Ný tegund hraðamyndavéla á Grindavíkurvegi Sighvatur Jónsson skrifar 30. júní 2019 20:02 Hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja hafa verið settar upp á Grindavíkurvegi. Vélarnar eru öðruvísi en eldri hraðamyndavélar á landinu. Bæjarstjóri Grindavíkur bindur vonir við að myndavélaeftirlitið dragi úr hraða inn til bæjarins. Alvarleg umferðarslys og banaslys hafa orðið á Grindavíkurvegi. Lagfæringar á veginum eru gerðar í tveimur áföngum. Lokið var við þann fyrri á síðasta ári. Þá var vegurinn breikkaður annars vegar við Reykjanesbraut og hins vegar við veginn að Bláa lóninu. Seinni áfangi verksins hefur verið boðin út og bæjarstjórinn vonar að framkvæmdum á miðju vegarins frá Reykjanesbraut að Bláa lóninu ljúki fljótlega. „Nú er það svona kaflinn sem kallaður er tveir plús einn vegur sem er framúrakstur og síðan í lokin í haust áður en hleypt verður fyrir umferð á fullbúnum veg verður sett vegrið á miðjan veginn sem kemur í veg fyrir hættulegustu slysin, það er að segja framanákeyrslurnar,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Fannar segir að bílum hafi verið ekið utan í vegrið sem hafa verið sett upp beggja vegna vegarins.Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/stöð 2„Það kann að hafa komið í veg fyrir alvarleg slys. Þessi vegur hefur verið mjög hættulegur. Bæjaryfirvöld og bæjarbúar hafa mjög þrýst á það að fá hann lagfærðan. Nú sér sem betur fer fyrir endann á þessu í haust þannig að umferðin verðu miklu öruggari og hættulegustu slysunum vonandi útrýmt.“ Umferð á Grindavíkurveginum er mest á kaflanum frá Reykjanesbraut að Bláa lóninu. Bæjarstjórinn vill að vegurinn frá lóninu inn í bæinn verði lagaður, sá kafli sé líka hættulegur. Ekki hefur fengist fjárveiting fyrir þessum hluta - en reynt verður að gera hann öruggari með öðrum hætti í fyrstu. Búið er að setja upp hraðamyndavélar á tveimur stöðum á Grindavíkurveginum. Þessar myndavélar eiga að koma í veg fyrir að hraðakstur verði of mikill inn til Grindavíkur. Það er verið að prófa þær og stefnt að því að taka þær í notkun seinna í sumar. Bílar Grindavík Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja hafa verið settar upp á Grindavíkurvegi. Vélarnar eru öðruvísi en eldri hraðamyndavélar á landinu. Bæjarstjóri Grindavíkur bindur vonir við að myndavélaeftirlitið dragi úr hraða inn til bæjarins. Alvarleg umferðarslys og banaslys hafa orðið á Grindavíkurvegi. Lagfæringar á veginum eru gerðar í tveimur áföngum. Lokið var við þann fyrri á síðasta ári. Þá var vegurinn breikkaður annars vegar við Reykjanesbraut og hins vegar við veginn að Bláa lóninu. Seinni áfangi verksins hefur verið boðin út og bæjarstjórinn vonar að framkvæmdum á miðju vegarins frá Reykjanesbraut að Bláa lóninu ljúki fljótlega. „Nú er það svona kaflinn sem kallaður er tveir plús einn vegur sem er framúrakstur og síðan í lokin í haust áður en hleypt verður fyrir umferð á fullbúnum veg verður sett vegrið á miðjan veginn sem kemur í veg fyrir hættulegustu slysin, það er að segja framanákeyrslurnar,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Fannar segir að bílum hafi verið ekið utan í vegrið sem hafa verið sett upp beggja vegna vegarins.Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/stöð 2„Það kann að hafa komið í veg fyrir alvarleg slys. Þessi vegur hefur verið mjög hættulegur. Bæjaryfirvöld og bæjarbúar hafa mjög þrýst á það að fá hann lagfærðan. Nú sér sem betur fer fyrir endann á þessu í haust þannig að umferðin verðu miklu öruggari og hættulegustu slysunum vonandi útrýmt.“ Umferð á Grindavíkurveginum er mest á kaflanum frá Reykjanesbraut að Bláa lóninu. Bæjarstjórinn vill að vegurinn frá lóninu inn í bæinn verði lagaður, sá kafli sé líka hættulegur. Ekki hefur fengist fjárveiting fyrir þessum hluta - en reynt verður að gera hann öruggari með öðrum hætti í fyrstu. Búið er að setja upp hraðamyndavélar á tveimur stöðum á Grindavíkurveginum. Þessar myndavélar eiga að koma í veg fyrir að hraðakstur verði of mikill inn til Grindavíkur. Það er verið að prófa þær og stefnt að því að taka þær í notkun seinna í sumar.
Bílar Grindavík Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira