Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Sighvatur Jónsson skrifar 16. júní 2019 12:49 Um 600 sumarbústaðir eru í Skorradal. Vísir/Bjarni Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal en myndir hafa birst á samfélagsmiðlum af hið minnsta tveimur atvikum. Annars vegar var varðeldur kveiktur á tjaldsvæði og hins vegar í fjöruborði við Skorradalsvatn.Uppfært klukkan 14.33: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Borgarbyggðar reyndist eldur ekki hafa verið kveiktur í fjörunni við Skorradalsvatn. Gufa stígur upp úr vatninu sunnanverðu vegna þess að heitt vatn rennur í vatnið eftir að lögn fór í sundur. Varað hefur verið við hugsanlegum gróðureldum á Vesturlandi vegna langvarandi þurrka. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi. Slökkvilið Borgarbyggðar æfði sérstaklega á föstudagskvöld viðbrögð vegna hugsanlegra gróðurelda. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, er á leið upp í Skorradal ásamt lögreglu til að skoða málið nánar. „Það er enn allt mjög þurrt. Mjög ógnvænlegar myndir sem ég hef verið að fá sendar í morgun þar sem fólk hefur verið að kveikja elda þarna sem er mjög svekkjandi í ljósi allrar umræðunnar og alls sem á undan er gengið.“ „Ég hef fengið myndir af tjaldsvæði þarna þar sem var smá eldur og svo hefur greinilega verið kveiktur eldur niður í fjöru við vatnið. Þetta verður skoðað í samvinnu við lögreglu. Það má líta á þetta sem tilræði við almannaöryggi að haga sér svona. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og það verður farið með þetta lengra,“ segir Þórður.Frá brunaæfingu í Skorradal á föstudagskvöld.Mynd/Ágúst ÁgústssonSérstök bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar yfir helgina vegna þurrkanna. Þórður varaslökkviliðsstjóri segir að bakvaktin verði áfram. Það hafi aukinn kostnað í för með sér fyrir sveitarfélagið. „Hann hleypur sjálfsagt á milljónum yfir mánuðinn. Fyrir svona lítið slökkvilið er þetta gríðarleg kostnaðaraukning. Við megum ekki gleyma því að það eru tugþúsundir í sumarbústöðum hérna.“Sjá einnig: Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna Þórður hvetur fólk til þess að kveikja alls ekki elda í Skorradal. „Alls ekki. Hugsið út í hvað þið eruð að gera.“ Spáð hafði verið rigningu á Vesturlandi á morgun 17. júní. Þórður segir að sú spá sé að breytast. „Það er útlit fyrir það að það verði áfram sama góða blíðan,“ segir Þórður að lokum. Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal en myndir hafa birst á samfélagsmiðlum af hið minnsta tveimur atvikum. Annars vegar var varðeldur kveiktur á tjaldsvæði og hins vegar í fjöruborði við Skorradalsvatn.Uppfært klukkan 14.33: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Borgarbyggðar reyndist eldur ekki hafa verið kveiktur í fjörunni við Skorradalsvatn. Gufa stígur upp úr vatninu sunnanverðu vegna þess að heitt vatn rennur í vatnið eftir að lögn fór í sundur. Varað hefur verið við hugsanlegum gróðureldum á Vesturlandi vegna langvarandi þurrka. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi. Slökkvilið Borgarbyggðar æfði sérstaklega á föstudagskvöld viðbrögð vegna hugsanlegra gróðurelda. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, er á leið upp í Skorradal ásamt lögreglu til að skoða málið nánar. „Það er enn allt mjög þurrt. Mjög ógnvænlegar myndir sem ég hef verið að fá sendar í morgun þar sem fólk hefur verið að kveikja elda þarna sem er mjög svekkjandi í ljósi allrar umræðunnar og alls sem á undan er gengið.“ „Ég hef fengið myndir af tjaldsvæði þarna þar sem var smá eldur og svo hefur greinilega verið kveiktur eldur niður í fjöru við vatnið. Þetta verður skoðað í samvinnu við lögreglu. Það má líta á þetta sem tilræði við almannaöryggi að haga sér svona. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og það verður farið með þetta lengra,“ segir Þórður.Frá brunaæfingu í Skorradal á föstudagskvöld.Mynd/Ágúst ÁgústssonSérstök bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar yfir helgina vegna þurrkanna. Þórður varaslökkviliðsstjóri segir að bakvaktin verði áfram. Það hafi aukinn kostnað í för með sér fyrir sveitarfélagið. „Hann hleypur sjálfsagt á milljónum yfir mánuðinn. Fyrir svona lítið slökkvilið er þetta gríðarleg kostnaðaraukning. Við megum ekki gleyma því að það eru tugþúsundir í sumarbústöðum hérna.“Sjá einnig: Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna Þórður hvetur fólk til þess að kveikja alls ekki elda í Skorradal. „Alls ekki. Hugsið út í hvað þið eruð að gera.“ Spáð hafði verið rigningu á Vesturlandi á morgun 17. júní. Þórður segir að sú spá sé að breytast. „Það er útlit fyrir það að það verði áfram sama góða blíðan,“ segir Þórður að lokum.
Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40
Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24
Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53