Tómas Lemarquis og Ólafur Darri hópfjármagna svarta kómedíu Sylvía Hall skrifar 14. apríl 2019 09:00 Myndin er tekin upp á Íslandi. Skjáskot Hópfjármögnun stendur nú yfir fyrir nýja stuttmynd sem skartar þeim Tómasi Lemarquis og Ólafi Darra Ólafssyni í aðalhlutverkum en myndinni er lýst sem svartri og súrrealískri kómedíu sem sækir innblástur sinn í Jim Henson, Terry Gilliam og Ingmar Bergman. Myndin ber titilinn „The Rock of Ages“ og fjallar um fornan hermann, sem leikinn er af Tómasi, sem kemst í furðuleg kynni við talandi stein en Ólafur Darri fer með hlutverk steinsins. Í lýsingu á vef Indiegogo segir að sagan sé um ofbeldisfullan hermann sem gerir hræðilega hluti í þeirri trú að það muni gera hann ódauðlegan en hlutirnir taka óvænta og grátbroslega stefnu þegar hann kemst í kynni við steininn talandi. Myndin er tekin upp á Íslandi og er hugarfóstur leikstjórans Eron Sheean sem leikstýrði meðal annars myndinni „Errors of the Human Body“ en hann kynntist Tómasi við gerð þeirrar myndar og vildu þeir starfa meira saman.Tómas Lemarquis fer með hlutverk hermannsins í myndinni.Skjáskot„Við áttum langar samræður fram á nótt um það að okkur langaði að gera mynd. Nóttina eftir þessar samræður dreymir hann draum þar sem er talandi steinn sem varð svo hugmyndin að myndinni upphaflega,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Sheean, sem kemur upprunalega frá Ástralíu, fékk mikinn innblástur frá Íslandi og má sjá sterka skírskotun í íslenska sagnahefð í myndinni. Myndin dansar á mörkum hins raunverulega og er erfitt að sjá hvort atburðarásin sé einungis hugarheimur hermannsins eða raunveruleikinn. Mikil vinna hefur verið lögð í gerð myndarinnar og hafa leikmunir verið gerðir sem styrktaraðilar geta eignast gegn styrktarframlagi. Þá geta styrktaraðilar komist á kreditlista myndarinnar fyrir aðeins þriggja punda framlag, sem samsvarar tæplega fimm hundruð íslenskum krónum. Fjármögnun stendur yfir til 18. maí og er stefnan sett á fimmtán þúsund pund, um 2,3 milljónir íslenskra króna, en nú þegar hafa safnast rúmlega fjögur hundruð þúsund krónur.Söfnunina má finna hér. Bíó og sjónvarp Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
Hópfjármögnun stendur nú yfir fyrir nýja stuttmynd sem skartar þeim Tómasi Lemarquis og Ólafi Darra Ólafssyni í aðalhlutverkum en myndinni er lýst sem svartri og súrrealískri kómedíu sem sækir innblástur sinn í Jim Henson, Terry Gilliam og Ingmar Bergman. Myndin ber titilinn „The Rock of Ages“ og fjallar um fornan hermann, sem leikinn er af Tómasi, sem kemst í furðuleg kynni við talandi stein en Ólafur Darri fer með hlutverk steinsins. Í lýsingu á vef Indiegogo segir að sagan sé um ofbeldisfullan hermann sem gerir hræðilega hluti í þeirri trú að það muni gera hann ódauðlegan en hlutirnir taka óvænta og grátbroslega stefnu þegar hann kemst í kynni við steininn talandi. Myndin er tekin upp á Íslandi og er hugarfóstur leikstjórans Eron Sheean sem leikstýrði meðal annars myndinni „Errors of the Human Body“ en hann kynntist Tómasi við gerð þeirrar myndar og vildu þeir starfa meira saman.Tómas Lemarquis fer með hlutverk hermannsins í myndinni.Skjáskot„Við áttum langar samræður fram á nótt um það að okkur langaði að gera mynd. Nóttina eftir þessar samræður dreymir hann draum þar sem er talandi steinn sem varð svo hugmyndin að myndinni upphaflega,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Sheean, sem kemur upprunalega frá Ástralíu, fékk mikinn innblástur frá Íslandi og má sjá sterka skírskotun í íslenska sagnahefð í myndinni. Myndin dansar á mörkum hins raunverulega og er erfitt að sjá hvort atburðarásin sé einungis hugarheimur hermannsins eða raunveruleikinn. Mikil vinna hefur verið lögð í gerð myndarinnar og hafa leikmunir verið gerðir sem styrktaraðilar geta eignast gegn styrktarframlagi. Þá geta styrktaraðilar komist á kreditlista myndarinnar fyrir aðeins þriggja punda framlag, sem samsvarar tæplega fimm hundruð íslenskum krónum. Fjármögnun stendur yfir til 18. maí og er stefnan sett á fimmtán þúsund pund, um 2,3 milljónir íslenskra króna, en nú þegar hafa safnast rúmlega fjögur hundruð þúsund krónur.Söfnunina má finna hér.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira