Innlent

Lokað fyrir umferð um Hellisheiði, Kjalarnes og Mosfellsheiði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lokað hefur verið fyrir umferð um Kjalarnes, Mosfellsheiði, Hellisheiði og Þrengsli. Enn er hægt að aka Reykjanesbrautina.
Lokað hefur verið fyrir umferð um Kjalarnes, Mosfellsheiði, Hellisheiði og Þrengsli. Enn er hægt að aka Reykjanesbrautina. vísir/hjalti

Umferð hefur verið lokað um Helliðsheiði, Kjalarnes, Þrengsli og Mosfellsheiði. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar segir jafnframt að ákvörðun hvort lokað verði fyrir umferð um Reykjanesbraut verði tekin klukkan 16 í dag.

Frá lokun á Mosfellsheiði í dag.Vísir/ArnarH

Ófært er orðið víðast hvar í Skagafirði sem og um Víkurskarð. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Austfjörðum en ófært er á Breiðdalsheiði sem og um Öxi

Þæfingur eða snjóþekja er nokkuð víða á Vestfjörðum en flughálka á Innstrandavegi. Lokað er um Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar og ófært um Klettsháls, Kleifaheiði og norður í Árneshrepp.

Fylgjast má með gangi mála í Vaktinni á Vísi.

Lokanir eru víða á suðvesturhorninu og má reikna með því að bætist í lokanir eftir því sem líður á daginn og kvöld.Vegagerðin

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×