Þórhildur, hin umdeilda dóttir Andra, gerði sig enn og aftur gildandi í umræðunni og þá bundu margir vonir við að Ásgeir, lögreglumaðurinn ástsæli, myndi snúa aftur.
Hér að neðan má nálgast nokkur tíst um lokaþátt Ófærðar 2.
Höskuldarviðvörun: Þeim sem hafa ekki horf á lokaþátt Ófærðar og vilja alls ekki vita neitt um örlög Andra og annarra bæjarbúa í litla bænum á landsbyggðinni er ráðlagt að hætta lestri.
.
.
.
.
.
Það er búið að vara þig við.
.
.
.
.
.
.
HOLY GUACAMOLE. ÞETTA VARÐ AÐ HRYLLINGSSERÍU REAL QUICK. #ófærð
— Logi Pedro (@logipedro101) February 24, 2019
Hvað varð um Stein Ármann? #ofærð
— Höddi Magg (@HoddiMagnusson) February 24, 2019
Stefán drap kannski þrjár manneskjur, en hann hefur sterkar skoðanir á keðjuábyrgð á vinnumarkaði, svo þetta jafnast nú að mestu út. #ófærð
— Stefán Pálsson (@Stebbip) February 24, 2019
“Hinrika, ég er að hugsa um að elda í kvöld..”
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) February 24, 2019
-“Æ veistu Bárður ég held það sé ekki góð hugmynd.”
Voðalega er hart sótt að eldamennskuhæfileikum Bárðar, grey kallinn. Það var sveppasúpa frá Knorr á boðstólum, erfitt að klúðra því
#Ófærð
Andri er semsagt að stjórna leit að mannræningja dóttur sinnar. Sömu dóttur og var með bæði síma og peninga sem voru sönnunargögn í máli sem hann var líka að rannsaka. Þetta verður algjört disaster dómsmál. #ófærð
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 24, 2019
"Heyrðu Andri, sérsveitin er komin til að sjá um þetta"
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 24, 2019
"þetta er dóttir mín"
"Já ok, þá er best að þú farir bara einn inn"#ófærð
“Hvar er Þórhildur?”
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) February 24, 2019
-“Hún er á öruggum stað.”
aaa þetta er gáta.
hún er í Brimborg.
Öruggum stað til að vera á.#Ófærð
“Þórhildur er uppáhalds karakterinn minn” - dóttir mín var að skrifa sig út út erfðaskránni minni rétt í þessu. #Ófærð
— Viktoría Hermannsdóttir (@Viktoriaherm) February 24, 2019
Hún nær að vera óþolandi líka eftir að það er búið að ræna henni. Þvílíkur hæfileiki #ófærð
— Kristrún Emilía (@KristrunEmilia) February 24, 2019
Ég lít á þetta rán á Þórhildi sem hreina og klára samfélagsþjónustu #Ófærð
— Jón Heiðar (@Jonheidar) February 24, 2019
Hef ekki trú á að nokkur maður höndli yfir hálftíma bílferð með Þórhildi #ófærð
— Birgitta Sigursteins (@birgittasig) February 24, 2019
Grey Ásgeir. Búinn að vera í himnaríki í sólarhring max og þá mætir Þórhildur #ófærð
— $ (@SveinnKjarval) February 24, 2019
ég held í vonina að þau nái að tjasla saman Ásgeir með einhveskonar fiskiroði og að hann komi sterkur inn í lokin #ófærð
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) February 24, 2019
Brunasár ráðherrans voru miklu dýpri en Ásgeirs og þau sjást varla nokkrum dögum seinna. Ásgeir verður kominn aftur í vinnuna eftir hádegi. #ófærð
— $ (@SveinnKjarval) February 24, 2019
Sennilega á Ásgeir líka tvíburabróður ófærð3 #Ófærð
— G. Pétur Matthíasson (@gpetur) February 24, 2019