Í samtali við Vísi sagðist Karl Ólafur hafa verið staddur í Austurstræti þegar hann „gekk í flasið“ á Zuckerberg og eiginkonu hans, Priscillu Chan.
Samkvæmt frétt mbl af málinu sást einnig til hjónanna á Þingvöllum fyrr í dag.
Hjónin eiga brúðkaupsafmæli nú um helgina og því mætti telja sennilegt að ferðin sé í tilefni þess.
