Lífið

Röggu Gísla leið eins og hún hefði hlotið dóm þegar Birkir var dæmdur í fangelsi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birkir fékk dóm í Hæstarétti 3. desember 2015. Röggu leið eins og hún hefði fengið dóm á þeirri stundu.
Birkir fékk dóm í Hæstarétti 3. desember 2015. Röggu leið eins og hún hefði fengið dóm á þeirri stundu. Vísir

„Það var bara eins og ég hefði fengið dóm. Þegar fólk er svona tengt og er bara eitt eins og við erum þá tekur maður þetta bara í hjartað,“ segir söngkonan Ragnhildur Gísladóttir í næsta þætti af Með Loga sem sýndur verður í kvöld í Sjónvarpi Símans.Þar vitnar hún til þess þegar eiginmaður hennar Birkir Kristinsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá Glitni, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi 3. desember 2015. Birkir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, gegndi stöðu viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis og var ákærður fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007.Félagið var í eigu Birkis. Hann var ákærður ásamt þremur öðrum mönnum, þeim Magnúsi Arnari Arngrímssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni.„Ég vissi að þetta var ekki rétt og ég hélt að þegar þetta var kært til Hæstaréttar myndi réttlætið koma fram af því að þá myndi málið vera skoðað alveg eins og málið var og farið í alla sauma og gert upp. Það var ekki gert og skilið eftir í lausu lofti. Maður verður bara svo hissa og maður bara trúir varla að hafa þurft að fara í gegnum þetta. Að hafa þurft að kyngja þessu frá þessari æðstu stofnun ríkisins.“ Mbl.is sýnir brot úr þættinum á vefnum í dag. 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.