Virðingarleysi að skipa astmasjúklingum úr borginni yfir áramótin Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. desember 2019 12:52 Flugeldaskot getur haft mikil áhrif á líðan astmasjúklinga. vísir/vilhelm Formaður astmafélagsins segir ekki til marks um mikla virðingu í garð náungans að skipa öndunarfærasjúklingum að yfirgefa borgina svo þeir skemmi ekki áramótagleði fjöldans. Finna þurfi skynsamlegar lausnir á þeirri loftmengun sem fylgi flugeldaskotgleði borgarbúa svo allir geti fagnað áramótunum í sátt og samlyndi. Afstaða almennings til flugeldasölu hefur breyst töluvert á undanförnum árum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vildu 37 prósent svarenda óbreytt fyrirkomulag í flugeldasölu á móti rúmum 45 prósentum fyrir ári síðan. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir þessa loftmengun sem fylgi flugeldunum ekki góða fyrir lungnaheilsu neins. Niðurstöður rannsókna á áhrif þessara mengunar eru ótvíræðar. Taki þurfi fast á þessum málum sem varða loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands.aðsend „En við þurfum að gera þetta af skynsemi og reyna að líta til hagsmuna þeirra sem bera hagsmuni af flugeldasölunni. Ég er ekki að segja með þessu að við eigum endilega að horfa bara eftir þessu heldur er það númer eitt tvö og þrjú að horfa á áhrif mengunar á lungnaheilsu til lengri og styttri tíma.“ Margir lungnasjúklingar eru ekki úti þegar skotgleðin er sem mest og upplifa þeir skerðingu á lífsgæðum þetta kvöld. Hún segir skilgreind skotsvæði í útjaðri byggðar dæmi um ágætis lausn á þessum vanda. „Þeir hafa líka verið að setja upp svæði sem betra er að skjóta af heldur en önnur og það er auðvitað reynandi að sjá hvernig það kemur út. Síðan er líka bara mikilvægt að gera mælingar á menguninni og sjá hvernig hún dreifir sér og vera fagleg í þessari vinnu.“ Að mörgu er að huga og hefur til að mynda framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar varða við takmörkun á notkun flugelda. Hún geti haft neikvæð áhrif á verðmætasköpun tengdri ferðaþjónustu. Aðrir segja að öndunarfærasjúklingar þurfi hreinlega að koma sér úr borginni á gamlárskvöld til að skemma ekki gleðina fyrir fjöldanum. „Auðvitað getum við ekki sagt eitthvað slíkt, fólk eigi bara að koma sér að heiman út af einhverju þess háttar. Við eigum að sýna hvort öðru virðingu og skilning, það er algjörlega á hreinu. Við eigum ekki að tala svona.“ Hún segir þyngsl við andardrátt hjá öndunarfærasjúklingum á þessum kvöldi. „Þú getur ekki andað, þú ert ekki að fá það súrefni sem líkaminn þinn þarf til að starfa fullkomlega eðlilega. Þetta eru svona þyngsli sem maður upplifir sem mikla vanlíðan að maður sé ekki að fá nóg súrefni,“ sagði Fríða Rún. Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Formaður astmafélagsins segir ekki til marks um mikla virðingu í garð náungans að skipa öndunarfærasjúklingum að yfirgefa borgina svo þeir skemmi ekki áramótagleði fjöldans. Finna þurfi skynsamlegar lausnir á þeirri loftmengun sem fylgi flugeldaskotgleði borgarbúa svo allir geti fagnað áramótunum í sátt og samlyndi. Afstaða almennings til flugeldasölu hefur breyst töluvert á undanförnum árum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vildu 37 prósent svarenda óbreytt fyrirkomulag í flugeldasölu á móti rúmum 45 prósentum fyrir ári síðan. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir þessa loftmengun sem fylgi flugeldunum ekki góða fyrir lungnaheilsu neins. Niðurstöður rannsókna á áhrif þessara mengunar eru ótvíræðar. Taki þurfi fast á þessum málum sem varða loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands.aðsend „En við þurfum að gera þetta af skynsemi og reyna að líta til hagsmuna þeirra sem bera hagsmuni af flugeldasölunni. Ég er ekki að segja með þessu að við eigum endilega að horfa bara eftir þessu heldur er það númer eitt tvö og þrjú að horfa á áhrif mengunar á lungnaheilsu til lengri og styttri tíma.“ Margir lungnasjúklingar eru ekki úti þegar skotgleðin er sem mest og upplifa þeir skerðingu á lífsgæðum þetta kvöld. Hún segir skilgreind skotsvæði í útjaðri byggðar dæmi um ágætis lausn á þessum vanda. „Þeir hafa líka verið að setja upp svæði sem betra er að skjóta af heldur en önnur og það er auðvitað reynandi að sjá hvernig það kemur út. Síðan er líka bara mikilvægt að gera mælingar á menguninni og sjá hvernig hún dreifir sér og vera fagleg í þessari vinnu.“ Að mörgu er að huga og hefur til að mynda framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar varða við takmörkun á notkun flugelda. Hún geti haft neikvæð áhrif á verðmætasköpun tengdri ferðaþjónustu. Aðrir segja að öndunarfærasjúklingar þurfi hreinlega að koma sér úr borginni á gamlárskvöld til að skemma ekki gleðina fyrir fjöldanum. „Auðvitað getum við ekki sagt eitthvað slíkt, fólk eigi bara að koma sér að heiman út af einhverju þess háttar. Við eigum að sýna hvort öðru virðingu og skilning, það er algjörlega á hreinu. Við eigum ekki að tala svona.“ Hún segir þyngsl við andardrátt hjá öndunarfærasjúklingum á þessum kvöldi. „Þú getur ekki andað, þú ert ekki að fá það súrefni sem líkaminn þinn þarf til að starfa fullkomlega eðlilega. Þetta eru svona þyngsli sem maður upplifir sem mikla vanlíðan að maður sé ekki að fá nóg súrefni,“ sagði Fríða Rún.
Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent