Verið er að loka veginum yfir Hellisheiði meðan bíll er fjarlægður af svæðinu. Búist er við að lokunin standi eitthvað fram yfir hádegi að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Bendir Vegagerðin vegfarendum á Þrengslin á með heiðin er lokuð.
Olíuflutningabíll frá Skeljungi fór út af á Hellisheiði rétt fyrir klukkan níu í morgun. Um borð voru 40.000 lítrar af olíu sem ætlaðir voru til dreifingar á Suðurlandi en engin slys urðu á fólki og enginn leki hefur komið frá bílnum.
Er unnið að því með lögreglu og slökkviliði að dæla olíunni af bílnum og fjarlægja hann svo af vettvangi á heiðinni og segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs, í samtali við Vísi að það gangi allt samkvæmt áætlun.
Hellisheiðin lokuð

Tengdar fréttir

Olíuflutningabíll fór út af á Hellisheiði
Olíuflutningabíll fór út af á Hellisheiði rétt fyrir klukkan níu í morgun. Engin slys urðu á fólki né leki frá bílnum en um borð eru 40.000 lítrar af olíu.