Viðskipti innlent

Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birkir er einn dáðasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann varði lengst af mark Fram og íslenska landsliðsins.
Birkir er einn dáðasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann varði lengst af mark Fram og íslenska landsliðsins. Vísir/GVA

Birkir Kristinsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá Glitni, var í Hæstarétti í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Elmar Svavarsson hlaut sömuleiðis fjögurra ára dóm, Jóhannes Baldursson þriggja ára dóm og Magnús Arnar Arngrímsson tveggja ára dóm. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn upp úr klukkan fjögur.

Hæstiréttur mildaði því dóma fjórmenninganna frá því í héraði sumarið 2014. Þá hlutu Birkir, Elmar og Jóhannes fimm ára fangelsi og Magnús Arnar fjögurra ára fangelsi. Þá þurfa þeir að greiða rúmar fjórar milljónir króna á mann í málskostnað til verjenda sinna.

Hæstaréttadómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson skilaði sératkvæði í málinu. Taldi hann að vísa ætti máli Birkis frá en var að öðru leyti sammála dómnum. 

Fv: Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson. Vísir

3,8 milljarða króna lánveiting
Birkir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, gegndi stöðu viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs.

Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis.

Að neðan má sjá umfjöllun Vísis frá meðferð málsins í Hæstarétti. Dóminn í heild sinni má lesa hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.