Slökkviliðsmenn gengu af göflunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. ágúst 2019 11:25 Slökkviliðsmennirnir sex sem gengu af göflunum og bílstjórarnir sem fylgdu þeim yfir hálendið. Hlaupið tók þrjá daga. Vísir/Jóhann K. Sex slökkviliðsmenn sem síðustu þrjá daga hefur hlaupið þvert yfir Ísland, frá Akureyri til Selfoss, luku ætlunarverki sínu nú á tólfta tímanum. Með verkefninu safna þeir fyrir hitakassa á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Vegalengdin sem slökkviliðsmennirnir hafa hlaupið er um 340 kílómetrar og var farið yfir Sprengisand. Verkefnið gengur undir nafninu gengið af göflunum og leggja slökkviliðsmennirnir Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri lið með söfnun en fyrir tveimur árum söfnuðust ein komma tvær milljónir fyrir ferðafóstru, sem er gjörgæslueining fyrir nýbura og fyrirbura. Þá gengu slökkviliðsmenn Eyjafjarðarhringinn, 30 kílómetra, í fullum slökkviliðsskrúða.Hópur slökkviliðs,- lögreglu, sjúkfraflutninga-, og björgunarsveitarmanna tóku á móti hlaupahópnum og fylgdi þeim síðasta spölinn að Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.Vísir/Jóhann K.Strembið að köflum Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu er einn þeirra sem hefur tekið þátt í hlaupinu. „Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Viðrað vel á okkur. Jú, jú strembið að köflum en gengið afskaplega vel og afskaplega gott að fá hlýjar kveðjur og mikinn stuðning sérstaklega núna seinni part hlaupaleiðarinnar en við erum bara mikið sáttir við verkefnið,“ segir Ingvar.Helstu áskoranir á leiðinni?„Það voru grófir steinar og þvottabretti uppi á hálendinu. Mikil hækkun upp úr Eyjafirðinum, hún var líka mjög erfið,“ segir Ingvar. Slökkviliðsmennirnir sem tóku þátt koma frá Slökkviliði Akureyrar, Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Brunavörnum Árnessýslu. Þeir hafa skipt hlaupinu á milli sín í einskonar boðhlaupi yfir hálendið en þegar komið var niður á Suðurlandsveg tóku kollegar þeirra á móti þeim á slökkviliðs-, lögreglu, sjúkra-, og björgunarsveitarbílum og fylgdu þeim síðasta spölinn.Hvernig er að sjá endatakmarkið? Það er örstutt eftir.„Það er dásamlegt. Það er auðvitað búið að veita okkur mikla orku í lokin að við erum alvega að koma og við heyrum að það eru góðar móttökur á Selfossi. Hlökkum til að hitta góða félaga. Brunavarnir Árnessýslu eru búnir að taka vel á móti okkur og fylgja okkur frá Skeiðaafleggjaranum,“ segir Ingvar.Hvernig er að eyða Verslunarmannahelginni í þetta?„Það er dásamlegt. Auðvitað væri maður til í að vera meira með fjölskyldunni en hún tekur á móti manni á eftir og það verður alveg frábært að hitta þau. Maður hendir sér kannski einhvern tímann í sófann og tekur smá hvíld, annars er bara frábært að eyða helginni í svona frábært verkefni,“ segir Ingvar. Akureyri Árborg Björgunarsveitir Lögreglan Slökkvilið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Sjá meira
Sex slökkviliðsmenn sem síðustu þrjá daga hefur hlaupið þvert yfir Ísland, frá Akureyri til Selfoss, luku ætlunarverki sínu nú á tólfta tímanum. Með verkefninu safna þeir fyrir hitakassa á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Vegalengdin sem slökkviliðsmennirnir hafa hlaupið er um 340 kílómetrar og var farið yfir Sprengisand. Verkefnið gengur undir nafninu gengið af göflunum og leggja slökkviliðsmennirnir Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri lið með söfnun en fyrir tveimur árum söfnuðust ein komma tvær milljónir fyrir ferðafóstru, sem er gjörgæslueining fyrir nýbura og fyrirbura. Þá gengu slökkviliðsmenn Eyjafjarðarhringinn, 30 kílómetra, í fullum slökkviliðsskrúða.Hópur slökkviliðs,- lögreglu, sjúkfraflutninga-, og björgunarsveitarmanna tóku á móti hlaupahópnum og fylgdi þeim síðasta spölinn að Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.Vísir/Jóhann K.Strembið að köflum Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu er einn þeirra sem hefur tekið þátt í hlaupinu. „Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Viðrað vel á okkur. Jú, jú strembið að köflum en gengið afskaplega vel og afskaplega gott að fá hlýjar kveðjur og mikinn stuðning sérstaklega núna seinni part hlaupaleiðarinnar en við erum bara mikið sáttir við verkefnið,“ segir Ingvar.Helstu áskoranir á leiðinni?„Það voru grófir steinar og þvottabretti uppi á hálendinu. Mikil hækkun upp úr Eyjafirðinum, hún var líka mjög erfið,“ segir Ingvar. Slökkviliðsmennirnir sem tóku þátt koma frá Slökkviliði Akureyrar, Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Brunavörnum Árnessýslu. Þeir hafa skipt hlaupinu á milli sín í einskonar boðhlaupi yfir hálendið en þegar komið var niður á Suðurlandsveg tóku kollegar þeirra á móti þeim á slökkviliðs-, lögreglu, sjúkra-, og björgunarsveitarbílum og fylgdu þeim síðasta spölinn.Hvernig er að sjá endatakmarkið? Það er örstutt eftir.„Það er dásamlegt. Það er auðvitað búið að veita okkur mikla orku í lokin að við erum alvega að koma og við heyrum að það eru góðar móttökur á Selfossi. Hlökkum til að hitta góða félaga. Brunavarnir Árnessýslu eru búnir að taka vel á móti okkur og fylgja okkur frá Skeiðaafleggjaranum,“ segir Ingvar.Hvernig er að eyða Verslunarmannahelginni í þetta?„Það er dásamlegt. Auðvitað væri maður til í að vera meira með fjölskyldunni en hún tekur á móti manni á eftir og það verður alveg frábært að hitta þau. Maður hendir sér kannski einhvern tímann í sófann og tekur smá hvíld, annars er bara frábært að eyða helginni í svona frábært verkefni,“ segir Ingvar.
Akureyri Árborg Björgunarsveitir Lögreglan Slökkvilið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Sjá meira