Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna liðskiptaaðgerða erlendis sjöfaldaðist á þremur árum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2019 20:15 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands telur að boðaðar aðgerðir heilbrigðisyfirvalda muni draga úr þörf á liðskiptaaðgerðum erlendis. Mynd/Stjórnarráðið Sexfalt fleiri Íslendingar fóru í liðskiptaaðgerðir erlendis í fyrra en árið 2016 og kostnaður vegna þeirra ríflega sjöfaldaðist milli tímabila. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að þetta sé mun meira en gert hafi verið ráð fyrir en býst við að aftur muni draga úr fjölguninni vegna boðaðra aðgerða heilbrigðisyfirvalda. Landlæknir skilaði í síðustu viku af sér skýrslu um svonefnt biðlistaátak stjórnvalda eftir liðskiptaaðgerðum sem stóð yfir frá 2016 til 2018. Kannað var hvers vegna það hefði ekki skilað sér í meiri styttingu eftir slíkum aðgerðum. Niðurstaðan var að biðtími sjúklinga hefði styst en væri ennþá langt umfram viðmið. Í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að sé sjúkratryggðum brýn nauðsyn á læknismeðferð erlendis, vegna þess að ekki er unnt að veita honum nauðsynlega aðstoð hér á landi, greiða Sjúkratryggingar Íslands kostnað við meðferðina. Þá er greitt að fullu fargjald hins sjúkratryggða og fylgdarmanns. Loks eru greiddir dagpeningar vegna nauðsynlegs uppihaldskostnaðar sjúkratryggðs erlendis utan sjúkrastofnunar svo og nauðsynlegs uppihaldskostnaðar fylgdarmanns. Frá árinu 2016 hafa slíkar aðgerðir margfaldast en það ár sóttu alls tíu um að fara í slíkar aðgerðir erlendis, þeir voru svo orðnir fjörtíu og fjórir 2017 og nítíu og níu á síðasta ári. Af þeim fóru fjórir í aðgerð 2016, tólf 2017 og 25 á síðasta ári. Heildarkostnaður Sjúkratrygginga Íslands jókst í takt við þetta og fór á þremur árum úr sex milljónum 2016 í ríflega 45 milljónir árið 2018. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að verið sé að vinna í að fjölga aðgerðum hér á landi til að draga úr þessum kostnaði. „Við gerðum ráð fyrir ákveðinni aukningu en þetta er nú heldur meira en það. Það er verið að leita leiða til að fjölga þessum aðgerðum hér heima, auka samvinnu stofnanna og koma á sameiginlegum biðlista og fleiri aðgerðir til að draga úr þessari þörf,“ segir María. Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Sexfalt fleiri Íslendingar fóru í liðskiptaaðgerðir erlendis í fyrra en árið 2016 og kostnaður vegna þeirra ríflega sjöfaldaðist milli tímabila. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að þetta sé mun meira en gert hafi verið ráð fyrir en býst við að aftur muni draga úr fjölguninni vegna boðaðra aðgerða heilbrigðisyfirvalda. Landlæknir skilaði í síðustu viku af sér skýrslu um svonefnt biðlistaátak stjórnvalda eftir liðskiptaaðgerðum sem stóð yfir frá 2016 til 2018. Kannað var hvers vegna það hefði ekki skilað sér í meiri styttingu eftir slíkum aðgerðum. Niðurstaðan var að biðtími sjúklinga hefði styst en væri ennþá langt umfram viðmið. Í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að sé sjúkratryggðum brýn nauðsyn á læknismeðferð erlendis, vegna þess að ekki er unnt að veita honum nauðsynlega aðstoð hér á landi, greiða Sjúkratryggingar Íslands kostnað við meðferðina. Þá er greitt að fullu fargjald hins sjúkratryggða og fylgdarmanns. Loks eru greiddir dagpeningar vegna nauðsynlegs uppihaldskostnaðar sjúkratryggðs erlendis utan sjúkrastofnunar svo og nauðsynlegs uppihaldskostnaðar fylgdarmanns. Frá árinu 2016 hafa slíkar aðgerðir margfaldast en það ár sóttu alls tíu um að fara í slíkar aðgerðir erlendis, þeir voru svo orðnir fjörtíu og fjórir 2017 og nítíu og níu á síðasta ári. Af þeim fóru fjórir í aðgerð 2016, tólf 2017 og 25 á síðasta ári. Heildarkostnaður Sjúkratrygginga Íslands jókst í takt við þetta og fór á þremur árum úr sex milljónum 2016 í ríflega 45 milljónir árið 2018. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að verið sé að vinna í að fjölga aðgerðum hér á landi til að draga úr þessum kostnaði. „Við gerðum ráð fyrir ákveðinni aukningu en þetta er nú heldur meira en það. Það er verið að leita leiða til að fjölga þessum aðgerðum hér heima, auka samvinnu stofnanna og koma á sameiginlegum biðlista og fleiri aðgerðir til að draga úr þessari þörf,“ segir María.
Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira