Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2019 13:34 Sýnt var beint frá flugtakinu á Vísi í morgun. Kvikmyndatökumaðurinn Arnar Halldórsson sést hér mynda vélina í flugtaksbruninu en myndskeið hans má sjá hér fyrir neðan. Meira verður sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/KMU. Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft.Sjá einnig frétt Stöðvar 2: MAX-vél Icelandair flýgur í fyrsta sinn frá því í mars Tilgangurinn er að forða þeim frá íslenskum vetrarveðrum og ferja þær til geymslu í hentugra loftslagi þar til flugmálayfirvöld aflétta kyrrsetningunni.MAX-þotan Mývatn í flugtaksbruninu í morgun.Vísir/KMU.Fyrri vélin, sem ber heitið Mývatn, hóf sig til flugs skömmu eftir klukkan níu. Til stóð á seinni vélin, Búlandstindur, færi í loftið fimmtán mínútum síðar en brottför hennar tafðist í rúmar tvær stundir, til klukkan hálftólf. Fyrri vélin var á sama tíma komin í aðflug að Shannon-flugvelli á Írlandi þar sem hún lenti um fimmtán mínútum fyrir tólf. Þar var gert ráð fyrir 45 mínútna eldsneytisstoppi áður en för yrði haldið áfram til Lleida-flugvallar í Katalóníu, um 160 kílómetra norðvestur af Barcelona.MAX-vélarnar tvær við flugskýli Icelandair við sólarupprás í morgun. Mývatn er fjær en Búlandstindur nær.Vísir/KMU.Undir venjulegum kringumstæðum hefði ekki þurft slíka milliendingu. Flug vélanna er hins vegar háð margvíslegum takmörkunum, eins og lægri flughæð og minni flughraða en venjulega, sem eykur verulega eldsneytiseyðslu. Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson fljúga Mývatni en Búlandstindi fljúga þeir Kári Kárason og Franz Ploder. Nánar verður fjallað um flug MAX-vélanna í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Hér má sjá flugtak Mývatns í morgun: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft.Sjá einnig frétt Stöðvar 2: MAX-vél Icelandair flýgur í fyrsta sinn frá því í mars Tilgangurinn er að forða þeim frá íslenskum vetrarveðrum og ferja þær til geymslu í hentugra loftslagi þar til flugmálayfirvöld aflétta kyrrsetningunni.MAX-þotan Mývatn í flugtaksbruninu í morgun.Vísir/KMU.Fyrri vélin, sem ber heitið Mývatn, hóf sig til flugs skömmu eftir klukkan níu. Til stóð á seinni vélin, Búlandstindur, færi í loftið fimmtán mínútum síðar en brottför hennar tafðist í rúmar tvær stundir, til klukkan hálftólf. Fyrri vélin var á sama tíma komin í aðflug að Shannon-flugvelli á Írlandi þar sem hún lenti um fimmtán mínútum fyrir tólf. Þar var gert ráð fyrir 45 mínútna eldsneytisstoppi áður en för yrði haldið áfram til Lleida-flugvallar í Katalóníu, um 160 kílómetra norðvestur af Barcelona.MAX-vélarnar tvær við flugskýli Icelandair við sólarupprás í morgun. Mývatn er fjær en Búlandstindur nær.Vísir/KMU.Undir venjulegum kringumstæðum hefði ekki þurft slíka milliendingu. Flug vélanna er hins vegar háð margvíslegum takmörkunum, eins og lægri flughæð og minni flughraða en venjulega, sem eykur verulega eldsneytiseyðslu. Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson fljúga Mývatni en Búlandstindi fljúga þeir Kári Kárason og Franz Ploder. Nánar verður fjallað um flug MAX-vélanna í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Hér má sjá flugtak Mývatns í morgun:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00
Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00