Innlent

Andlát: Sverrir Ólafsson myndhöggvari

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sverrir stóð meðal annars að uppsetingu alþjóðlegs höggmyndagarðs í Hafnarfirði.
Sverrir stóð meðal annars að uppsetingu alþjóðlegs höggmyndagarðs í Hafnarfirði. Aðsend

Sverrir Ólafsson myndhöggvari lést í gær, 30. desember, 71 árs að aldri.

Sverrir lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1976. Á ferli sínum hélt Sverrir fjölda einkasýninga, auk þess sem hann tók þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima sem og erlendis.

Sverrir lagði stund á kennslu og stofnaði Listamiðstöðina Straum í Hafnarfirði árið 1988. Þar gegndi hann forstöði til ársins 2001.

Hann stóð þá einnig að uppsetningu alþjóðlega höggmyndagarðsins í Hafnarfirði, og hafði með honum yfirumsjón um langt árabil.

Sverrir hlaut á ferli sínum fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, en verk eftir Sverri eru í eigu opinberra safna og einkasafna, bæði hér á landi og erlendis.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.