„Óþolandi og lítilsvirðing við þingheim“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2019 15:55 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. Skjáskot/Stöð 2 Þingmenn Miðflokksins segja óþolandi hve langan tíma og hve erfitt það getur verið að fá upplýsingar frá ráðuneytum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun sagði umboðsmaður Alþingis að uppræta þurfi tregðu opinberra stofnanna við að veita almenning upplýsingar. Þingmenn eru þar engin undantekning en í pontu Alþingis í dag kvörtuðu báðir þeir Þorsteinn Sæmundsson og Birgir Þórarinsson, þingmenn Miðflokksins, yfir dræmum svörum frá fjármálaráðuneytinu vegna mála sem þeir höfðu kallað eftir upplýsingum um.Sjá einnig: Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar „Eftirlitsskylda þingmanna er gjörsamlega troðin í svaðið og þetta verður ekki þolað herra forseti og nú verðum við að fá forseta í lið með okkur um það að eftirlitsskylda þingmanna sé viðurkennd og hún sé höfð í heiðri,” sagði Þorsteinn undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Kvartaði hann meðal annars yfir seinagangi og tregðu fjármálaráðuneytisins við að veita honum upplýsingar um heildarkostnað Landsvirkjunar varðandi lagningu sæstrengs. Flokksbróðir hans tók í sama streng og hvatti þingheim og þingforseta til þess að taka alvarlega „þessar athugasemdir sem umboðsmaður Alþingis hefur komið á framfæri varðandi þann verulega drátt sem oft vill verða á því að fyrirspurnum alþingismanna sé svarað,” sagði Birgir. „Þetta er eins og háttvirtur þingmaður sagði óþolandi og lítilsvirðing við þingheim." Sagði Þorsteinn Sæmundsson. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók undir áhyggjur þingmannanna. „Forseti hefur heyrt hvað háttvirtir þingmenn segja og deilir áhyggjum með þeim af því að það er of mikill brögð af því að dragist að svara fyrirspurnum,” sagði Steingrímur. Alþingi Miðflokkurinn Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. 9. október 2019 11:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins segja óþolandi hve langan tíma og hve erfitt það getur verið að fá upplýsingar frá ráðuneytum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun sagði umboðsmaður Alþingis að uppræta þurfi tregðu opinberra stofnanna við að veita almenning upplýsingar. Þingmenn eru þar engin undantekning en í pontu Alþingis í dag kvörtuðu báðir þeir Þorsteinn Sæmundsson og Birgir Þórarinsson, þingmenn Miðflokksins, yfir dræmum svörum frá fjármálaráðuneytinu vegna mála sem þeir höfðu kallað eftir upplýsingum um.Sjá einnig: Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar „Eftirlitsskylda þingmanna er gjörsamlega troðin í svaðið og þetta verður ekki þolað herra forseti og nú verðum við að fá forseta í lið með okkur um það að eftirlitsskylda þingmanna sé viðurkennd og hún sé höfð í heiðri,” sagði Þorsteinn undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Kvartaði hann meðal annars yfir seinagangi og tregðu fjármálaráðuneytisins við að veita honum upplýsingar um heildarkostnað Landsvirkjunar varðandi lagningu sæstrengs. Flokksbróðir hans tók í sama streng og hvatti þingheim og þingforseta til þess að taka alvarlega „þessar athugasemdir sem umboðsmaður Alþingis hefur komið á framfæri varðandi þann verulega drátt sem oft vill verða á því að fyrirspurnum alþingismanna sé svarað,” sagði Birgir. „Þetta er eins og háttvirtur þingmaður sagði óþolandi og lítilsvirðing við þingheim." Sagði Þorsteinn Sæmundsson. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók undir áhyggjur þingmannanna. „Forseti hefur heyrt hvað háttvirtir þingmenn segja og deilir áhyggjum með þeim af því að það er of mikill brögð af því að dragist að svara fyrirspurnum,” sagði Steingrímur.
Alþingi Miðflokkurinn Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. 9. október 2019 11:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. 9. október 2019 11:30