Vegagerðin mátti ekki víkja frá skilmálum útboðs Reykjavegar Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 16:45 Í tvígang hafnaði Vegagerðin lægsta tilboðinu í Reykjaveg en samþykkti eftir að frekari gögn voru lögð fram. Kærunefndin taldi henni ekki hafa verið heimilt að víkja frá skilmálum útboðsins. Vísir/Hanna Kærunefnd útboðsmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga að tilboði GT verktaka ehf. og Borgarvirkis ehf. í Reykjaveg þrátt fyrir að það hafi verið það lægsta. Vegagerðinni var talið óheimilt að víkja frá skilmálum útboðsins eftir að því lauk. Útboðið á Reykjavegi í Bláskógabyggð var auglýst í desember en í því var meðal annars gerð krafa um að viðskiptasögu stjórnenda og helstu eigenda fyrirtækjanna sem tækju þátt. Bjóðendum yrði vísað frá ef fyrirtæki þeirra hefðu orðið gjaldþrota eða komist í sambærilega aðstöðu síðastliðin fimm ár. GT verktakar og Borgarvirki áttu lægsta tilboðið, rúmar 535 milljónir króna, tæpum fjörutíu milljónum króna minna en tilboð Þjótanda ehf. Þjótandi kærði útboðið í mars en kærunefndin stöðvaði samningsgerð við lægstbjóðendurna í apríl. Í úrskurði kærunefndarinnar frá 20. júní kemur fram að Vegagerðin hafi tilkynnt GT verktökum og Borgarvirki að fyrirtækin uppfylltu ekki kröfur útboðsins um fjárhagsstöðu og að leita yrði samninga við Þjótanda í janúar. Við það gerðu fyrirtækin athugasemd og afturkallaði Vegagerðin þá ákvörðunina. Í kjölfarið skiluðu GT verktaka og Borgarvirki frekari gögnum en Vegagerðin hafnaði tilboðinu engu að síður aftur 31. janúar. Ástæðan var sú að gögnin voru talin ófullnægjandi. Aftur gerðu fyrirtækin athugasemd við þá niðurstöðu og lögðu fram frekari upplýsingar um fjárhag sinn. Í febrúar tilkynnti Vegagerðin bjóðendum að gengið yrði til samninga við GT verktaka og Borgarvirki.Skilmálar útboðsins skýrir Þjótandi hélt því fram í kæru sinni að fyrirtækin tvö sem áttu lægsta tilboðið hefðu ekki uppfyllt kröfur útboðsgagnanna. Þau byggðu á móti á því að Vegagerðinni hafi ekki verið heimilt að gera kröfur um viðskiptasögu lengra aftur í tímann en þau þrjú ár sem kveðið er á um í lögum að lágmarki. Kærunefndin benti á að GT verktakar og Borgarvirki hafi ekki gert athugasemdir við skilmála útboðsgagnanna. Fyrirtækin hefðu átt að beina kæru til nefndarinnar teldu þau skilmálana ólögmæta. Þau gætu ekki borið því við eftir opnun tilboða að víkja bæri skilmálunum til hliðar. Þá taldi nefndin að skilmálarnir um að vísa bæri frá tilboði hefði fyrirtæki sem tengdist stjórnendum og helstu eigendum bjóðenda orðið gjaldþrota síðastliðin fimm ár. Því felldi nefndin úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að velja tilboð GT verktaka og Borgarvirkis. Úrskurðurinn hefur enn ekki verið birtur á vefsíðu nefndarinnar en Vísir hefur hann undir höndum. Þar sem útboðinu væri ekki lokið eftir að ákvörðunin var felld úr gildi taldi kærunefndin ekki tilefni til að fjalla um mögulega skaðabótaskyldu Vegagerðarinnar í málinu. Úrskurðaði hún að Vegagerðin skildi greiða málskostnað Þjótanda, alls 600.000 krónur. Bláskógabyggð Samgöngur Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Kærunefnd útboðsmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga að tilboði GT verktaka ehf. og Borgarvirkis ehf. í Reykjaveg þrátt fyrir að það hafi verið það lægsta. Vegagerðinni var talið óheimilt að víkja frá skilmálum útboðsins eftir að því lauk. Útboðið á Reykjavegi í Bláskógabyggð var auglýst í desember en í því var meðal annars gerð krafa um að viðskiptasögu stjórnenda og helstu eigenda fyrirtækjanna sem tækju þátt. Bjóðendum yrði vísað frá ef fyrirtæki þeirra hefðu orðið gjaldþrota eða komist í sambærilega aðstöðu síðastliðin fimm ár. GT verktakar og Borgarvirki áttu lægsta tilboðið, rúmar 535 milljónir króna, tæpum fjörutíu milljónum króna minna en tilboð Þjótanda ehf. Þjótandi kærði útboðið í mars en kærunefndin stöðvaði samningsgerð við lægstbjóðendurna í apríl. Í úrskurði kærunefndarinnar frá 20. júní kemur fram að Vegagerðin hafi tilkynnt GT verktökum og Borgarvirki að fyrirtækin uppfylltu ekki kröfur útboðsins um fjárhagsstöðu og að leita yrði samninga við Þjótanda í janúar. Við það gerðu fyrirtækin athugasemd og afturkallaði Vegagerðin þá ákvörðunina. Í kjölfarið skiluðu GT verktaka og Borgarvirki frekari gögnum en Vegagerðin hafnaði tilboðinu engu að síður aftur 31. janúar. Ástæðan var sú að gögnin voru talin ófullnægjandi. Aftur gerðu fyrirtækin athugasemd við þá niðurstöðu og lögðu fram frekari upplýsingar um fjárhag sinn. Í febrúar tilkynnti Vegagerðin bjóðendum að gengið yrði til samninga við GT verktaka og Borgarvirki.Skilmálar útboðsins skýrir Þjótandi hélt því fram í kæru sinni að fyrirtækin tvö sem áttu lægsta tilboðið hefðu ekki uppfyllt kröfur útboðsgagnanna. Þau byggðu á móti á því að Vegagerðinni hafi ekki verið heimilt að gera kröfur um viðskiptasögu lengra aftur í tímann en þau þrjú ár sem kveðið er á um í lögum að lágmarki. Kærunefndin benti á að GT verktakar og Borgarvirki hafi ekki gert athugasemdir við skilmála útboðsgagnanna. Fyrirtækin hefðu átt að beina kæru til nefndarinnar teldu þau skilmálana ólögmæta. Þau gætu ekki borið því við eftir opnun tilboða að víkja bæri skilmálunum til hliðar. Þá taldi nefndin að skilmálarnir um að vísa bæri frá tilboði hefði fyrirtæki sem tengdist stjórnendum og helstu eigendum bjóðenda orðið gjaldþrota síðastliðin fimm ár. Því felldi nefndin úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að velja tilboð GT verktaka og Borgarvirkis. Úrskurðurinn hefur enn ekki verið birtur á vefsíðu nefndarinnar en Vísir hefur hann undir höndum. Þar sem útboðinu væri ekki lokið eftir að ákvörðunin var felld úr gildi taldi kærunefndin ekki tilefni til að fjalla um mögulega skaðabótaskyldu Vegagerðarinnar í málinu. Úrskurðaði hún að Vegagerðin skildi greiða málskostnað Þjótanda, alls 600.000 krónur.
Bláskógabyggð Samgöngur Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira