HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2019 17:31 Eyjólfur Guðmundsson, rektor við Háskólann á Akureyri. Háskólinn á Akureyri Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. Háskólaráð hafi svo komist að þeirri niðurstöðu nýlega að pláss í skólanum væri ekki nægjanlegt. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs við HA, segir í samtali við Vísi að um misskilning sé að ræða. Hún ræddi við blaðamann og sendi honum svarbréf sem nemendur í lögreglufræðum fengu sent með umsókn sinni þar sem þeir voru boðnir velkomnir í námið. Þar segir: „Fjöldi nemenda sem halda áfram námi á vormisseri 1. árs (starfsnám) er takmarkaður. (…). Þeir nemar sem komast ekki inn í starfsnám hafa tækifæri til þess að sækja um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs á vormisseri ef námspláss leyfir. Viðkomandi er jafnframt frjálst að reyna aftur að komast inn í starfsnámið seinna.“Bréf sem nemendur fengu sent eftir skráningu.Nemendur í lögreglunáminu sem Vísir ræddi við fyrr í dag vísuðu í bréf sem þeim barst síðastliðið sumar um upplýsingar um námið. Þar var fyrirkomulag námsins útskýrt, meðal annars að takmarkaður fjöldi nema kæmist í starfsnám. „Þeir sem einhverja hluta vegna eru ekki valdir, að því gefnu að þeir standist þau skilyrði er sett eru í lögreglulögum, geta haldið áfram við nám í lögreglufræðum og sótt um aftur að ári liðnu,“ sagði í bréfinu. Einn nemandi segist sömuleiðis hafa fengið þær upplýsingar frá kennurum á nýnemadögum að það mætti halda áfram í bóklegu námi svo lengi sem bóklegar einkunnir stæðust kröfur. Nemendur hafi sumir hverjir gengið frá leigusamningi fram á vor.Stöðug fjölgun hefur orðið á nemendum við Háskólann á Akureyri. Þeim hefur fjölgað um 50 prósent á fimm árum.Katrín segir tilhögun þessa ekki nýja af nálinni og fylgi fordæmi hjúkrunarfræðinnar þar sem einungis 55 nemar komast áfram á vormisseri eftir samkeppnispróf um áramót. Það sama gildi um sálfræðina þar sem 85 komast áfram á vormisseri. Hægt hafi verið að sækja um 180 ECTS eininga BA nám í lögreglu- og löggæslufræðum við HA á árunum 2017/18 og 2018/19. Fyrir innritun 2019/20 hafi hins vegar verið hætt með BA námið og það aðeins aðgengilegt fyrir þá sem lokið höfðu diplómagráðunni og þar með talið starfsnáminu hjá MSL. „Ástæðan fyrir því að hætt var með BA námið var að samningur menntamálaráðuneytisins og HA um nám í lögreglufræðum dekkaði aðeins diplómanámið. HA hafði því á eigin kostnað boðið upp á BA námið, sem greip þá sem ekki komust áfram út af fjöldatakmörkunum í starfsnámið. Vegna mikillar aðsóknar í HA í heild sinni þurfti því að bregðast við og var meðal annarra aðgerða BA námið aðeins gert aðgengilegt þeim sem lokið hafa diplómanámi fyrir verðandi og starfandi lögreglumenn. Samtímis var farið í víðtækar aðgangstakmarkanir í HA og loks ákvörðun háskólaráðs að nemendur sem ekki komast í gegnum fjöldatakmarkanir geti skráð sig í annað nám.“ Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Sjá meira
Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. Háskólaráð hafi svo komist að þeirri niðurstöðu nýlega að pláss í skólanum væri ekki nægjanlegt. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs við HA, segir í samtali við Vísi að um misskilning sé að ræða. Hún ræddi við blaðamann og sendi honum svarbréf sem nemendur í lögreglufræðum fengu sent með umsókn sinni þar sem þeir voru boðnir velkomnir í námið. Þar segir: „Fjöldi nemenda sem halda áfram námi á vormisseri 1. árs (starfsnám) er takmarkaður. (…). Þeir nemar sem komast ekki inn í starfsnám hafa tækifæri til þess að sækja um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs á vormisseri ef námspláss leyfir. Viðkomandi er jafnframt frjálst að reyna aftur að komast inn í starfsnámið seinna.“Bréf sem nemendur fengu sent eftir skráningu.Nemendur í lögreglunáminu sem Vísir ræddi við fyrr í dag vísuðu í bréf sem þeim barst síðastliðið sumar um upplýsingar um námið. Þar var fyrirkomulag námsins útskýrt, meðal annars að takmarkaður fjöldi nema kæmist í starfsnám. „Þeir sem einhverja hluta vegna eru ekki valdir, að því gefnu að þeir standist þau skilyrði er sett eru í lögreglulögum, geta haldið áfram við nám í lögreglufræðum og sótt um aftur að ári liðnu,“ sagði í bréfinu. Einn nemandi segist sömuleiðis hafa fengið þær upplýsingar frá kennurum á nýnemadögum að það mætti halda áfram í bóklegu námi svo lengi sem bóklegar einkunnir stæðust kröfur. Nemendur hafi sumir hverjir gengið frá leigusamningi fram á vor.Stöðug fjölgun hefur orðið á nemendum við Háskólann á Akureyri. Þeim hefur fjölgað um 50 prósent á fimm árum.Katrín segir tilhögun þessa ekki nýja af nálinni og fylgi fordæmi hjúkrunarfræðinnar þar sem einungis 55 nemar komast áfram á vormisseri eftir samkeppnispróf um áramót. Það sama gildi um sálfræðina þar sem 85 komast áfram á vormisseri. Hægt hafi verið að sækja um 180 ECTS eininga BA nám í lögreglu- og löggæslufræðum við HA á árunum 2017/18 og 2018/19. Fyrir innritun 2019/20 hafi hins vegar verið hætt með BA námið og það aðeins aðgengilegt fyrir þá sem lokið höfðu diplómagráðunni og þar með talið starfsnáminu hjá MSL. „Ástæðan fyrir því að hætt var með BA námið var að samningur menntamálaráðuneytisins og HA um nám í lögreglufræðum dekkaði aðeins diplómanámið. HA hafði því á eigin kostnað boðið upp á BA námið, sem greip þá sem ekki komust áfram út af fjöldatakmörkunum í starfsnámið. Vegna mikillar aðsóknar í HA í heild sinni þurfti því að bregðast við og var meðal annarra aðgerða BA námið aðeins gert aðgengilegt þeim sem lokið hafa diplómanámi fyrir verðandi og starfandi lögreglumenn. Samtímis var farið í víðtækar aðgangstakmarkanir í HA og loks ákvörðun háskólaráðs að nemendur sem ekki komast í gegnum fjöldatakmarkanir geti skráð sig í annað nám.“
Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Sjá meira