Páll Óskar tók til eftir sjálfan sig eftir fimm tíma ball Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2019 10:45 Ellefu hundrað manns skemmtu sér konunglega á fimm tíma balli Páls Óskars í Boganum á Akureyri á laugardagskvöld. Þórsarar stóðu fyrir ballinu sem markaði lokapunktinn á árlegu Pollamóti þeirra í Þorpinu þar sem karlmenn eldri en 28 ára og konur yfir tvítugu kepptu í fótbolta bæði föstudag og laugardag. Þeir sem hafa skellt sér á Pallaball í gegnum tíðina þekkja fasta liði. Allar hendur upp í loft og konfettísprengjur. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila innanhúss á gervigrasvelli,“ segir Páll Óskar í samtali við Vísi. Hann segir að einstaklega vel hafi verið að öllu staðið, plötur lagðar á grasið til að verja það og gera fólki kleyft að dansa undir dynjandi tónlistinni. Skipuleggjendur höfðu orð á því við Pál Óskar að þeir hefðu áhyggjur af þrifum eftir konfettísprengjurnar. „Ég sagði þeim að rétta mér sóp og ég þreif salinn sjálfur,“ segir Páll Óskar. „Sólrún Diego er komin með samkeppni!“ Páll Óskar segist hafa heyrt endurtekið af því að vertar og ballhaldarar kvarti undan veseni sem fylgi því að þrífa upp konfettíið. „Það er það ekki baun,“ segir Páll Óskar. Ballinu hafi verið lokið klukkan fjögur og klukkustund síðar hafi ekki séð á salnum. Aðspurður hvort kropparnir á dansgólfinu hafi ekki verið frekar stífir og stirrðir eftir boltaspark segir Páll Óskar það öðru nær. „Þetta var eins 'smooth' og 'bjútífúl' og hægt var,“ segir Páll Óskar. Hann hafi fundið það á fólki hve brjálað líf var í bænum. Engin furða enda fjölmennasta N1 mótið frá upphafi á KA-svæðinu sem lauk sömuleiðis á laugardaginn. „Þetta er með því stærra sem ég hef komist í!“ Akureyri Næturlíf Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Ellefu hundrað manns skemmtu sér konunglega á fimm tíma balli Páls Óskars í Boganum á Akureyri á laugardagskvöld. Þórsarar stóðu fyrir ballinu sem markaði lokapunktinn á árlegu Pollamóti þeirra í Þorpinu þar sem karlmenn eldri en 28 ára og konur yfir tvítugu kepptu í fótbolta bæði föstudag og laugardag. Þeir sem hafa skellt sér á Pallaball í gegnum tíðina þekkja fasta liði. Allar hendur upp í loft og konfettísprengjur. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila innanhúss á gervigrasvelli,“ segir Páll Óskar í samtali við Vísi. Hann segir að einstaklega vel hafi verið að öllu staðið, plötur lagðar á grasið til að verja það og gera fólki kleyft að dansa undir dynjandi tónlistinni. Skipuleggjendur höfðu orð á því við Pál Óskar að þeir hefðu áhyggjur af þrifum eftir konfettísprengjurnar. „Ég sagði þeim að rétta mér sóp og ég þreif salinn sjálfur,“ segir Páll Óskar. „Sólrún Diego er komin með samkeppni!“ Páll Óskar segist hafa heyrt endurtekið af því að vertar og ballhaldarar kvarti undan veseni sem fylgi því að þrífa upp konfettíið. „Það er það ekki baun,“ segir Páll Óskar. Ballinu hafi verið lokið klukkan fjögur og klukkustund síðar hafi ekki séð á salnum. Aðspurður hvort kropparnir á dansgólfinu hafi ekki verið frekar stífir og stirrðir eftir boltaspark segir Páll Óskar það öðru nær. „Þetta var eins 'smooth' og 'bjútífúl' og hægt var,“ segir Páll Óskar. Hann hafi fundið það á fólki hve brjálað líf var í bænum. Engin furða enda fjölmennasta N1 mótið frá upphafi á KA-svæðinu sem lauk sömuleiðis á laugardaginn. „Þetta er með því stærra sem ég hef komist í!“
Akureyri Næturlíf Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira