Bjórinn 30 ára: „Megináhyggjuefnið var að menn myndu fara að drekka í vinnunni“ Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. mars 2019 21:00 Bjórinn á stórafmæli í dag þar sem bjórbanni var aflétt fyrir þrjátíu árum. Íslendingar yfir tvítugu drukku að meðaltali um tvö og hálfan stóran bjór á viku á síðasta ári en eru þó enn miklir eftirbátar annarra Evrópuþjóða í bjórdrykkju. Sunna Sæmundsdóttir hefur kynnt sér málið. Sjötíu og fjögurra ára bjórbanni var aflétt 1. mars 1989 eftir að andstæðingar höfðu lengi varað við mikilli lýðheilsuvá. Meðal þeirra var Svavar Gestsson, þáverandi þingmaður Alþýðubandalagsins en hann bað þingið á sínum tíma að „skoða hugsi ábyrgðina sem fylgi því að hella áfengu öli yfir íslensku þjóðina.“ Stór áfangi var árið 1980 þegar Davíð Scheving Thorsteinsson fór með bjór í gegnum tollinn í fríhöfninni í trássi við reglur. Bjórinn var gerður upptækur en í kjölfarið var reglum breytt og almenningi leyft að koma með bjór inn í landið.Hvað varð til þess að þú tókst þessa ákvörðun á sínum tíma að fara með bjór í gegn um tollinn?„Það var vegna þess að dóttir mín var flugfreyja. Hún mátti koma með bjór en ekki ég. Þetta var bara frekja, ekkert annað en frekjukast.“Drykkja í vinnunni helsta áhyggjuefni bjórandstæðinga „Menn höfðu áhyggjur af því að þetta myndi auka unglingadrykkju, sem það gerði svo sem tímabundið. Áfengisakstur var einnig sérstakt áhyggjuefni en megináhyggjuefnið var að menn myndu fara að drekka í vinnunni,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur og einn helsti bjórsérfræðingur landsins. Bjórsala hefur vissulega aukist, en árið 1998 drukku Íslendingar um sjö milljónir lítra af bjór en í fyrra sautján milljónir lítra. Íslendingum hefur reyndar fjölgað líka og miðað við selda lítra má ætla að hver Íslendingur yfir tvítugu hafi drukkuð 67 lítra af bjór í fyrra eða um tvo og hálfan bjór á viku. „Við höfum alla tíð drukkið minnst allra kristinna Evrópuþjóða. Við erum reyndar að draga dálítið hratt á hina núna en við erum miklir eftirbátar flestra annarra Evrópubúa,“ segir Stefán.Fréttamaður Stöðvar 2 fór á stúfana í tilefni stórafmælis bjórsins en innslagið má sjá hér að ofan. Áfengi og tóbak Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Sjá meira
Bjórinn á stórafmæli í dag þar sem bjórbanni var aflétt fyrir þrjátíu árum. Íslendingar yfir tvítugu drukku að meðaltali um tvö og hálfan stóran bjór á viku á síðasta ári en eru þó enn miklir eftirbátar annarra Evrópuþjóða í bjórdrykkju. Sunna Sæmundsdóttir hefur kynnt sér málið. Sjötíu og fjögurra ára bjórbanni var aflétt 1. mars 1989 eftir að andstæðingar höfðu lengi varað við mikilli lýðheilsuvá. Meðal þeirra var Svavar Gestsson, þáverandi þingmaður Alþýðubandalagsins en hann bað þingið á sínum tíma að „skoða hugsi ábyrgðina sem fylgi því að hella áfengu öli yfir íslensku þjóðina.“ Stór áfangi var árið 1980 þegar Davíð Scheving Thorsteinsson fór með bjór í gegnum tollinn í fríhöfninni í trássi við reglur. Bjórinn var gerður upptækur en í kjölfarið var reglum breytt og almenningi leyft að koma með bjór inn í landið.Hvað varð til þess að þú tókst þessa ákvörðun á sínum tíma að fara með bjór í gegn um tollinn?„Það var vegna þess að dóttir mín var flugfreyja. Hún mátti koma með bjór en ekki ég. Þetta var bara frekja, ekkert annað en frekjukast.“Drykkja í vinnunni helsta áhyggjuefni bjórandstæðinga „Menn höfðu áhyggjur af því að þetta myndi auka unglingadrykkju, sem það gerði svo sem tímabundið. Áfengisakstur var einnig sérstakt áhyggjuefni en megináhyggjuefnið var að menn myndu fara að drekka í vinnunni,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur og einn helsti bjórsérfræðingur landsins. Bjórsala hefur vissulega aukist, en árið 1998 drukku Íslendingar um sjö milljónir lítra af bjór en í fyrra sautján milljónir lítra. Íslendingum hefur reyndar fjölgað líka og miðað við selda lítra má ætla að hver Íslendingur yfir tvítugu hafi drukkuð 67 lítra af bjór í fyrra eða um tvo og hálfan bjór á viku. „Við höfum alla tíð drukkið minnst allra kristinna Evrópuþjóða. Við erum reyndar að draga dálítið hratt á hina núna en við erum miklir eftirbátar flestra annarra Evrópubúa,“ segir Stefán.Fréttamaður Stöðvar 2 fór á stúfana í tilefni stórafmælis bjórsins en innslagið má sjá hér að ofan.
Áfengi og tóbak Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Sjá meira