Enski boltinn

Klopp sendi stuðnings­­mönnum Liver­pool myndar­lega jóla­­­kveðju

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp glaðbeittur á æfingu Liverpool í gær.
Klopp glaðbeittur á æfingu Liverpool í gær. vísir/getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, heldur áfram að slá í gegn hjá félaginu og sendi hann stuðningsmönnum liðsins veglega jólakveðju í dag.

Sá þýski skrifaði ansi langan pistil á heimasíðu félagsins í dag þar sem hann fór yfir víðan völl. Hann gerði upp magnað ár hjá Liverpool.

Liverpool varð Evrópumeistari á árinu og segir Klopp í pistlinum að hann muni aldrei gleyma augnablikinu þegar ljóst var að Liverpool væri Evrópumeistari.

„Þessar senur… ég get ekki hugsað um þessi augnablik án þess að fá gæsahúð,“ skrifaði sá þýski.Klopp fjallaði um leiðina í úrslitaleikinn, leikinn gegn Barcelona, Hillsborough slysið og stuðningsmanninn Kai. Pistilinn í heild sinni má lesa hér.

Liverpool mætir Leicester í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.