Hírðist í tjaldi á Íslandi og hnuplaði mat Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. nóvember 2019 08:00 McCann náði að borga bókasafnsskuldir sínar á Íslandi. Vísir/getty Skoski leikarinn Rory McCann, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Hundurinn“, Sandor Clegane, í þáttunum um Krúnuleikana, bjó í tjaldi á Íslandi og stal sér til matar. McCann var nýlega í viðtali í tengslum við þættina og ræddi þar veru sína hér. „Ég bjó í tjaldi, bókstaflega í tjaldi, og stal mér til matar endrum og sinnum,“ sagði McCann í þættinum Game of Thrones Reunion Special, þar sem margir leikarar úr þáttaröðinni vinsælu voru í viðtali hjá spjallþáttarstjórnandanum Conan O’Brian. Þetta var árið 2006, en McCann kom þá um haustið, ásamt stórleikaranum Gerard Butler, til að vera viðstaddur frumsýningu á kvikmynd byggðri á Bjólfskviðu. McCann lék lítið hlutverk í þeirri mynd og var ekki stórt nafn í skemmtanabransanum yfir höfuð. Flæktist hann um heiminn og tók að sér hlutverk hér og þar. Hann frestaði heimferð í sífellu og ákvað loksins að setjast hér að. „Ég fékk engin hlutverk á þessum tíma þannig að ég bað umboðsmann minn að hringja ef eitthvað myndi gerast, en það gerðist ekkert þannig að ég var áfram á Íslandi.“ Hann kunni vel við land, þjóð, rokið og rigninguna. Hentaði það grófum persónuleika hans einkar vel. Endaði hann á að búa hérna í tæpt ár en var atvinnulaus og blásnauður. Hann missti loks húsnæðið. „Það var að koma vetur og heimamenn sögðu mér að ég væri sá eini á allri eyjunni sem byggi í tjaldi. Þeir hjálpuðu mér svo að finna annað húsnæði og ég fékk vinnu sem smiður,“ sagði McCann. „Að lokum fékk ég aftur vinnu sem leikari og náði að koma mér aftur á strik,“ sagði McCann. „Allt í einu er verið að keyra mig um í drossíu og ég kominn í bestu þáttaröð heims. Þetta sýnir hvernig örlögin geta breyst. Ótrúlegt.“ Eins og flestir vita voru mörg atriði þáttanna tekin upp á Íslandi, á Þingvöllum, Snæfellsjökli, við Mývatn, Jökulsárlón, Reynisfjöru og víðar. „Ég náði að fara aftur til Íslands og borga bókasafnsskuldirnar mínar.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Game of Thrones Íslandsvinir Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Skoski leikarinn Rory McCann, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Hundurinn“, Sandor Clegane, í þáttunum um Krúnuleikana, bjó í tjaldi á Íslandi og stal sér til matar. McCann var nýlega í viðtali í tengslum við þættina og ræddi þar veru sína hér. „Ég bjó í tjaldi, bókstaflega í tjaldi, og stal mér til matar endrum og sinnum,“ sagði McCann í þættinum Game of Thrones Reunion Special, þar sem margir leikarar úr þáttaröðinni vinsælu voru í viðtali hjá spjallþáttarstjórnandanum Conan O’Brian. Þetta var árið 2006, en McCann kom þá um haustið, ásamt stórleikaranum Gerard Butler, til að vera viðstaddur frumsýningu á kvikmynd byggðri á Bjólfskviðu. McCann lék lítið hlutverk í þeirri mynd og var ekki stórt nafn í skemmtanabransanum yfir höfuð. Flæktist hann um heiminn og tók að sér hlutverk hér og þar. Hann frestaði heimferð í sífellu og ákvað loksins að setjast hér að. „Ég fékk engin hlutverk á þessum tíma þannig að ég bað umboðsmann minn að hringja ef eitthvað myndi gerast, en það gerðist ekkert þannig að ég var áfram á Íslandi.“ Hann kunni vel við land, þjóð, rokið og rigninguna. Hentaði það grófum persónuleika hans einkar vel. Endaði hann á að búa hérna í tæpt ár en var atvinnulaus og blásnauður. Hann missti loks húsnæðið. „Það var að koma vetur og heimamenn sögðu mér að ég væri sá eini á allri eyjunni sem byggi í tjaldi. Þeir hjálpuðu mér svo að finna annað húsnæði og ég fékk vinnu sem smiður,“ sagði McCann. „Að lokum fékk ég aftur vinnu sem leikari og náði að koma mér aftur á strik,“ sagði McCann. „Allt í einu er verið að keyra mig um í drossíu og ég kominn í bestu þáttaröð heims. Þetta sýnir hvernig örlögin geta breyst. Ótrúlegt.“ Eins og flestir vita voru mörg atriði þáttanna tekin upp á Íslandi, á Þingvöllum, Snæfellsjökli, við Mývatn, Jökulsárlón, Reynisfjöru og víðar. „Ég náði að fara aftur til Íslands og borga bókasafnsskuldirnar mínar.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Game of Thrones Íslandsvinir Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira