Bjarni segist vilja öflugt og sjálfstætt Ríkisútvarp Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2019 09:25 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ræðir hér við Heimi Má Pétursson fréttamann. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins telji að endurskoða þurfi stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði segist hann þó ekki vilja „draga jaxlana“ úr stofnuninni. Hann sé þeirrar skoðunar að þörf sé á sjálfstæðu, öflugu Ríkisútvarpi, sem þó megi ekki verða „langstærsta tréð í skóginum.“ Áður en þingflokkur Sjálfstæðismanna getur fyllilega sætt sig við fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verði hins vegar að líta betur til heildarmyndarinnar á fjölmiðlamarkaði, ekki síst þegar kemur að auglýsingasölu Ríkisútvarpsins. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Benediktssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Farið var um víðan völl í viðtalinu, sem hlusta má á hér að neðan. Staðan á fjölmiðlamarkaði barst í tal, ekki síst vegna fjölmiðlafrumvarps Lilju Alfreðsdóttur sem virðist andvana fætt. Þingflokkur Sjálfstæðismanna hefur ekki viljað lofa stuðningi sínum við frumvarpið, sem kveður á um endurgreiðslur á ritstjórnarkostnaði fyrir alls 400 milljónir króna, ekki síst vegna þess að Sjálfstæðismenn vilja endurskoða stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Auglýsingalaust kostar meira Bjarni lagði enda ríka áherslu á auglýsingasölu stofnunarinnar á Bítinu í morgun. Auglýsingatekjur séu ein af grunnstoðunum í rekstri einkarekinna miðla og sagði hann það skoðun þingflokksins að þessar tekjur verði að „skilja eftir“ fyrir minni miðlana, til að tryggja að þeir tóri. „Ég er ekki að tala um að við þurfum að veikja Ríkisútvarpið,“ sagði Bjarni. „Ég er bara að segja að það er að taka til sín af mikilvægri tekjuuppsprettu frjálsra fjölmiðla, allt of mikið.“ Auglýsingadeild Ríkisútvarpsins taki til sín stóran bita af auglýsingakökunni, með sínum „framsækna hætti“ eins og Bjarni lýsti því. Hann benti á að þessu væri ekki svona farið hjá mörgum ríkismiðlum í nágrannalöndum okkar. Ríkisreknir fjölmiðlar eru víða ekki á auglýsingamarkaði, en fyrir vikið kosta þeir skattborgara meira. „Menn verða einfaldlega horfast í augu við það að ef það á að halda úti þessari starfsemi þá kostar það, það þarf bara að borga þann reikning,“ sagði Bjarni. Vilji Bjarna til að endurskoða auglýsingasölu Ríkisútvarpsins væri þó ekki til marks um það að hann vilji grafa undan stofnuninni, að hans sögn. Það sé aðeins „eðlilegur hluti þeirra breytinga sem þarf að gera“ til að bæta megi heildarmyndina á fjölmiðlamarkaði. Í Efstaleiti er rekin framsækin auglýsingadeild, að sögn fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Nú þegar í samkeppni við samfélagsmiðla „Í því er þó ekki falin nein sérstök ósk um að draga jaxalana úr Ríkisútvarpinu. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum á sjálfstæðu, öflugu Ríkisútvarpi að halda,“ sagði Bjarni og bætti við: „En það má hins vegar ekki vera þannig að það standi eins og langstærsta tréð í skóginum og varpi skugga á allt sem er í kringum sig. Það þarf ekki að vera þannig.“ Frumvarp menntamálaráðherra væri ákveðin „viðleitni“ sem tekur mið af aðferðafræði sem er notuð annars staðar til þess að dreifa takmörkuðum fjármunum til einkarekinna miðla. Frumvarpið hafi teki jákvæðum breytingum að undanförnu, að sögn Bjarna, en heildarmyndin þurfi þó að vera skýrari áður en það muni njóta stuðnings Sjálfstæðismanna. Hann segir jafnframt að stuðningur við fjölmiðla ætti ekki síst að að beinast að þeim sem eru með „stórar fréttastofur og eru á dagsdaglegum grunni að deila fréttum með öllum landsmönnum um allt land. Ef að þessir aðilar eru skildir eftir þá finnst mér við ekki hafa hitt í mark.“ Jafnframt sé ekki tilefni til að óttast það að auglýsingatekjur fari úr landi, hverfi Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Einkareknir miðlar séu nú þegar í samkeppni við auglýsingasölu á samfélagsmiðlum. Viðtalið við Bjarna í heild má nálgast í spilaranum hér að ofan. Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. 7. desember 2019 12:04 „Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Þrátt fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins telji að endurskoða þurfi stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði segist hann þó ekki vilja „draga jaxlana“ úr stofnuninni. Hann sé þeirrar skoðunar að þörf sé á sjálfstæðu, öflugu Ríkisútvarpi, sem þó megi ekki verða „langstærsta tréð í skóginum.“ Áður en þingflokkur Sjálfstæðismanna getur fyllilega sætt sig við fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verði hins vegar að líta betur til heildarmyndarinnar á fjölmiðlamarkaði, ekki síst þegar kemur að auglýsingasölu Ríkisútvarpsins. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Benediktssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Farið var um víðan völl í viðtalinu, sem hlusta má á hér að neðan. Staðan á fjölmiðlamarkaði barst í tal, ekki síst vegna fjölmiðlafrumvarps Lilju Alfreðsdóttur sem virðist andvana fætt. Þingflokkur Sjálfstæðismanna hefur ekki viljað lofa stuðningi sínum við frumvarpið, sem kveður á um endurgreiðslur á ritstjórnarkostnaði fyrir alls 400 milljónir króna, ekki síst vegna þess að Sjálfstæðismenn vilja endurskoða stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Auglýsingalaust kostar meira Bjarni lagði enda ríka áherslu á auglýsingasölu stofnunarinnar á Bítinu í morgun. Auglýsingatekjur séu ein af grunnstoðunum í rekstri einkarekinna miðla og sagði hann það skoðun þingflokksins að þessar tekjur verði að „skilja eftir“ fyrir minni miðlana, til að tryggja að þeir tóri. „Ég er ekki að tala um að við þurfum að veikja Ríkisútvarpið,“ sagði Bjarni. „Ég er bara að segja að það er að taka til sín af mikilvægri tekjuuppsprettu frjálsra fjölmiðla, allt of mikið.“ Auglýsingadeild Ríkisútvarpsins taki til sín stóran bita af auglýsingakökunni, með sínum „framsækna hætti“ eins og Bjarni lýsti því. Hann benti á að þessu væri ekki svona farið hjá mörgum ríkismiðlum í nágrannalöndum okkar. Ríkisreknir fjölmiðlar eru víða ekki á auglýsingamarkaði, en fyrir vikið kosta þeir skattborgara meira. „Menn verða einfaldlega horfast í augu við það að ef það á að halda úti þessari starfsemi þá kostar það, það þarf bara að borga þann reikning,“ sagði Bjarni. Vilji Bjarna til að endurskoða auglýsingasölu Ríkisútvarpsins væri þó ekki til marks um það að hann vilji grafa undan stofnuninni, að hans sögn. Það sé aðeins „eðlilegur hluti þeirra breytinga sem þarf að gera“ til að bæta megi heildarmyndina á fjölmiðlamarkaði. Í Efstaleiti er rekin framsækin auglýsingadeild, að sögn fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Nú þegar í samkeppni við samfélagsmiðla „Í því er þó ekki falin nein sérstök ósk um að draga jaxalana úr Ríkisútvarpinu. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum á sjálfstæðu, öflugu Ríkisútvarpi að halda,“ sagði Bjarni og bætti við: „En það má hins vegar ekki vera þannig að það standi eins og langstærsta tréð í skóginum og varpi skugga á allt sem er í kringum sig. Það þarf ekki að vera þannig.“ Frumvarp menntamálaráðherra væri ákveðin „viðleitni“ sem tekur mið af aðferðafræði sem er notuð annars staðar til þess að dreifa takmörkuðum fjármunum til einkarekinna miðla. Frumvarpið hafi teki jákvæðum breytingum að undanförnu, að sögn Bjarna, en heildarmyndin þurfi þó að vera skýrari áður en það muni njóta stuðnings Sjálfstæðismanna. Hann segir jafnframt að stuðningur við fjölmiðla ætti ekki síst að að beinast að þeim sem eru með „stórar fréttastofur og eru á dagsdaglegum grunni að deila fréttum með öllum landsmönnum um allt land. Ef að þessir aðilar eru skildir eftir þá finnst mér við ekki hafa hitt í mark.“ Jafnframt sé ekki tilefni til að óttast það að auglýsingatekjur fari úr landi, hverfi Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Einkareknir miðlar séu nú þegar í samkeppni við auglýsingasölu á samfélagsmiðlum. Viðtalið við Bjarna í heild má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. 7. desember 2019 12:04 „Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30
Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. 7. desember 2019 12:04
„Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent