Júlíspá Siggu Kling - Meyjan: Ekki láta drauma annarra hafa áhrif á þig Sigga Kling skrifar 5. júlí 2019 09:00 Elsku Meyjan mín, þú magnaða sál og meiriháttar týpa, þú ert svo mikill bardagamaður í eðli þínu og þolir alls ekki að tapa, berst fyrir hugsjónum þínum og sannfæringu og leyfir öðrum að deila með þér þegar árangri er náð, þess vegna ertu svo vinamörg. Þú skalt alveg sleppa því að láta annarra manna drama hafa áhrif á þig, því þú átt það til að sveiflast og tengja þig erfiðleikum annarra og þá sérðu allt í miklu neikvæðara ljósi. Það er svo mikilvægt þú gerir upp hug þinn um hvað þú vilt því þá getur enginn fengið þig til að skipta um skoðun. Þetta tímabil sem þú ert að fara inn í núna róar þig og nærir andlega og innsæi þitt verður sterkara; þú finnur á þér hvernig þú ætlar að leysa þessa krossgátu sem er fyrir framan þig. Það er eins og að svörin komi upp í hendurnar á þér, svör við því sem hefur verið falið og þú átt eftir að finna sterkara afl til þess að láta það sem þig raunverulega langar til að rætast. Þú átt samt sem áður að fara þér hægt og rólega, því tíminn mun vinna með þér, haustið verður uppskeruhátíð og gefur þér möguleika á betri heimilisaðstæðum og öryggi og þá muntu virkilega njóta þín. Þín einlæga, tignarlega og töfrandi framkoma mun laða að sér það sem þér finnst þig vanta, en skoðaðu fyrst hversu margt og mikið þú hefur og þakkaðu fyrir það, því eftir því sem þú þakkar meira fyrir það sem þú hefur nú þegar opnast óendanlegar gáttir og til þín streyma endalausar gjafir. Mörgum finnst erfitt að átta sig á Meyjunni því það er eins og hún sé með prik í rassinum, alveg að drepast úr stífni, en þú ert svo sannarlega týpan sem reddar öllu, bjargar partýinu og kemur öllum endalaust á óvart. Knús og kveðja, þín Sigga KlingGylfi, Manúela, Anníe, Beyoncé, Skúli og Ari.Vísir/Getty/FBLMeyja 23. ágúst - 22. septemberManuela Ósk fyrirsæta, 29. ágúst Edda Björgvinsdóttir leikkona, 13. september Beyoncé Knowles söngkona, 4. september Gylfi Þór Sigurðsson, fótboltamaður, 8. september Eiður Smári Guðjohnsen, fótboltamaður, 15. september Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, 7. september Annie Mist crossfittari, 18. september Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, 29. ágúst Sema Erla Serdar, baráttukona, 4. september Raggi Bjarna, söngvari, 22. september Skúli Mogensen, athafnamaður, 18. september Ari Eldjárn, grínisti, 5. september Sara Sigmundsdóttir, Crossfit-stjarna, 12. september Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttakona, 27. ágúst Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Fleiri fréttir Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Sjá meira
Elsku Meyjan mín, þú magnaða sál og meiriháttar týpa, þú ert svo mikill bardagamaður í eðli þínu og þolir alls ekki að tapa, berst fyrir hugsjónum þínum og sannfæringu og leyfir öðrum að deila með þér þegar árangri er náð, þess vegna ertu svo vinamörg. Þú skalt alveg sleppa því að láta annarra manna drama hafa áhrif á þig, því þú átt það til að sveiflast og tengja þig erfiðleikum annarra og þá sérðu allt í miklu neikvæðara ljósi. Það er svo mikilvægt þú gerir upp hug þinn um hvað þú vilt því þá getur enginn fengið þig til að skipta um skoðun. Þetta tímabil sem þú ert að fara inn í núna róar þig og nærir andlega og innsæi þitt verður sterkara; þú finnur á þér hvernig þú ætlar að leysa þessa krossgátu sem er fyrir framan þig. Það er eins og að svörin komi upp í hendurnar á þér, svör við því sem hefur verið falið og þú átt eftir að finna sterkara afl til þess að láta það sem þig raunverulega langar til að rætast. Þú átt samt sem áður að fara þér hægt og rólega, því tíminn mun vinna með þér, haustið verður uppskeruhátíð og gefur þér möguleika á betri heimilisaðstæðum og öryggi og þá muntu virkilega njóta þín. Þín einlæga, tignarlega og töfrandi framkoma mun laða að sér það sem þér finnst þig vanta, en skoðaðu fyrst hversu margt og mikið þú hefur og þakkaðu fyrir það, því eftir því sem þú þakkar meira fyrir það sem þú hefur nú þegar opnast óendanlegar gáttir og til þín streyma endalausar gjafir. Mörgum finnst erfitt að átta sig á Meyjunni því það er eins og hún sé með prik í rassinum, alveg að drepast úr stífni, en þú ert svo sannarlega týpan sem reddar öllu, bjargar partýinu og kemur öllum endalaust á óvart. Knús og kveðja, þín Sigga KlingGylfi, Manúela, Anníe, Beyoncé, Skúli og Ari.Vísir/Getty/FBLMeyja 23. ágúst - 22. septemberManuela Ósk fyrirsæta, 29. ágúst Edda Björgvinsdóttir leikkona, 13. september Beyoncé Knowles söngkona, 4. september Gylfi Þór Sigurðsson, fótboltamaður, 8. september Eiður Smári Guðjohnsen, fótboltamaður, 15. september Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, 7. september Annie Mist crossfittari, 18. september Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, 29. ágúst Sema Erla Serdar, baráttukona, 4. september Raggi Bjarna, söngvari, 22. september Skúli Mogensen, athafnamaður, 18. september Ari Eldjárn, grínisti, 5. september Sara Sigmundsdóttir, Crossfit-stjarna, 12. september Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttakona, 27. ágúst
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Fleiri fréttir Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Sjá meira