,“ skrifar Sheeran í sinni færslu en meðfylgjandi er mynd af Fjallinu þar sem hann lyftir söngvaranum yfir höfði sér. View this post on InstagramWhen in Iceland @thorbjornsson A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Aug 11, 2019 at 1:02pm PDT Hafþór bætir um betur og birtir myndband af atvikinu á Instagram-síðu sinni. „Hann bað um það. Sem betur fer missti ég hann ekki, hann þarf að mæta í vinnuna í kvöld!!“ skrifar Hafþór, og vísar þar til tónleika Sheerans á Laugardalsvelli í kvöld. Fyrri tónleikar Sheerans í Reykjavík fóru fram við mikinn fögnuð þrjátíu þúsund tónleikagesta í gærkvöldi. View this post on InstagramHe asked for it. Luckily I didn’t drop him... He has to work tonight!! @teddysphotos A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Aug 11, 2019 at 1:08pm PDT Vel virðist fara á með Hafþóri og Sheeran en ljóst er að sá fyrrnefndi er einn af fáum sem hefur fengið að hitta söngvarann á Íslandi yfir helgina. Þess má geta að báðir hafa kapparnir komið fram í hinum geisivinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones, Hafþór sem hinn ógurlegi Gregor Clegane, „Fjallið“, og Sheeran í heldur umdeildu gestahlutverki í fyrsta þætti sjöundu þáttaraðarinnar.
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00 Opnuðu búðina sérstaklega fyrir Sheeran Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt í veglega verslunarferð í miðbæ Reykjavíkur í dag. 11. ágúst 2019 17:41 Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Sjá meira
Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09
Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00
Opnuðu búðina sérstaklega fyrir Sheeran Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt í veglega verslunarferð í miðbæ Reykjavíkur í dag. 11. ágúst 2019 17:41