Hringvegurinn loksins kláraður en með hjálp leiðarbreytingar Kristján Már Unnarsson skrifar 1. ágúst 2019 23:34 Nýja brúin yfir Berufjörð hefur nú verið tekin í notkun. Með henni hvarf síðasti malarkafli hringvegarins. Vísir/Stöð 2 Loksins er hægt að komast allan hringinn á bundnu slitlagi. Þessi þáttaskil urðu í samgöngumálum þjóðarinnar þegar umferð var hleypt á nýjan veg í botni Berufjarðar, sem tilkynnt var um í morgun. Þessi áfangi náðist þó talsvert seinna en væntingar voru um í árdaga Stöðvar 2 en þá voru menn að gera sér vonir um að malbikun hringvegarins lyki fyrir aldamót. Nítján árum síðar er verkið loksins í höfn.Vegurinn um Breiðdal og Breiðdalsheiði er enn ómalbikaður. Þessi 24 kílómetra malarkafli var hins vegar felldur út sem hluti hringvegarins með leiðarbreytingu fyrir tveimur árum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það væru raunar ennþá eftir 24 kílómetrar af malarvegi á hringveginum um Austurland ef samgönguyfirvöld hefðu ekki gripið til þeirrar kerfisbreytingar fyrir tveimur árum að færa hringveginn á kaflanum milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur, með því að láta hann liggja um Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð, í stað Breiðdalsheiðar.Rauði leggurinn sýnir vegarkaflann milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur sem missti þjóðveganúmer 1 í nóvember 2017. Gula línan sýnir hringveginn eftir breytinguna.Grafík/Guðmundur Björnsson.Opnun brúarinnar yfir Berufjörð er samt sem áður einhver stærstu tímamót í samgöngumálum landsins frá því hringvegurinn opnaðist árið 1974. Nú, 45 árum síðar, er loksins hægt að aka allan hringinn á bundnu slitlagi, en í ofanálag styttist hringvegurinn um þrjá kílómetra með nýju brúnni. Herlegheitunum á svo að fagna með borðaklippingu þann 14. ágúst næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Djúpivogur Samgöngur Tímamót Tengdar fréttir Hringvegurinn lengist um tíu kílómetra í nótt Hringvegurinn lengist á miðnætti um tíu kílómetra en á sama tíma styttast malarkaflar hans um 24 kílómetra, allt vegna númerabreytingar á Austurlandi. 10. nóvember 2017 20:57 Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37 Hringvegurinn mun liggja um firðina í stað Breiðdalsheiðar Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í dag. 29. september 2017 18:17 Hringvegurinn klárast ekki næsta áratuginn Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. 1. desember 2011 19:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Loksins er hægt að komast allan hringinn á bundnu slitlagi. Þessi þáttaskil urðu í samgöngumálum þjóðarinnar þegar umferð var hleypt á nýjan veg í botni Berufjarðar, sem tilkynnt var um í morgun. Þessi áfangi náðist þó talsvert seinna en væntingar voru um í árdaga Stöðvar 2 en þá voru menn að gera sér vonir um að malbikun hringvegarins lyki fyrir aldamót. Nítján árum síðar er verkið loksins í höfn.Vegurinn um Breiðdal og Breiðdalsheiði er enn ómalbikaður. Þessi 24 kílómetra malarkafli var hins vegar felldur út sem hluti hringvegarins með leiðarbreytingu fyrir tveimur árum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það væru raunar ennþá eftir 24 kílómetrar af malarvegi á hringveginum um Austurland ef samgönguyfirvöld hefðu ekki gripið til þeirrar kerfisbreytingar fyrir tveimur árum að færa hringveginn á kaflanum milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur, með því að láta hann liggja um Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð, í stað Breiðdalsheiðar.Rauði leggurinn sýnir vegarkaflann milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur sem missti þjóðveganúmer 1 í nóvember 2017. Gula línan sýnir hringveginn eftir breytinguna.Grafík/Guðmundur Björnsson.Opnun brúarinnar yfir Berufjörð er samt sem áður einhver stærstu tímamót í samgöngumálum landsins frá því hringvegurinn opnaðist árið 1974. Nú, 45 árum síðar, er loksins hægt að aka allan hringinn á bundnu slitlagi, en í ofanálag styttist hringvegurinn um þrjá kílómetra með nýju brúnni. Herlegheitunum á svo að fagna með borðaklippingu þann 14. ágúst næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Djúpivogur Samgöngur Tímamót Tengdar fréttir Hringvegurinn lengist um tíu kílómetra í nótt Hringvegurinn lengist á miðnætti um tíu kílómetra en á sama tíma styttast malarkaflar hans um 24 kílómetra, allt vegna númerabreytingar á Austurlandi. 10. nóvember 2017 20:57 Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37 Hringvegurinn mun liggja um firðina í stað Breiðdalsheiðar Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í dag. 29. september 2017 18:17 Hringvegurinn klárast ekki næsta áratuginn Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. 1. desember 2011 19:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Hringvegurinn lengist um tíu kílómetra í nótt Hringvegurinn lengist á miðnætti um tíu kílómetra en á sama tíma styttast malarkaflar hans um 24 kílómetra, allt vegna númerabreytingar á Austurlandi. 10. nóvember 2017 20:57
Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37
Hringvegurinn mun liggja um firðina í stað Breiðdalsheiðar Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í dag. 29. september 2017 18:17
Hringvegurinn klárast ekki næsta áratuginn Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. 1. desember 2011 19:30