Lífið

Hræddi frænku sína og starfsmenn með vaxstyttu

Samúel Karl Ólason skrifar
Micki frænku brá heldur betur.
Micki frænku brá heldur betur.

Madame Tussauds vaxmyndasafnið lét nýverið gera styttu af Jimmy Kimmel. Hann fékk styttuna lánaða á dögunum og notaði hana til að hræða líftóruna úr starfsmönnum sínum og þá sérstaklega frænku sinni sem heitir Micki.

Sem er nákvæmlega það sem maður myndi gera með vaxstyttu af sjálfum sér.

Kimmel sýndi svo niðurstöðu hrekksins í þætti sínum í gær eftir að henni hafði verið stillt upp víða um tökuver þeirra og skrifstofur. Henni var sérstaklega komið fyrir á stöðum þar sem Micki var á ferðinni. Þegar hún var orðin vön styttunni breyttu Kimmel og félagar hrekknum þó aðeins með kostulegri niðurstöðu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.