Truflaður í pottinum af Ingvari E. í nýrri HBO þáttaröð Sylvía Hall skrifar 13. ágúst 2019 14:49 Ingvar E. Sigurðsson sem Ragnar Magnússon. HBO Önnur þáttaröð bandarísku þáttanna Succession hefur göngu sína í kvöld á Stöð 2. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda en þeir eru framleiddir af HBO og fjalla um Roy fjölskylduna sem á alþjóðlegt fjölmiðlastórveldi. Í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar hefst sagan á Íslandi þar sem Kendall Roy, sem leikinn er af Jeremy Strong, er rifinn af stað af Ragnari Magnússyni til þess að koma fram í sjónvarpsviðtali. Sá sem fer með hlutverk Ragnars er enginn annar en Ingvar E. Sigurðsson. Íslensk náttúra fær að njóta sín í þættinum en í upphafi þáttarins sést Roy njóta sín í heilsulind með fallega náttúru í bakgrunni. Þeir félagar keyra svo til Reykjavíkur þar sem honum er skutlað í fyrrnefnt sjónvarpsviðtal sem fer fram í húsnæði Ríkisútvarpsins. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum en líkt og áður kom fram er fyrsti þáttur sýndur á Stöð 2 klukkan 20:35 í kvöld. Íslandsvinir Menning Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Önnur þáttaröð bandarísku þáttanna Succession hefur göngu sína í kvöld á Stöð 2. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda en þeir eru framleiddir af HBO og fjalla um Roy fjölskylduna sem á alþjóðlegt fjölmiðlastórveldi. Í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar hefst sagan á Íslandi þar sem Kendall Roy, sem leikinn er af Jeremy Strong, er rifinn af stað af Ragnari Magnússyni til þess að koma fram í sjónvarpsviðtali. Sá sem fer með hlutverk Ragnars er enginn annar en Ingvar E. Sigurðsson. Íslensk náttúra fær að njóta sín í þættinum en í upphafi þáttarins sést Roy njóta sín í heilsulind með fallega náttúru í bakgrunni. Þeir félagar keyra svo til Reykjavíkur þar sem honum er skutlað í fyrrnefnt sjónvarpsviðtal sem fer fram í húsnæði Ríkisútvarpsins. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum en líkt og áður kom fram er fyrsti þáttur sýndur á Stöð 2 klukkan 20:35 í kvöld.
Íslandsvinir Menning Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira