Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2019 10:10 Slökkvistarf mun halda áfram fram eftir degi. Vísir/Jói K. Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt, þó að ljóst þyki að einhverjar reyk- og hitaskemmdir hafi orðið þar. Skrifstofustjóri fyrirtækisins gerir hvorki ráð fyrir miklu tjóni né mikilli röskun á starfsemi fyrirtækisins vegna eldsvoðans í dag. Altjón varð í hinum hluta hússins, þar sem tvö matvinnslufyrirtæki eru til húsa.Sjá einnig: Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Þórður Kjartansson skrifstofustjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja, eins fyrirtækjanna sem er með starfsemi í húsinu, sagði í samtali við Vísi í morgun að forsvarsmönnum fyrirtækisins hefði enn ekki verið hleypt inn á staðinn. Ragnar Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, væri þó á staðnum og verið væri að undirbúa að fara inn á vettvang ásamt fulltrúum tryggingarfélaga. Þórður sagði að ekkert sé vitað um tjón hjá fyrirtækinu vegna brunans. Þó virtist sem eldurinn hafi ekki komið upp í þeim hluta hússins þar sem fyrirtækið er með starfsemi. Þá gerði Þórður ekki ráð fyrir mikilli röskun á starfsemi fyrirtækisins vegna eldsvoðans en starfstöðin í Hafnarfirði er ein af fimm stöðvum Fiskmarkaðsins á landinu.„Allt handónýtt“ Tvö fyrirtæki eru hins vegar með starfsemi í hinum hluta hússins, þar sem hefur orðið altjón, að sögn Birgis Finnssonar varaslökkviliðsstjóra. Bæði fyrirtækin eru matvinnslufyrirtæki, annað nánar tiltekið í fiskvinnslu. „Þar er allt handónýtt,“ segir Birgir. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu þykir þó ljóst að einhverjar reyk- og hitaskemmdir hafi orðið í þeim hluta hússins sem fór betur út úr eldsvoðanum. Nú haldi áfram vinna við þann hluta hússins sem varð eldinum að bráð. „Við erum með stórvirkan krabba sem rífur burtu þakplötur og efni sem hefur fallið niður og erum svo að sprauta á eld og glóðir sem eru þar undir,“ segir Birgir. Fækkað hefur töluvert í mannskap slökkviliðsins sem kallaður var út í nótt. Þannig hefur næturvaktin verið send heim en hóparnir sem eftir eru hafa náð tökum á eldinum og munu halda slökkvistarfi áfram fram eftir degi. Húsið að Fornubúð 3 er í eigu fyrirtækisins Haraldar Jónssonar hf. Haraldur Reynir Jónsson, eigandi fyrirtækisins, var á vettvangi í morgun en baðst undan viðtali við fréttastofu. Þá hefur enginn svarað þegar hringt er í símanúmer sem skráð er á fyrirtækið. Haraldur tjáði þó Mbl í morgun að tjónið á húsinu hlypi líklega á hundruð milljónum króna. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt, þó að ljóst þyki að einhverjar reyk- og hitaskemmdir hafi orðið þar. Skrifstofustjóri fyrirtækisins gerir hvorki ráð fyrir miklu tjóni né mikilli röskun á starfsemi fyrirtækisins vegna eldsvoðans í dag. Altjón varð í hinum hluta hússins, þar sem tvö matvinnslufyrirtæki eru til húsa.Sjá einnig: Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Þórður Kjartansson skrifstofustjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja, eins fyrirtækjanna sem er með starfsemi í húsinu, sagði í samtali við Vísi í morgun að forsvarsmönnum fyrirtækisins hefði enn ekki verið hleypt inn á staðinn. Ragnar Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, væri þó á staðnum og verið væri að undirbúa að fara inn á vettvang ásamt fulltrúum tryggingarfélaga. Þórður sagði að ekkert sé vitað um tjón hjá fyrirtækinu vegna brunans. Þó virtist sem eldurinn hafi ekki komið upp í þeim hluta hússins þar sem fyrirtækið er með starfsemi. Þá gerði Þórður ekki ráð fyrir mikilli röskun á starfsemi fyrirtækisins vegna eldsvoðans en starfstöðin í Hafnarfirði er ein af fimm stöðvum Fiskmarkaðsins á landinu.„Allt handónýtt“ Tvö fyrirtæki eru hins vegar með starfsemi í hinum hluta hússins, þar sem hefur orðið altjón, að sögn Birgis Finnssonar varaslökkviliðsstjóra. Bæði fyrirtækin eru matvinnslufyrirtæki, annað nánar tiltekið í fiskvinnslu. „Þar er allt handónýtt,“ segir Birgir. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu þykir þó ljóst að einhverjar reyk- og hitaskemmdir hafi orðið í þeim hluta hússins sem fór betur út úr eldsvoðanum. Nú haldi áfram vinna við þann hluta hússins sem varð eldinum að bráð. „Við erum með stórvirkan krabba sem rífur burtu þakplötur og efni sem hefur fallið niður og erum svo að sprauta á eld og glóðir sem eru þar undir,“ segir Birgir. Fækkað hefur töluvert í mannskap slökkviliðsins sem kallaður var út í nótt. Þannig hefur næturvaktin verið send heim en hóparnir sem eftir eru hafa náð tökum á eldinum og munu halda slökkvistarfi áfram fram eftir degi. Húsið að Fornubúð 3 er í eigu fyrirtækisins Haraldar Jónssonar hf. Haraldur Reynir Jónsson, eigandi fyrirtækisins, var á vettvangi í morgun en baðst undan viðtali við fréttastofu. Þá hefur enginn svarað þegar hringt er í símanúmer sem skráð er á fyrirtækið. Haraldur tjáði þó Mbl í morgun að tjónið á húsinu hlypi líklega á hundruð milljónum króna.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31
„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20