Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2015 13:00 Birkir Kristinsson var ekki viðstaddur málflutninginn en þangað var söngkonan Ragnhildur Gísladóttir, hans betri helmingur, mættur. Vísir/GVA Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. Fjórir fyrrverandi starfsmenn Glitnis hlutu þunga fangelsisdóma í héraði vegna málsins en það snýst um fjögurra milljarða króna lánveitingu bankans í nóvember 2007 til félagsins BK-44 sem var í eigu Birkis Kristinssonar. Í málinu var meðal annars ákært fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun en BK notaði lánið frá Glitni til að fjármagna kaup á hlutabréfum í bankanum en Glitnir sjálfur var eigandi þeirra bréfa. Tap bankans vegna viðskiptanna nam tveimur milljörðum króna.Margra ára fangelsisdómarBirkir, sem var yfirmaður einkabankaþjónustu Glitnis, var dæmdur í fimm ára fangelsi i héraði líkt og þeir Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari, og Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans. Þá hlaut Magnús Arnar Arngrímsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs, fjögurra ára fangelsisdóm. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins í morgun. Í upphafi ræðu sinnar sagðist hann fara fram á staðfestingu á dómi héraðsdóms en undir lokin vísaði hann í fordæmisgildi dóm Hæstaréttar í Ímon-málinu þegar hann ræddi ákvörðun refsingar í málinu.„Í Ímon-málinu var það bankastjórinn sem veitti 5 milljarða króna lán en þar var ekki sambærilegur skaðleysissamningur til staðar eins og hér [innsk. blaðamanns: BK átti hvorki að verða fyrir tjóni vegna lánsins né hlutabréfaviðskiptanna]. Í Ímon-málinu voru hins vegar þrjú sambærileg tilvik um markaðsmisnotkun og er undir hér. [...] Í ljósi þessa getur ákæruvaldið ekki mótmælt því að dómurinn [í BK-málinu] sé dálítið þungur, miðað við Ímon-dóminn allavega.“Verjendur sakbornina í Hæstarétti í morgun.Vísir/GVASagði Birki hafa gert Glitni greiðaAð mati ákæruvaldsins voru viðskipti BK-44 og Glitnis með hlutabréfin í bankanum ekki gerð á viðskiptalegum forsendum. Staðreyndin hafi verið sú að bankinn hafi átt of mikið af eigin bréfum og þurfti að losa sig við þau. Sagði Helgi Magnús að fyrsta hugsun Birkis Kristinssonar hafi ekki verið að kaupa bréfin sjálfur. Hann hafi leitað að kaupendum á meðal viðskiptamanna sinna en ekki haft erindi sem erfiði. Félag hans hafi þar af leiðandi keypt bréfin. „Hann var að gera bankanum greiða og það er því augljóst að ekki voru viðskiptalegar forsendur fyrir þessari sölu. [...] Þá fluttist markaðsáhættan aldrei til BK-44 en það var grundvöllur fyrir sakfellingu í Ímon-málinu, að það var engin markaðsáhætta hjá félaginu.“Einn tölvupóstur eina skjalið sem fannst um lániðÞá fór saksóknarinn yfir það að lánveitingin hafi aldrei farið fyrir lánanefnd eða áhættunefnd Glitnis. Að auki hafi ekki verið fullnægjandi tryggingar fyrir láninu og engir lánapappírar voru undirritaðir. Einnig kom fram að eina plaggið sem fundist hefur í bankanum vegna viðskiptanna sé tölvupóstur frá Magnúsi Arnari til Jóhannesar þar sem hann segist vera kominn með samþykki fyrir fjögurra milljarða króna peningamarkaðsláni til BK-44. „Hann hefur hins vegar ekki getað gefað neinar skýringar á þessu samþykki og vísar í yfirmenn sína en þeir hafa allir neitað að hafa komið að málinu,“ sagði Helgi Magnús. Tengdar fréttir Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30 Birkir dæmdur í fimm ára fangelsi Birkir Kristinsson, Jóhannes Baldursson og Elmari Svavarssyni voru dæmdir í fimm ára fangelsi og Magnús Arnar Arngrímsson í fjögurra ára fangelsi. 23. júní 2014 14:01 Væri starfsmaður á kassa í búð „Við áfrýjum klárlega. Við teljum að dómurinn sé í villu með staðreyndir um stöðu og hlutverk verðbréfamiðlara,“ segir Karl Georg Sigurbjörnsson, lögmaður Elmars Svavarssonar. 23. júní 2014 16:15 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Sjá meira
Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. Fjórir fyrrverandi starfsmenn Glitnis hlutu þunga fangelsisdóma í héraði vegna málsins en það snýst um fjögurra milljarða króna lánveitingu bankans í nóvember 2007 til félagsins BK-44 sem var í eigu Birkis Kristinssonar. Í málinu var meðal annars ákært fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun en BK notaði lánið frá Glitni til að fjármagna kaup á hlutabréfum í bankanum en Glitnir sjálfur var eigandi þeirra bréfa. Tap bankans vegna viðskiptanna nam tveimur milljörðum króna.Margra ára fangelsisdómarBirkir, sem var yfirmaður einkabankaþjónustu Glitnis, var dæmdur í fimm ára fangelsi i héraði líkt og þeir Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari, og Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans. Þá hlaut Magnús Arnar Arngrímsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs, fjögurra ára fangelsisdóm. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins í morgun. Í upphafi ræðu sinnar sagðist hann fara fram á staðfestingu á dómi héraðsdóms en undir lokin vísaði hann í fordæmisgildi dóm Hæstaréttar í Ímon-málinu þegar hann ræddi ákvörðun refsingar í málinu.„Í Ímon-málinu var það bankastjórinn sem veitti 5 milljarða króna lán en þar var ekki sambærilegur skaðleysissamningur til staðar eins og hér [innsk. blaðamanns: BK átti hvorki að verða fyrir tjóni vegna lánsins né hlutabréfaviðskiptanna]. Í Ímon-málinu voru hins vegar þrjú sambærileg tilvik um markaðsmisnotkun og er undir hér. [...] Í ljósi þessa getur ákæruvaldið ekki mótmælt því að dómurinn [í BK-málinu] sé dálítið þungur, miðað við Ímon-dóminn allavega.“Verjendur sakbornina í Hæstarétti í morgun.Vísir/GVASagði Birki hafa gert Glitni greiðaAð mati ákæruvaldsins voru viðskipti BK-44 og Glitnis með hlutabréfin í bankanum ekki gerð á viðskiptalegum forsendum. Staðreyndin hafi verið sú að bankinn hafi átt of mikið af eigin bréfum og þurfti að losa sig við þau. Sagði Helgi Magnús að fyrsta hugsun Birkis Kristinssonar hafi ekki verið að kaupa bréfin sjálfur. Hann hafi leitað að kaupendum á meðal viðskiptamanna sinna en ekki haft erindi sem erfiði. Félag hans hafi þar af leiðandi keypt bréfin. „Hann var að gera bankanum greiða og það er því augljóst að ekki voru viðskiptalegar forsendur fyrir þessari sölu. [...] Þá fluttist markaðsáhættan aldrei til BK-44 en það var grundvöllur fyrir sakfellingu í Ímon-málinu, að það var engin markaðsáhætta hjá félaginu.“Einn tölvupóstur eina skjalið sem fannst um lániðÞá fór saksóknarinn yfir það að lánveitingin hafi aldrei farið fyrir lánanefnd eða áhættunefnd Glitnis. Að auki hafi ekki verið fullnægjandi tryggingar fyrir láninu og engir lánapappírar voru undirritaðir. Einnig kom fram að eina plaggið sem fundist hefur í bankanum vegna viðskiptanna sé tölvupóstur frá Magnúsi Arnari til Jóhannesar þar sem hann segist vera kominn með samþykki fyrir fjögurra milljarða króna peningamarkaðsláni til BK-44. „Hann hefur hins vegar ekki getað gefað neinar skýringar á þessu samþykki og vísar í yfirmenn sína en þeir hafa allir neitað að hafa komið að málinu,“ sagði Helgi Magnús.
Tengdar fréttir Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30 Birkir dæmdur í fimm ára fangelsi Birkir Kristinsson, Jóhannes Baldursson og Elmari Svavarssyni voru dæmdir í fimm ára fangelsi og Magnús Arnar Arngrímsson í fjögurra ára fangelsi. 23. júní 2014 14:01 Væri starfsmaður á kassa í búð „Við áfrýjum klárlega. Við teljum að dómurinn sé í villu með staðreyndir um stöðu og hlutverk verðbréfamiðlara,“ segir Karl Georg Sigurbjörnsson, lögmaður Elmars Svavarssonar. 23. júní 2014 16:15 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Sjá meira
Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30
Birkir dæmdur í fimm ára fangelsi Birkir Kristinsson, Jóhannes Baldursson og Elmari Svavarssyni voru dæmdir í fimm ára fangelsi og Magnús Arnar Arngrímsson í fjögurra ára fangelsi. 23. júní 2014 14:01
Væri starfsmaður á kassa í búð „Við áfrýjum klárlega. Við teljum að dómurinn sé í villu með staðreyndir um stöðu og hlutverk verðbréfamiðlara,“ segir Karl Georg Sigurbjörnsson, lögmaður Elmars Svavarssonar. 23. júní 2014 16:15