Telur viðhald á skólum hafa setið of lengi á hakanum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 24. júní 2019 20:00 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn til skólayfirvalda í Reykjavík um hvernig bregðast eigi við heilsuspillandi ástandi í Hagaskóla. Hún telur að skólastarf þar muni raskast í haust verði ekki gripið til aðgerða í sumar. Samkvæmt niðurstöðum mælinga verkfræðistofunnar Mannvits er meðalstyrkur koltvísýrings í lofti í öllum skólastofum Hagaskóla of hár og uppfyllir ekki núgildandi kröfur byggingareglugerðar. Þetta kemur fram í fyrirspurn til skóla- og frístundaráðs þar sem Marta Goðadóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, spyr hvernig bregðast eigi við. Hún segir dæmi þess að börn hafi mætt hress í skólann á morgnana en komið slöpp heim seinni partinn, húsnæðið sé augljóslega heilsuspillandi. „Við spurðumst fyrir hvort að það yrði farið í framkvæmdir í sumar þannig að við gætum boðið nemendum og starfsfólki upp á almennilegar aðstæður þannig að þau þurfi ekki að vera í heilsuspillandi húsnæði við sín störf,“ segir hún. Upp á síðkastið hafa borist fregnir af fjölda skóla þar sem eru rakaskemmdir og myglusveppir. Má þá nefna Fossvogsskóla, Breiðholtsskóla, Seljaskóla og svo er Ártúnsskóli til skoðunar. Einnig bendir Marta á að nokkrar frístundamiðstöðvar hafa þurft að flytja starfsemi vegna myglu. Hún telur borgina forgangsraða rangt. „Skólastarf er lögbundið starf og þetta er lögbundin þjónusta. Borgin á ávallt að forgangsraða í lögbundin verkefni en ekki gæluverkefni sem því miður hefur orðið raunin,“ segir hún. Veistu til þess að það eigi að kanna einhverja fleiri skóla? „Við höfum ekki fengið staðfestingu á því. Ég tel að við þurfum að endurbæta alla verkferla og gera áætlun á viðhaldi á skóla og húsnæði. Við höfum verið að tala um grunnskólana og frístundamiðstöðvarnar en þá eru leikskólarnir eftir og þar er ástandið víða dapurt líka,“ segir hún. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn til skólayfirvalda í Reykjavík um hvernig bregðast eigi við heilsuspillandi ástandi í Hagaskóla. Hún telur að skólastarf þar muni raskast í haust verði ekki gripið til aðgerða í sumar. Samkvæmt niðurstöðum mælinga verkfræðistofunnar Mannvits er meðalstyrkur koltvísýrings í lofti í öllum skólastofum Hagaskóla of hár og uppfyllir ekki núgildandi kröfur byggingareglugerðar. Þetta kemur fram í fyrirspurn til skóla- og frístundaráðs þar sem Marta Goðadóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, spyr hvernig bregðast eigi við. Hún segir dæmi þess að börn hafi mætt hress í skólann á morgnana en komið slöpp heim seinni partinn, húsnæðið sé augljóslega heilsuspillandi. „Við spurðumst fyrir hvort að það yrði farið í framkvæmdir í sumar þannig að við gætum boðið nemendum og starfsfólki upp á almennilegar aðstæður þannig að þau þurfi ekki að vera í heilsuspillandi húsnæði við sín störf,“ segir hún. Upp á síðkastið hafa borist fregnir af fjölda skóla þar sem eru rakaskemmdir og myglusveppir. Má þá nefna Fossvogsskóla, Breiðholtsskóla, Seljaskóla og svo er Ártúnsskóli til skoðunar. Einnig bendir Marta á að nokkrar frístundamiðstöðvar hafa þurft að flytja starfsemi vegna myglu. Hún telur borgina forgangsraða rangt. „Skólastarf er lögbundið starf og þetta er lögbundin þjónusta. Borgin á ávallt að forgangsraða í lögbundin verkefni en ekki gæluverkefni sem því miður hefur orðið raunin,“ segir hún. Veistu til þess að það eigi að kanna einhverja fleiri skóla? „Við höfum ekki fengið staðfestingu á því. Ég tel að við þurfum að endurbæta alla verkferla og gera áætlun á viðhaldi á skóla og húsnæði. Við höfum verið að tala um grunnskólana og frístundamiðstöðvarnar en þá eru leikskólarnir eftir og þar er ástandið víða dapurt líka,“ segir hún.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira