„Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2019 15:40 Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Namibian Broadcasting Corporation „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ segir Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heineste, í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun vegna ásakana um að hafa verið við veiðar inni á lokuðu svæði innan lögsögu Namibíu. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er hluthafi í. Arngrímur var leiddur fyrir dómara í gærmorgun eftir að hafa gist fangageymslu í eina nótt. Dómarinn krafðist 100 þúsund namibískra dala í tryggingargjald frá Arngrími, sem samsvarar um 830 þúsund íslenskum krónum. Krafðist dómarinn einnig að vegabréf Arngríms yrði gert upptækt og að hann þyrfti að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn málsins stendur yfir.Boðaður á fund á Fiskistofu Namibíu Namibíska ríkissjónvarpið fjallaði um handtökuna í morgun en þar kom fram að verjandi hans hafði gert kröfu um að Arngrímur fengi vegabréfið afhent svo hann gæti sinnt veikum fjölskyldumeðlimi heima á Íslandi. Í yfirlýsingu Arngríms segir að skipið Heineste hefði klárað löndun í fyrradag. Eftir að skipið hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Ásökunin kemur honum á óvart því þess sé gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni.Gisti eina nótt í fangageymslu vegna tafa Hann bendir jafnframt á að þegar skip er sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu er skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur vonast eftir því að málið taki ekki langan að leiða til lykta og eftir því sem hann komist næst hafi öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teljist það sannað að skip hafi raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis. Þá nefnir hann að langt hafi verið liðið á daginn þegar samtalið við Fiskistofu Namibíu fór fram. Ekki hafi tekist að koma málinu fyrir dómara samdægurs og því þurfti hann að gista fangageymslur eina nótt. Hann var leiddur fyrir dómara í gærmorgun og sleppt. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
„Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ segir Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heineste, í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun vegna ásakana um að hafa verið við veiðar inni á lokuðu svæði innan lögsögu Namibíu. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er hluthafi í. Arngrímur var leiddur fyrir dómara í gærmorgun eftir að hafa gist fangageymslu í eina nótt. Dómarinn krafðist 100 þúsund namibískra dala í tryggingargjald frá Arngrími, sem samsvarar um 830 þúsund íslenskum krónum. Krafðist dómarinn einnig að vegabréf Arngríms yrði gert upptækt og að hann þyrfti að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn málsins stendur yfir.Boðaður á fund á Fiskistofu Namibíu Namibíska ríkissjónvarpið fjallaði um handtökuna í morgun en þar kom fram að verjandi hans hafði gert kröfu um að Arngrímur fengi vegabréfið afhent svo hann gæti sinnt veikum fjölskyldumeðlimi heima á Íslandi. Í yfirlýsingu Arngríms segir að skipið Heineste hefði klárað löndun í fyrradag. Eftir að skipið hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Ásökunin kemur honum á óvart því þess sé gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni.Gisti eina nótt í fangageymslu vegna tafa Hann bendir jafnframt á að þegar skip er sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu er skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur vonast eftir því að málið taki ekki langan að leiða til lykta og eftir því sem hann komist næst hafi öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teljist það sannað að skip hafi raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis. Þá nefnir hann að langt hafi verið liðið á daginn þegar samtalið við Fiskistofu Namibíu fór fram. Ekki hafi tekist að koma málinu fyrir dómara samdægurs og því þurfti hann að gista fangageymslur eina nótt. Hann var leiddur fyrir dómara í gærmorgun og sleppt.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37
Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15