Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Rætt verður við fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir.

Á sjöunda hundrað manns bíða eftir að komast í meðferð á Vogi og vantar stofnunina um 200 milljónir til að stytta þann lista. Skrefin inn á stofnunina eru þung fyrir jólin að sögn yfirlæknis.

Þá verður rætt við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, en Alþingi samþykkti á þriðjudaginn að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf í tveimur áföngum. Gerðar voru breytingar á frumvarpinu á lokasprettinum þar sem skiptar skoðanir voru á því hvernig útfæra ætti réttin til fæðingarorlofs á milli foreldra

Í fréttatímanum kíkjum við einnig í heimsókn í fjárhús þar sem bændur hafa lagt í vana sinn að skreyta fyrir jólin.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×