Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Óvíst er hvort íbúar fjölbýlishúss í Breiðholti geti haldið jólin hátíðleg heima hjá sér eftir að eldur kom upp í húsinu í dag. Mikið tjón varð í eldsvoðanum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Illa hefur gengið að koma nýjum flugfélögum á koppinn hér á landi. Greinandi segir algjört frost á fjármálamarkaði og afar erfitt að sækja fé í rekstur. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá verður rætt við veðurfræðing um færðina á næstu dögum. Mælt er með því að fólk fresti ferðalögum innanlands fram yfir helgi vegna veðurspár.

Einnig verður rætt við formann Eflingar í beinni útsendingu um viðræðuslit félagsins við Reykjavíkurborg, fylgst með kappræðum demókrata í Bandaríkjunum og kíkt og jólatónleika.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×