Biður fólk að bera ekki rangar sakir á starfsmenn sína eftir atvik á róluvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2019 21:08 Maðurinn reyndist starfsmaður EFLU og staddur á leiksvæðinu við öryggisúttekt á búnaði og lóð. Vísir/vilhelm Verkfræðistofan EFLA biðlar til fólks að bera ekki rangar sakir á saklausa starfsmenn sína, sem sinni venjubundnum úttektum á stofnanalóðum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá EFLU sem send er út vegna umræðu um myndatökur starfsmanns fyrirtækisins í hverfishópi á Facebook í dag. Fjallað var um málið á vef DV en þar er vísað í mynd af karlmanni sem birt var í Facebook-hópi íbúa Langholtshverfis. Kona sem deilir myndinni sagðist hafa komið auga á manninn á Drekaróluvelli við Drekavog í morgun og séð hann taka myndir. Þá hafi hann m.a. gert sig líklegan til að taka mynd af fimm ára gömlum dóttursyni hennar. Konan kvað manninn hafa sagst vera á leikvellinum að taka út leiktæki fyrir Reykjavíkurborg. Enginn hjá borginni hafi hins vegar kannast við manninn þegar konan grennslaðist fyrir um hann og sagðist hún því hafa hringt á lögregluna. Varaði hún íbúa Langholtshverfis jafnframt við manninum. Þá var færslunni deilt áfram í hópinn Mæðratips á Facebook og maðurinn þar sagður „barnaperri“. Síðar kom þó í ljós að maðurinn var starfsmaður EFLU og staddur á leiksvæðinu við öryggisúttekt á búnaði og lóð. DV greinir jafnframt frá því að starfsmaðurinn hafi svarað konunni í hverfishópnum og hafnað því að hafa verið að taka mynd af barninu, auk þess sem hann kvaðst hafa sýnt henni gögn sem skýrðu veru hans á leikvellinum. Í yfirlýsingu EFLU segir jafnframt að við þessar úttektir séu aldrei teknar myndir af notendum svæðanna, hvorki börnum né fullorðnum. Þá kveði verklagsreglur EFLU á um að starfsmenn í úttektum skuli ávallt klæðast merktum fatnaði, sem viðkomandi starfsmaður hafi gert við úttektina í morgun. „EFLA harmar mjög að umræðan skuli hafi farið í þennan farveg. Þó að vissulega sé alltaf gott að hafa varann á sér gagnvart grunsamlegri hegðun fullorðinna á leikvöllum þá biður EFLA fólk einnig um að gæta þess að bera ekki í fljótfærni rangar sakir á saklausa einstaklinga í umræðum á Facebook. Oft getur einfaldlega verið um að ræða fólk að sinna starfi sínu,“ segir í yfirlýsingunni.Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Skipulag Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Verkfræðistofan EFLA biðlar til fólks að bera ekki rangar sakir á saklausa starfsmenn sína, sem sinni venjubundnum úttektum á stofnanalóðum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá EFLU sem send er út vegna umræðu um myndatökur starfsmanns fyrirtækisins í hverfishópi á Facebook í dag. Fjallað var um málið á vef DV en þar er vísað í mynd af karlmanni sem birt var í Facebook-hópi íbúa Langholtshverfis. Kona sem deilir myndinni sagðist hafa komið auga á manninn á Drekaróluvelli við Drekavog í morgun og séð hann taka myndir. Þá hafi hann m.a. gert sig líklegan til að taka mynd af fimm ára gömlum dóttursyni hennar. Konan kvað manninn hafa sagst vera á leikvellinum að taka út leiktæki fyrir Reykjavíkurborg. Enginn hjá borginni hafi hins vegar kannast við manninn þegar konan grennslaðist fyrir um hann og sagðist hún því hafa hringt á lögregluna. Varaði hún íbúa Langholtshverfis jafnframt við manninum. Þá var færslunni deilt áfram í hópinn Mæðratips á Facebook og maðurinn þar sagður „barnaperri“. Síðar kom þó í ljós að maðurinn var starfsmaður EFLU og staddur á leiksvæðinu við öryggisúttekt á búnaði og lóð. DV greinir jafnframt frá því að starfsmaðurinn hafi svarað konunni í hverfishópnum og hafnað því að hafa verið að taka mynd af barninu, auk þess sem hann kvaðst hafa sýnt henni gögn sem skýrðu veru hans á leikvellinum. Í yfirlýsingu EFLU segir jafnframt að við þessar úttektir séu aldrei teknar myndir af notendum svæðanna, hvorki börnum né fullorðnum. Þá kveði verklagsreglur EFLU á um að starfsmenn í úttektum skuli ávallt klæðast merktum fatnaði, sem viðkomandi starfsmaður hafi gert við úttektina í morgun. „EFLA harmar mjög að umræðan skuli hafi farið í þennan farveg. Þó að vissulega sé alltaf gott að hafa varann á sér gagnvart grunsamlegri hegðun fullorðinna á leikvöllum þá biður EFLA fólk einnig um að gæta þess að bera ekki í fljótfærni rangar sakir á saklausa einstaklinga í umræðum á Facebook. Oft getur einfaldlega verið um að ræða fólk að sinna starfi sínu,“ segir í yfirlýsingunni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira